Fréttablaðið - 02.03.2011, Blaðsíða 20
MARKAÐURINN2. MARS 2011 MIÐVIKUDAGUR2
F R É T T I R
Hagnaður af rekstri Íslandspósts
á árinu 2010 nam 93 milljónum
króna. Hagnaður fyrir afskriftir
og fjármagnsliði (EBITDA) var
hins vegar um 348 milljónir
króna, að því er fram kemur í til-
kynningu félagsins.
„Heildartekjur félagsins á síð-
asta ári námu 6,3 milljörðum
króna og drógust saman um eitt
prósent frá fyrra ári. Heildar-
eignir voru 5,0 milljarðar króna
í árslok 2010 og eigið fé nam 2,7
milljörðum króna,“ segir þar en
fram kemur að félagið hafi greitt
ríkissjóði 40 milljóna króna arð
á árinu. Bent er á að verulegur
samdráttur hafi orðið í bréfasend-
ingum á undanförnum árum. „Frá
hausti 2008 til ársloka 2010 hefur
bréfum í einkarétti fækkað um 20
prósent. Spáð er áframhaldandi
magnminnkun og má gera ráð
fyrir að bréfapósti muni fækka
enn frekar um allt að 25 prósent
til ársins 2015.“ - óká
Tekjur drógust saman
Hagnaður Íslandspósts í fyrra nam 93 milljónum
króna. Útlit fyrir að bréfasendingum fækki enn.
Bandaríski tæknirisinn Apple sviptir í dag hulunni
af næstu kynslóð iPad-spjaldtölvunnar.
Fyrsta kynslóð tölvunnar kom á markað í apríl í
fyrra. Beðið hefur verið með nokkurri eftirvæntingu
eftir þessari nýjustu spjaldtölvu og mikið spekúler-
að í því hvað hún muni bera og innhalda.
Netmiðillinn MacRumors er eðli málsins sam-
kvæmt meðal þeirra öflugustu í fréttaskrifum um
væntanlegar tækninýjungar frá Apple. Þar sagði í
vikubyrjun að vísbendingar væru um að tölvan, eða
einhver eintök hennar, verði hvít að lit.
Netmiðillinn Engadget bætir því við að búkurinn
verði líklega tíu grömmum léttari og rétt örlítið
þynnri en forverinn, minnið stærra, hraðvirkari A5-
örgjörvi og hugsanlega myndavélar bæði að framan
og aftan, sú að framan ætluð fyrir vefspjall. Mynda-
vélarnar voru einmitt það sem notendur fyrstu iPad-
tölvunnar fundu helst að henni. Bandaríska dagblað-
ið San Francisco Chronicle hnýtir við að forstjórinn,
Steve Jobs, muni ekki kynna tölvuna þar sem hann sé
í veikindaleyfi. Líklegasti staðgengill
hans sé Phil Schiller, aðstoðarfor-
stjóri markaðsmála hjá Apple,
en hann kynnti iPhone 3Gs
til sögunnar fyrir tveim-
ur árum þegar Jobs gat
það ekki. - jab
Ný iPad-tölva handan við hornið
FRÉTTABLAÐIÐ Í IPAD Búist er við
tíðindum úr herbúðum Apple vestur í
Bandaríkjunum í dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
„Ef tap Bókabúðar Máls og menningar [BMM] var svo
mikið að ekki var hægt að borga neinum eftir söluna
í desember þá var ljóst fyrir löngu að fyrirtækið var
gjaldþrota,“ segir Steinþór Steingrímsson, stjórnarfor-
maður fyrirtækisins Ekki spurning. Fyrirtækið gefur
meðal annars út borðspilið Spurt að leikslokum.
Stjórnendur fyrirtækisins íhuga að láta reyna á
64. grein laga um gjaldþrotaskipti. Greinin kveður á
um að þeir sem láta hjá líða að leita gjaldþrotaskipta
þegar svo er ástatt hjá þeim beri skaðabótaábyrgð
gagnvart lánardrottnum. Ákvörðun verður tekin
þegar búið verður að gera upp þrotabúið. Skiptastjóri
tók við búinu í síðustu viku. Hann hefur ekki tekið
saman kröfuhafalista.
„Við munum að sjálfsögðu reyna að stýra því eins
vel og við getum að hafa áhrif á virði lagersins og
lágmarka tap birgja,“ segir Jóhannes Sigurðsson,
annar eigenda Kaupangs sem rak verslun BMM frá
því haustið 2009 þegar Penninn-Eymundson hætti
þar rekstri. Kaupangur á jafnframt húsnæðið sem
hýsti verslun BMM. Verslunin greiddi húsaleigu til
Kaupangs. Hún var nærri tvöfalt hærri en jafnan er í
sambærilegu húsnæði við Laugaveg. Jóhannes neitaði
að tjá sig að öðru leyti um reksturinn.
Eigendur BMM greindu starfsfólki frá því fyrir
hálfum mánuði að reksturinn væri í kröggum og fyrir-
tækið á leið í þrot. Þetta kom bókaútgefendum á óvart
þótt þeir hafi árangurlaust reynt að fá gert upp eftir
jólaverslunina. Allir eiga þeir kröfu á þrotabúið nema
bókaútgáfan Uppheimar sem krafði BMM um stað-
greiðslu. Um vinnureglu var að ræða hjá útgáfunni.
Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra
bókaútgefenda, undrast reyndar að eigendur BMM
hafi ekki haft samband við forleggjara þegar þeir
sáu hvert stefndi. Slíkt hafi tíðkast um langt skeið.
Útgefendur hafi yfi rleitt verið reiðubúnir til að koma
til móts við bóksala.
Bókaútgefendur og aðrir sem Fréttablaðið hefur
rætt við segja tímasetningu gjaldþrotsins einkenni-
lega og benda á að reksturinn hafi farið í þrot skömmu
eftir að greiðslukortafyrirtækin gerðu upp eftir
jólaverslunina.
Birgjar BMM íhuga
mál gegn bóksölum
Eigið fé Bókabúðar Máls og menningar var neikvætt í lok
árs 2009. Eigendur gátu ekki gert upp við birgja eftir jólin.
B A N K A B Ó K I N
Samanburður á
vaxtatöflum bankanna
*Miðað er við 250.000 króna innlegg og sem skemmsta bindingu. A Bundinn í tíu daga. B Bundinn í sjö
daga. C Úttektargjald hjá gjaldkera 0,25%
Athugið að ekki er tekið tillit til árgjalds, sem getur fylgt yfirdráttarreikningum.
Hæstu Yfirdráttarvextir Yfirdráttarlán
innlánsvextir eru hæstir fyrirtækja
Markaðsreikningur
0,90%A
11,45% 11,40%
Vaxtaþrep
1,90%
11,50% 11,50%
Vaxtareikningur
1,40%B
11,45% 11,45%
MP Sparnaður 9,50 til 9,50 til
2,15% 11,40%
11,40%
PM-reikningur 10,45 til 11,25 til
2,20% 11,40% 11,45%
Netreikningur
2,45% C
11,45% 11,45%
Sparnaðarreikningur
2,35%
10,20% Ekki í boði.
BMM tapaði 10,3 milljónum króna í þá fjóra mánuði
sem nýir eigendur ráku verslunina árið 2009 og var
eigið féð neikvætt um 9,8 milljónir króna. Skuldir
námu 124 milljónum króna. Þar af voru 94 milljónir
skuldir gagnvart birgjum og 14 milljónir við eigendur,
sem bæði áttu verslunina og húsnæðið. Ársreikningur
síðasta árs liggur ekki fyrir. Eftir því sem næst verður
komist var bóksala BMM ágæt í fyrra og nam veltan
tæpum 300 milljónum króna. Jóhannes Sigurðsson,
stjórnarformaður BMM, segir þetta ekki rétt en neitar
að tjá sig um afkomuna að öðru leyti. Fyrrverandi
starfsfólk BMM segir að í ljósi veltunnar hafi fjárstreymi
verið einkennilegt því launagreiðslur hafi dregist oft og
starfsfólk löngum þurft að leita til Kaupangs til að fá
laun sín greidd.
Starfsfólki gekk illa að fá borgað
BÓKAVERSLUN Í KRÖGGUM Rekstur Bókabúðar Máls og menn-
ingar var í kröggum í lok árs 2009. Há húsaleiga er talin hafa
sett reksturinn á hliðina. Sömu eigendur eiga húsnæðið og
ráku verslunina. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSAÞrjú einkahlutafélög Sigurðar
Bollasonar fjárfestis töpuðu 1,4
milljörðum króna árið 2009, sam-
kvæmt nýbirtum ársreikningum.
Félögin fengu um tíu milljarða
lán hjá viðskiptabönkum í júlí
og ágúst 2008 til kaupa á hluta-
bréfum í Existu, Glitni og Lands-
bankanum.
Hlutabréfin voru sett að veði
fyrir lánunum, sem voru á gjald-
daga í fyrra. Bréfin urðu verð-
laus eftir bankahrunið, rúmum
mánuði eftir að síðustu viðskipt-
um lauk.
Vaxtagjöld námu samtals 1,4
milljörðum króna króna fyrir
lánum félaganna árið 2009 og
skýrir það tapið.
Sigurður er sonur Bolla Krist-
inssonar, sem kenndur er við
verslunina Sautján. Hann stund-
aði áður viðskipti með Magnúsi
Ármann og Þorsteini M. Jónssyni.
Skýrsla var tekin af Sigurði í
tengslum við rannsókn sérstaks
saksóknar á meintri markaðs-
misnotkun Landsbanka um miðj-
an janúar. Eftir skýrslutökuna
sagðist Sigurður hafa borið mikið
fjárhagslegt tjón af viðskiptun-
um. - jab
Skuldug félög
Sigurðar Bollasonar
Félög Sigurðar Bollasonar
Félag Eign í félagi Upphæð láns 2008* Staðan 2009* Mismunur
Dot Glitni 4,6 5,3 0,7
BSU Landsbankanum 3,7 4,8 1,1
S102 Exista 1,8 2,1 0,3
Samtals 10,1 12,2 2,1
* Í milljörðum króna
ER ÞITT FYRIRTÆKI
MEÐ SAMNING?
SAGA CLASS
Úrvalsþægindi, gott rými
og fyrsta flokks þjónusta.
Fyrirtæki sem eru með samning við Icelandair njóta
þess í hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og
ánægðara starfsfólki.
Hlunnindi sem fyrirtækjasamningur veitir:
Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju
fyrirtæki.
Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn – alla
daga ársins.
Afsláttur sem býðst af fargjöldum til áfangastaða
Icelandair.
Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum.
+ Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is/fyrirtaeki
eða sendið fyrirspurnir á fyrirtaeki@icelandair.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
5
39
19
0
3
/2
01
1