Fréttablaðið - 02.03.2011, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 02.03.2011, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 2. mars 2011 3 Fjöllin í kringum austurrísku borgina Innsbruck mynda full- komna umgjörð um reynslu- akstur hins nýja Chevrolet Cap- tiva, sportjeppa með sídrifi. Þar var enda bæði hægt að prófa kraft og þægindi bílsins á langferð um hraðbrautir og auk þess láta reyna á bílinn í torfærum og snjó. Captiva hefur fengið sport- legra og frísklegra útlit. Mestu breytingarnar á bílnum er þó að finna undir húddinu. Captiva verður framleiddur með fjórum vélum, en hingað til lands verður aðeins flutt 2,2-turbo dísilvélin með 184 hestöflum. Aksturseiginleikar bílsins eru mjög ánægjulegir. Hann liggur vel og sjálfskiptingin er mjúk. Krafturinn er nægur þó hröð- unin yfir 80 km sé fremur seig. Akstursupplifunin er ljóm- andi og á sér stoð að sumu leyti í fallega hannaðri innréttingu bílsins. Má segja að fólk fái mikið fyrir lítið því mælaborðið er næstum ríkmannlegt en í því er bakkmyndavél og snerti- skjár sem hægt er að tengja við Garmin-GPS. Tvö þúsund metrum yfir sjáv- armáli hafði verið útbúið svæði þar sem blaðamenn fengu að prófa búnað bílsins á sérstakri snjó- og ísilagðri braut. Þar var hægt að prófa skriðvörnina í ísi- lögðum beygjum og stóðst bíllinn þá raun með sóma. Einnig fengu menn að prófa hvernig hin nýja tækni, brekkuhjálp og skriðhem- ill, virkaði vel, en hún auðveldar ökumönnum verulega að taka af stað í miðri brekku og að fikra sig niður brattar hæðir. Chevrolet Captiva er sjö sæta bíll en vel er gengið frá öftustu sætunum svo þau falla vel ofan í gólfið þegar ekki er verið að nota þau. Þannig getur farangurshólf bílsins verið allt frá 97 upp í 1.565 lítrar. Á heildina var reynslan af Captiva ánægjuleg. Eini gallinn er beinskiptingin, sem var frem- ur stíf og langt á milli gíra. Það kemur þó ekki að sök enda verð- ur aðeins sjálfskipting í boði hér, en hinn nýi bíll er væntanlegur til Íslands í lok maí. solveig@frettabladid.is Stællegur sportjeppi Stórt ár er fram undan hjá Chevrolet. Sjö nýir bílar verða kynntir í tilefni af 100 ára afmæli fyrirtækisins. Fyrstur var Captiva sem blaðamenn frá allri Evrópu fengu að kynnast í austurrísku Ölpunum í febrúar. Captiva er sjö manna bíll en lítið fer fyrir öftustu sætunum þegar þau hafa verið felld niður. Mælaborðið er fagurlega hannað. Austurrísku Alparnir mynduðu fallega umgjörð um reynsluakstur Chevrolet Captiva og juku aðeins á akstursánægjuna. REYNSLUAKSTUR Chevrolet Captiva Vél: 2,2 l dísil Skipting: sjálfskipting hestöfl: 184 Tog: 400 nm Eyðsla, bl. akstur: 7,7 l/100 km 0-100 km/klst: 10,1 sek. Koltvísýringur: 203 g/km Farangursrými: 97/769/1577 l Verð: 5.990.000 krónur Plús: Eyðslugrannur miðað við sportjeppa. Lætur vel að stjórn bæði á vegum úti og í torfærum. Mínus: Beinskiptingin er hálf leiðinleg. Kemur þó ekki að sök því bíllinn verður ekki fáanlegur með henni hér á landi. KAUPMANNAHÖFN - LA VILLA Guesthouse á besta stað í bænum.Stúdíoíbúðir og herbergi. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. GSM. 0045 2848 8905 Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is BÍTIÐ MEÐ HEIMI OG KOLLU ALLA VIRKA DAGA KL. 6.50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.