Fréttablaðið - 02.03.2011, Blaðsíða 37
H A U S
MARKAÐURINN
U T A N D A G S K R Á R
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2011
VIÐSKIPTI Helgi Rúnar Óskarsson
hefur tekið við starfi forstjóra Sjó-
klæðagerðarinnar 66°Norður af
Halldóri G. Eyjólfssyni.
Fyrsta verk Helga sem forstjóra
var að fara til Þýskalands á ISPO,
stærstu sölusýningu íþrótta- og
útivistarvara í Evrópu, að því
er fram kemur í tilkynningu
66°Norður.
Helgi Rúnar er viðskiptafræð-
ingur, útskrifaður frá San Diego
State University árið 1993. Síðustu
tvö ár hefur hann starfað sem
sjálfstæður ráðgjafi. - óká
Nýr forstjóri 66°Norður:
Fyrsta verkið
Þýskalandsför
HELGI RÚNAR ÓSKARSSON Nýr
forstjóri 66°Norður.
G A M L A M Y N D I N
NÝJASTA NÝTT Eggert Hauksson, Sigurður B. Stefánsson og Baldur Guðlaugsson,
stjórnarmenn í Ávöxtunarfélaginu, og Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Kaupþings,
kynntu nýjungina á vormánuðum 1985. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
Upphaf nýrra tíma:
Einingahlutabréf leyfa almenningi
að spila með í verðbréfaviðskiptum
Ekki er ýkja langt síðan nær hver
Íslendingur stökk á tækifærið til
að drýgja tekjurnar með því að
koma sínu fé í hendur alls konar
sjóða sem tóku að sér að ávaxta
eyrinn með fjárfestingum í verð-
bréfum eða hlutabréfum.
Illa fór hjá mörgum í framhald-
inu enda var ekki mikil reynsla
að baki þess háttar viðskiptum.
Það var árið 1985 sem Ávöxtun-
arfélagið og Kaupþing buðu fyrst
upp á hin svokölluðu eininga-
hlutabréf sem opnuðu almenn-
ingi leið inn á markaðinn. Pétur
Blöndal, þáverandi framkvæmda-
stjóri Kaupþings, sagði í blaða-
viðtali að með þessu væri „leyst-
ur vandi þeirra sparifjáreigenda
sem hvorki hafa nægt fjármagn,
tíma eða sérþekkingu til að taka
þátt í verðbréfakaupum“ en vildu
engu að síður ávaxta fé sitt vel og
örugglega.
Allt var gert til að auðvelda
áhugasömum inngöngu á mark-
aðinn þar sem hægt var að kaupa
einingaskuldabréf í gegnum
póst. Þú sendir bara ávísun og
fékkst svo bréfið sent til baka í
ábyrgðar pósti. Gerist varla ein-
faldara. - þj
Skráning er hafin í síma 444 5090
NORDICASPA
4 vikna
www.nordicaspa. is
Handklæði
og herðanudd
í pottunum
Námskeið
hefjast 7. mars
Verð: 34.900