Fréttablaðið - 02.03.2011, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 02.03.2011, Blaðsíða 35
F R É T T I R MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2011 5 Íslenski markaðsdagurinn verður haldinn á föstudaginn, en í ár eru sannkölluð tímamót hjá markaðs- fólki og ÍMARK. Félagið fagnar 25 ára afmæli sínu en um leið verð- ur Lúðurinn, íslensku auglýsinga- verðlaunin, afhentur í 25. skipti. Gunnar B. Sigurgeirsson, for- maður ÍMARK, segir í samtali við Markaðinn að dagskráin hafi sjald- an verið glæsilegri enda mikið lagt í viðburðinn. Þrír erlendir fyrir- lesarar verða á ráðstefnunni, þar á meðal Scott Bedbury, sem er fyrrum markaðsstjóri Starbucks og Nike og hugmyndasmiður her- ferðarinnar Just Do It fyrir síðar- nefnda fyrirtækið. „Koma Scotts er hvalreki fyrir íslenskt markaðsfólk. Fólk sem kemur að markaðsmálum mun vafalítið sækja sér þekkingu og styrkingu í starfi með því að sækja ráðstefnuna,“ segir Gunnar. Meðal umfjöllunarefna á ráð- stefnunni eru hinir svoköll- uðu nýmiðlar og notkun þeirra í markaðsstarfi. „Markaðsfólk hefur mikinn áhuga á nýmiðlum og vill vita meira um það hvernig á að fóta sig á þeim vettvangi,“ segir Gunn- ar. „Það gildir það sama um þá og aðrar leiðir til að koma skilaboðum á framfæri til neytenda.“ Gunnar segir að fyrirlesarar á ráðstefnunni muni vafalítið fjalla um þetta og vonandi gefa áheyrendum dæmi um hvernig hægt sé að koma skilaboðum á áhrifaríkan hátt til neytenda með farsímum, samfélagsvefjum og fleiri slíkum miðlum. Gunnar bætir því við að vissu- lega hafi harðnað á dalnum í aug- lýsinga- og markaðsgeiranum, en nú sé ljóst að þeir sem héldu sínu striki séu að koma betur undan kreppu en þeir sem drógu úr markaðsstarfsemi. „Vissulega hafa fyrirtæki þurft að laga sig að breyttu ástandi frá því í lok árs 2008 hafa sum fyrir- tæki virkilega styrkt sína stöðu með öflugu markaðsstarfi og munu sannarlega njóta ávaxtanna þegar markaðurinn réttir úr kútnum. Öfl- ugt og markvisst markaðsstarf er svo sannarlega mikilvægur partur af verðmætasköpun fyrirtækja.“ Ráðstefnan hefst kl. 9 á Hilton Nordica og stendur til kl. 16. - þj Fagna aldarfjórðungsafmæli á Íslenska markaðsdeginum Opni háskólinn í HR og viðburða- og hvata- fyrirtækið Practical kynna nýtt samstarf sitt í Opna háskólanum við Menntaveg eitt milli klukkan hálffimm og fimm á morg- un fimmtudag. Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Opna háskólans, segir í tilkynningu að sam- legðaráhrif fyrirtækjanna séu mikil, Opni háskólinn hafi frá stofnun einbeitt sér að endurmenntun og fræðslu fyrir íslensk fyr- irtæki en Practical getið sér gott orð fyrir hópefli og starfsdaga. Áhersla verði lögð á „lifandi vinnustof- ur“, fyrirlestra og hópefli þar sem þátttak- endur taki virkan þátt í dagskránni í stað þess að vera í hlutverki áhorfenda. Meðal annars á að bjóða upp á vinnustofur um ár- angur undir álagi, árangursrík samskipti og eflingu stjórnendateyma. - óká Lifandi vinnustofur og hópefli Opni háskólinn og Practical taka höndum saman. GUÐRÚN HÖGNADÓTTIR F Y R I R TÆ K I Ð Nýtt fjarskiptafyrirtæki að nafni Hringdu tók til starfa í síð- asta mánuði og stefnir að því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á ódýrari valkosti í internetþjón- ustu og heimasíma. Frændurnir Davíð Fannar Gunnarsson og Ját- varður Jökull Ingvarsson stofn- uðu Hringdu eftir að hafa áður reynt fyrir sér með fyrirtækið callit.is, sem sérhæfir sig í ódýr- um símtölum til útlanda. „Það má segja að hugmynd- in að Hringdu hafi sprottið út frá því,“ segir Játvarður í sam- tali við Markaðinn. „Við fórum að skoða það verð sem var í boði á markaðnum og sáum að við gætum boðið upp á internet-þjón- ustu og heimasíma á góðu verði.” Hringdu nýtir sér dreifikerfi Símans, en er að öðru leyti óháð öðrum fyrirtækjum á markaðn- um. Játvarður segir að lykillinn að því að lítið fyrirtæki, nýtt á markaði, geti boðið betra verð sé takmörkuð yfirbygging og elja. „Við vinnum bara fjórir hjá fyrirtækinu eins og er, og erum að fram á öll kvöld. Þannig erum við að láta þetta ganga.“ Hann segir viðbrögðin hafa komið þeim nokkurn veginn í opna skjöldu og þeir hafi þurft að hafa sig alla við til að sinna við- skiptavinum. „Þetta byrjaði með miklum látum hjá okkur, en við leggjum mikla áherslu á að geta sinnt okkar kúnnum. Það skiptir meira máli að sinna okkar fólki vel heldur en að sprengja sig á kostnað þjónustunnar strax í upp- hafi.” - þj Áherslan á þjónustu Hringdu er nýtt fyrirtæki á íslenska fjarskiptamarkaðnum. BJÓÐA BETUR Þeir Játvarður og Davíð halda ótrauðir inn á fjarskipta- markaðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Til leigu Skrifstofuhúsnæði á besta stað í Reykjavík Nánari upplýsingar eru veittar í síma 692 2323 eða 692 0900. Til leigu er skrifstofuhúsnæði að Rauðarárstíg 27. Um er að ræða húsnæði á fjórum hæðum sem leigist út að hluta til eða í heild. Á jarðhæð til leigu 333 fm. 2. hæð samtals 479 fm. 3. hæð samtals 479 fm. 4. hæð samtals 479 fm. Gott aðgengi og næg bílastæði bakatil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.