Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1944, Page 11

Sameiningin - 01.06.1944, Page 11
89 náttmyrkri, fjærri öllum mannabygðum; þrátt fyrix kuld- nnn, sem á hann sótti hélt hann þó lífi til morguns, með því hann var mannskapsmaður að þreki og vilja; stumraðist kann áleiðis af öllum mætti, — veður var nú bærilegt, og náði hann til bygða seinni hluta dagsins, þrekaður mjög og dla til reika. Þóttust menn hafa heimt hann úr helju, þegar hann hafði sagt ferðasögu sína. Nú hefi eg það fyrir satt, að nú leggi engir á óbygðir um vetrardag án þess að hafa með sér svefnpoka og nægi- fegt nesti, svo að þótt gangi í vont veður fái menn bjargast, þar til batnar veður, og menn komist leiðar sinnar. Nú mun einhver spyrja, að hverju leyti saga þessi snerti fyrirsögn þessara orða. En það er einmitt atriðið, sem um er að ræða. Því neitar víst enginn, að leiðangur manna um þennan heim líkist engu mer en ferð um óbygðir og ófærð, um skammdegi og nótt; iðulega held eg það reynist svo. Illa mun sá maður staddur, sem leggur upp án þess að hafa meðferðis það, sem getur orðið honum til bjargar. Menn þurfa að vera megnugir þess, að “standa og brjóta í stórhríðum æfinnar mannrauna ís.” Þrátt fyrir alt munu æskuárin flestum kær þegar frá líður; þau sýnast svo björt í fjarlægð í samanburði við það, sem drifið hefir á dagana síðari tíma. Á vormorgni æfinnar virðist loftið heiðskírt. Það var hlýtt, að því er virtist, og lífið bar prýðilegt yfirbragð; ljósskært umhverfi blasti við augum. En þegar á leið, birtust biksvartir skýjaklakkar; frá skýjum þessum brutust fram hretviðri svo hörð, að kuldi þeirra gekk manni til hjarta, ef ekki voru verjur til varnar. Þannig hugsa eg lífsreynslu flestra manna. Og enda þótt of mjög sé lofuð tíð æskunnar, og ef til vill menn berist illa af út af atburðum síðari ára; verður það að fara eftir eðli hvers eins. Kalt hefir Stgr. Thorsteinsen verið, þegar hann kvað: “Á sætastri blómrós er sárust þyrniflís.” o. s. frv. Þó er Stgr. Thorsteinsson sá maður, sem um langan aldur mun skipa öndvegis sess meðal íslenzkra skálda. Og bátt að segja við hvern Stgr. Thorsteinsson hefði viljað skifta lífskjörum sínum. Og einmitt vegna þess, að mörgum bregður svo við þegar stigið er út yfir þrepskjöld æskunnar, og hretviðri

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.