Fréttablaðið - 02.03.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 02.03.2011, Blaðsíða 36
MARKAÐURINN2. MARS 2011 MIÐVIKUDAGUR10 V I Ð H O R F S P R O T A R Orðið „sölumennska“ mætir oft fordómum í sam félaginu. Marg- ir tengja orðið við óheiðarlega og ágenga sölumenn með stáltána á milli stafs og hurðar að pranga upp á þig einhverju sem þú hefur enga þörf fyrir. Staðreyndin er hins vegar sú að þetta er eitt mik- ilvægasta atriðið sem við kemur sprota fyrirtækjum. Þessi grein mun fara yfir fimm mikilvæg at- riði þegar kemur að því að selja vöruna þína. Byrjum á því að skilgreina góða sölumennsku. Góð sölumennska er ekki það að geta selt öllum hvað sem er. Góð sölumennska er það að finna réttu viðskiptavinina sem hafa raunverulega þörf fyrir það sem þú ert að selja og vinna svo með þeim að því að brúa bilið milli þeirra þarfa og þinna lausna. Sem frumkvöðull ertu alltaf að selja. Ef þú ert ekki að selja hug- myndina þína til einhverra sem þú vilt vinna með, þá ertu að reyna að fá einhvern til að kaupa vör- una þína, selja bankanum það að hann eigi að lána þér, selja fjár- festum að þeir eigi að setja pening í fyrirtækið þitt, selja sjóðum það að þeir eigi að styrkja þig og þann- ig má lengi telja. Sölumennska er lykilþáttur í öllum þessum atrið- um. 1. Efldu með þér hugarfar. Þetta er eitt höfuðeinkenni besta sölu- fólksins. Vertu alltaf tilbúinn að selja það sem þú hefur upp á að bjóða. Með rétta hugarfarinu ertu betur í stakk búinn til að koma auga á tækifæri, kynna það sem þú hefur upp á að bjóða, fást við mótbárur eða annað sem við kemur söluverkefnum. 2. Kláraðu undirbúninginn. Með réttum undirbúningi eyk- urðu líkurnar á góðum árangri. Þetta atriði á við í öllum stigum sölu ferlis. Eyddu góðum tíma í að skilja hvað viðskiptavinir þínir vilja og hvaða vandamál þú ert að leysa fyrir þá. Þegar þú ert að selja fyrirtækjum þarftu að skilja vel rekstur fyrirtækisins. Þú þarft að vita hverjir mega taka ákvarðanir hjá fyrirtækjunum, hvernig viðskipta módel þeirra er og hverjar eru helstu lausn- ir þeirra. Þetta er allt vinna sem þú vinnur áður en þú hefur sam- band við þá sem þú ætlar að selja. Vertu tilbúinn með mögulegar spurningar og mótbárur sem við- skiptavinir gætu spurt og hafðu svörin á reiðum höndum. Skipu- leggðu vel hvaða eiginleikar úr þínum lausnum/vörum eiga best við hvert sölusamtal sem þú átt. Vertu alveg viss um að þú vitir við hvern þú ert að fara að tala og hvað þú ætlar að segja við hann. 3. Hlustaðu! Margir telja ein- kenni góðs sölufólks vera að geta talað alla í kaf. Þetta er ekki rétt niðurstaða. Einkenni frábærs sölu- fólks er að það hlustar meira en það talar. Í stað þess að byrja á því að telja upp alla mögulega eigin- leika á vörunni þinni, prófaðu þá að spyrja viðskiptavininn hverju þeir eru að leita að. Með því að spyrja réttu spurninganna skap- ar þú tækifæri fyrir þig að brúa bilið milli þess sem viðskiptavin- urinn leitar að og þú ert að bjóða upp á. Fólki finnst oft skemmti- legra að tala en að hlusta þann- ig að með réttu spurningunum þá tryggirðu athygli fólks. Ef þú spyrð réttu spurninganna þá fá viðskipta vinirnir oft sjálfir hug- myndina um að kaupa það sem þú ert að selja því það áttar sig á þörfinni sem þú ert að uppfylla. Í hverju sölusamtali skaltu fylgjast með samtalinu sem þú ert að eiga og hlusta á sjálfan þig. Reyndu að lesa líkamstjáningu fólksins sem þú ert að tala við og gera þér þannig grein fyrir því hvort at- hyglin sé til staðar. 4. Trúðu á það sem þú ert að selja. Einlægni í samskiptum er gullin regla. Hún á líka við í sölu- mennsku. Ef þú ætlar að ná ár- angri í sölumennsku þá verður þú að hafa trú á því sem þú ert að bjóða. Þú þarft að trúa því að þín lausn sé rétta lausnin fyrir þann viðskiptavin sem þú ert að tala við. Þú skalt heldur ekki vera feiminn að viðurkenna það ef þín lausn á ekki við. Fólk er almennt mjög meðvitað um hvenær þeir sem það á samskipti við eru ein- lægir eða ekki. Ef þú hefur ekki trú á vörunni – láttu þá laga hana. 5. Temdu þér skapandi hugsun. Nýttu þér skapandi hugsun til að hugsa leiðir um hvernig eigi að selja vöruna. Gerðu eitthvað öðruvísi en samkeppnin. Taktu allt fyrirtækið með í hugarflug um hvernig mætti selja vöruna. Vertu skapandi í að taka burtu áhættuþætti viðskiptavinarins við að kaupa vöruna þína. Ekki fara beint í það að bjóða afslátt – athugaðu frekar hvort þú getur ekki bætt einhverjum verðmæt- um við vöruna þína sem enginn annar getur boðið. Þetta eru allt leiðir sem þú getur nýtt þér til að tryggja framgang sprotans þíns. Án sölu er engin vara. Þessa þætti geturðu líka notað þegar þú ræður þitt eigið sölufólk í vinnu til að meta gæði þess. Frumkvöðlar þurfa líka kjark og hugrekki til að ákveða að fá aðra til að selja vöruna fyrir sig – oft getur það verið heillavæn- leg ákvörðun. Mundu að heims- ins besta vara selur sig ekki sjálf – hún þarf söluhugsun og jafnvel sölumenn. G R E I N A R Ö Ð U M N Ý S K Ö P U N Markaðurinn birtir röð greina um mikilvæg atriði fyrir sprotafyrirtæki. Ingvar Hjálmarsson hefur tíu ára reynslu úr heimi margs konar fyrirtækja, bæði sprota og stærri fyrirtækjum. Þar hefur hann unnið að rekstri, vöruþróun, vörustýringu, sölu- og markaðsmálum og fleiri þáttum. Hægt er að senda höfundi línu á ingvarh@gmail.com Fimm atriði um sölumennsku Ingvar Hjálmarsson 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.