Fréttablaðið - 02.03.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.03.2011, Blaðsíða 14
14 2. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN HALLDÓR Í Fréttablaðinu 26. febrúar er haft eftir innanríkisráðherra, Ögmundi Jónas- syni, að skipi Alþingi stjórnlagaráð gangi það gegn „dómi Hæstaréttar um ógild- ingu kosningarinnar“ til stjórnlagaþings 27. nóvember. Látum liggja milli hluta að Hæstiréttur dæmdi ekki kosningarnar ógildar; hið rétta er að stjórnvaldsnefnd skipuð hæstaréttardómurum ákvað að ógilda kosningarnar. En þetta veit ráð- herrann auðvitað. Tíðindin eru að æðsti maður dómsmála í landinu heldur því fram að umrædd nefnd hafi með ákvörðun sinni bundið hendur Alþingis, og banni því með einhverjum hætti að skipa stjórnlaganefnd eða stjórnlagaráð. Þessi afstaða stríðir gegn almennum hugmyndum um þrískiptingu valds og stjórnskipun Íslands, og felur í sér að framkvæmdavaldið – eða dómsvaldið, vilji menn halda því til streitu að Hæstirétt- ur hafi ógilt kosningarnar – gangi freklega inn á svið löggjafarvaldsins. Ákvörðuninni um að ógilda kosningarnar til stjórnlagaþings hefur verið hlítt til fulln- ustu þannig að ekki verður gengið lengra. Er mögulegt að meining ráðherrans sé út af fyrir sig ekki sú að Alþingi geti ekki, ef það svo kýs, skipað í stjórnlagaráð, en að það gangi gegn ákvörðun hæstaréttar- dómaranna að skipa þau 25 sem náðu kjöri í stjórnlagaþingskosningunum? Ef svo er, þá versnar enn í því. Ef löggjafanum er á annað borð frjálst að skipa fólk í stjórnlagaráð bryti það gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að undan skilja þau 25 sem náðu kjöri í kosningunum. Ekki aðeins væri það ólög- legt heldur ósanngjarnt og ólýðræðislegt. Frambjóðendurnir 25 bera enga ábyrgð á þeim hnökrum sem voru á kosningunum til stjórnlagaþings. Því síður hefur ákvörð- unin um að ógilda kosningarnar sett blett á trúverðugleika þeirra. Þau náðu kjöri í almennum kosningum sem enginn dregur í efa að hafi skilað réttri niðurstöðu og farið fram án þess að nokkur brögð væru í tafli. Með öðrum orðum, ef manna á stjórn- lagaráð almennum borgurum, þá er lýðræð- islegt, sanngjarnt og fullkomlega löglegt að í því sitji þau 25 sem náðu kjöri í kosningun- um 27. nóvember. Núverandi afstaða innan- ríkisráðherra er hins vegar ótæk. Ég skora á Ögmund að hugsa málið upp á nýtt. Hann getur í þessu efni óhræddur lagst á árar með þeim sem ætla að leggja grunn að heilbrigðara samfélagi á Íslandi. Í því felst engin vanvirðing við Hæstarétt. Fullyrðingar um slíkt eru rakalausar. Hugsaðu málið, Ögmundur Stjórnlaga- þing Hjörtur Hjartarson sagnfræðingur Súrt Umræðan á Íslandi eftir hrun tekur á sig æ súrrealískari myndir. Björgólfur Thor Björgólfsson var fyrir örfáum árum einn auðugasti maður heims. Hann hreyfði sig helst ekki nema það kostaði einhverja milljarða. Nú heldur Björgólfur úti bloggsíðu og er þar með fólk á launum við að bera blak af honum og níða þess á milli skóinn af öðrum útrásarvíkingum. Nei þú Síðast í gær birtist á bloggsíðu Björgólfs pistill um það hvað Jón Ásgeir Jóhannesson er vonlaus bisnessmaður og skilur eftir sig mikla skuldaslóð. Og hver var kveikjan að þeim skrifum? Jú, blogg eftir Bubba Morthens, trúbador, sem finnst Jón Ásgeir vera grunsamlega mikill toppnáungi. Svo eru einhverjir hissa á að allt hafi hrunið undan þessum mönnum og okkur hinum í leiðinni. Versta vörnin Og meira af þessum mönn- um. Pálmi Haraldsson í Fons stendur í málaferlum við Svavar Halldórsson á RÚV vegna fréttaflutnings sem hann telur óvæg- inn. Vel má vera að hann hafi eitthvað fyrir sér í því – það er dómarans að ákveða. Pálmi ber meðal annars fyrir sig að hafa alls ekki tekið eitthvert lán eins og sagði í frétt Svavars, heldur hafi Fons gert það. Stað- reyndin er hins vegar sú að Pálmi og Fons eru eins óaðskiljanleg fyrirbæri í hugum flestra (og í raunveruleikanum) og salt og pipar, Gög og Gokke eða sumarið og sólin. Þess vegna er þessi málsvörn Pálma líklega sú versta í sögunni. stigur@frettabladid.is A lmenningur á Íslandi finnur óþyrmilega fyrir hækk- unum á eldsneytisverði, enda er rekstur fjölskyldubíls stór liður í heimilisbókhaldi flestra. Fyrirtækin finna sömuleiðis fyrir hækkunum, sem fyrr eða síðar munu hafa áhrif á verðlagningu þeirra á vöru og þjónustu. Undanfarin misseri hefur ríkið bætt duglega við skattlagningu á eldsneyti. Nú stefnir í ofanálag í miklar verðhækkanir vegna óvissuástands í olíuauðugum arabaríkjum. Félag íslenzkra bif- reiðaeigenda hefur bent á að stjórnvöld geti lítið gert við hækk- andi heimsmarkaðsverði, en þau hafi hins vegar í hendi sér að lækka skattana til að koma til móts við neytendur. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Steingrím J. Sigfús- son fjármálaráðherra á þingi í fyrradag hvort til greina kæmi af hálfu ríkisstjórnarinnar að grípa til skammtímaaðgerða til að milda áhrif olíuverðshækk- ana á hag heimila og fyrirtækja. Svör ráðherrans ollu flestum neytendum vafalaust vonbrigð- um, svo og umræðan sem á eftir fór, þar sem flestir þingmenn einblíndu um langtímamarkmið um að draga úr notkun jarðefna- eldsneytis en virtust ekki horfast í augu við þann veruleika að þessa dagana er einkabíllinn eini samgöngukostur býsna margra. Holur hljómur var í málflutningi fjármálaráðherrans og fleiri um eflingu almenningssamgangna, nú þegar Strætó á höfuðborgar- svæðinu er einmitt nýbúinn að draga úr þjónustu – meðal annars vegna hækkandi eldsneytisverðs! Steingrímur dró upp tölur um að eldsneyti væri einna ódýrast á Íslandi af vestrænum ríkjum. FÍB birti reyndar leiðréttingar á þeim tölum í gær, sem leiða annað í ljós. Þannig er dísilolía á íslenzkum eldsneytisstöðvum sú fimmta dýrasta sem völ er á. Samanburður af þessu tagi er auk þess fullkomlega mark- laus vegna þess að ekkert tillit er tekið til þess að Ísland er eitt samanburðarríkjanna í þeirri stöðu að gjaldmiðillinn hrundi og þar með kaupmáttur almennings. Sumar hækkanir á eldsneytissköttum undanfarin ár hafa verið réttlættar með því að þar sé verið að hugsa um umhverfið og beina fólki með hærra verði yfir í annan samgöngumáta. Hækkun á heimsmarkaðsverði gerir auðvitað sama gagn; tíu króna hækk- un vegna ófriðar í Norður-Afríku hlýtur að vera jafnáhrifarík og tíu króna skattahækkun. Þess vegna ætti ríkið að geta dregið úr skattheimtunni til að lina höggið á neytendur, með góðri sam- vizku gagnvart umhverfinu. Ýmislegt bendir til að kerfi skattlagningar á eldsneyti sé ekki nógu sveigjanlegt. Steingrímur viðurkenndi einn vanda; að nú væri dísilolían orðin mun dýrari en benzínið. Það var alls ekki meiningin þegar núverandi kerfi olíugjalds var komið á. Dísillinn átti að vera talsvert ódýrari, enda nútímadísilvélar mun umhverfis vænni en benzínvélar. Óskandi væri að starfshópurinn sem ríkisstjórnin hefur nú falið að skoða málið fyndi leið til að bregðast við sveiflum á heimsmarkaðsverði. Það er hægt að gera og tryggja ríkissjóði engu að síður þær tekjur af eldsneytissköttum sem að var stefnt. Hækkun eldsneytisverðs brennur á neytendum. Í hendi ríkisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.