Fréttablaðið - 02.03.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.03.2011, Blaðsíða 4
2. mars 2011 MIÐVIKUDAGUR4 Í frétt blaðins í gær um heimgreiðslur til barnafjölskyldna í Reykjavík mis- ritaðist kostnaður borgarinnar vegna 2ja ára leikskólabarna. Hann er 160.000 krónur á mánuði en ekki ári. LEIÐRÉTTING VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 14° 7° 5° 3° 9° 7° 2° 2° 18° 8° 13° 8° 24° -1° 9° 15° -1° Á MORGUN 8-15 m/s. FÖSTUDAGUR 5-10 m/s. 7 -5 4 4 4 0 0 3 2 -1 3 9 7 7 7 6 8 12 9 7 9 6 5 5 6 3 3 0 -1-2 3 FÍNT UM TÍMA Ágætis veður víðast á landinu í dag en gengur í hvassa sunnanátt um vestan vert landið með slyddu eða rigningu seint í kvöld. Á morgun verður stíf suð- vestanátt með úrkomu sunnan- og vestanlands en úrkomlítið norð- austan til. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Fiskverð hækkað Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í gær var ákveðið að hækka verð á slægðum og óslægðum þorski og slægðri og óslægðri ýsu, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seld til skyldra aðila, um fimm prósent. Jafnframt var ákveðið að hækka verð á karfa um sjö prósent. Verð þetta gildir frá og með 1. mars 2011. SJÁVARÚTVEGUR REYKJAVÍKURBORG Útsvar í Reykja- vík mun hækka úr 14,4 prósent í 14,48 prósent 1. júlí næstkom- andi. Borgarstjórn samþykkti þetta í gær með tíu atkvæðum meirihluta fulltrúa Besta flokks- ins og Samfylkingar innar og með atkvæði fulltrúa Vinstri grænna. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins greiddu atkvæði á móti. Með hækkuninni er útsvar í höfuðborginni komið upp í það hámark sem leyfilegt er sam- kvæmt lögum. Hækkunin á að skila borgarsjóði um 115 millj- óna króna tekjuauka á síðari hluta þessa árs. - gar Álögur á borgarbúa hækka: Útsvarið fer í 14,48 prósent GENGIÐ 01.03.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,399 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,52 116,08 188,26 189,18 159,86 160,76 21,439 21,565 20,638 20,760 18,328 18,436 1,4061 1,4143 181,71 182,79 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is fyrir 12 mánaða og eldrihipp.is Við lífrænt FRÉTTASKÝRING Mun ríkið lækka eldsneytisgjöld til að mæta verðhækkunum? Starfshópur fjármálaráðuneytis um viðbrögð við verðhækkunum á eldsneyti mun skila fyrstu til- lögum sínum hinn 1. apríl næst- komandi. Það var ákveðið á fundi ríkisstjórnar í gær, en hann verður skipaður fulltrúum úr fjármálaráðuneyti, innanríkis- ráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og umhverfisráðuneyti. Hópurinn mun kanna og meta verðþróun á eldsneyti og áhrif á þróun flutningskostnaðar og sam- gangna. Þá verður rýnt í hvernig auknar tekjur ríkissjóðs af elds- neyti megi nota til að niðurgreiða flutningskostnað, og almennings- samgöngur í samstarfi við sveit- arfélög og efla hlut innlendra vist- vænna orkugjafa. Lokaskýrsla hópsins skal berast fyrir gerð næstu fjárlaga. Eldsneytisverð er nú í sögu- legu hámarki hér á landi þar sem bensín lítrinn er á um 227 krón- ur þar sem hann er dýrastur og lítrinn af dísilolíu er á tæpar 232 krónur. Síhækkandi heimsmark- aðsverð á olíu er stór áhrifavald- ur, en einnig hefur verið deilt á álögur íslenska ríkisins. Rúmur helmingur af andvirði hvers bensínlítra sem seldur er rennur í ríkis sjóð í formi skatta og gjalda, en þar munar sérstaklega um virðisaukaskatt sem leggst ofan á önnur gjöld og veldur þannig hlut- fallshækkunum. Samkvæmt tölum fjármálaráðu- neytis má rekja um 58 prósent hækkana á bensíni frá því í des- ember síðastliðnum til hækkana á sköttum og gjöldum. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði fjármálaráðherra á þingi á mánudag hvort mögulegt sé að gjöld verði lækkuð tímabundið til að vinna gegn hækkunum á eldsneytis verði. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra svaraði því til að ekki væri hægt að gefa sér að hækkanirnar væru tímabundnar og því þyrfti að skoða málin í heild sinni með stofnun starfshópsins. „Ég viðurkenni fúslega að haldi verðþróun á innkaupsverði af þessum toga áfram hlýtur að koma til greina að mæta því með ein- hverjum hætti því að það er ekki ætlunin að láta virðisaukaskatt leggjast ofan á endalaust hækk- andi vöruverð.“ Ráðherra tók þó fram að opin- berar álögur hér á landi væru síst minni hér á landi en annars stað- ar. Svíþjóð trónir þar á toppnum, en 57 prósent af andvirði hvers bensín lítra og 56 prósent af hverj- um olíulítra renna í ríkissjóð í formi skatta. Þá hafi skattheimtuhlutfall hér á landi verið mun hærra á árum áður og náði hámarki árið 1999 þegar hlutfall skatta af útsöluverði nam 72 prósentum. thorgils@frettabladid.is Boða aðgerðir vegna eldsneytishækkunar Ríkisstjórnin skipar starfshóp til að meta viðbrögð við verðhækkunum á elds- neyti. Skilar fyrstu tillögum 1. apríl. Bensínverð í hámarki og helmingur rennur í ríkissjóð. Hærra verð og skattahlutfall víða í nágrannalöndunum. 75 70 65 60 55 50 45 40 35 30 0% Skattar sem hlutfall af útsöluverði bensíns og dísilolíu 1997-2011 Hlutfall skatta af eldsneytisverði lækkaði jafnt og þétt fram að hruni, en núverandi ríkisstjórn hækkaði eldsneytisgjöld og setti á kolefnisgjald um síðustu áramót. Hlutfall hefur haldist í kringum 50% en innheimt upphæð á hvern seldan lítra hefur stigið jafnt og þétt með hækkun útsöluverðs. Þróun skattlagningar á eldsneyti 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 Heimild: Fjármálaráðuneytið Bensín Dísil ALÞINGI Fram er komið frumvarp sem veitir Íbúðalánasjóði heimild til að færa niður veð- kröfur á hendur einstaklingum í 110 prósent af verðmæti fasteignar. Með því er sjóðnum veitt nauðsynleg lagastoð til að taka þátt í aðgerðum stjórnvalda vegna skulda- og greiðsluvanda heimilanna. Drög að samkomulagi stjórnvalda og fjár- málastofnana um aðgerðir voru undirrituð í byrjun desember á síðasta ári og verklags reglur ákveðnar um miðjan janúar. Þá var ekki talin þörf á að breyta lögum um Íbúðalánasjóð. Síðar kom í ljós að slíkrar breytingar þyrfti við. Frumvarpinu fylgja löng greinargerð og fylgiskjal frá fjárlagaskrifstofu fjármála- ráðuneytisins. Í þeim er meðal annars fjallað um afskriftaþörf Íbúðalánasjóðs, margar tölur nefndar í því sambandi og ýmsir fyrirvarar gerðir. Í greinargerðinni segir að kostnaður við niður færslu sjóðsins vegna aðgerðanna sé áætl- aður tæpir 22 milljarðar en í áætlunum sjóðsins sjálfs komi fram að líklega kunni kostnaðurinn að verða lægri, jafnvel fimmtán milljarðar. Í umsögn fjármálaráðuneytisins segir að Íbúðalánasjóður áætli að afskriftaþörf vegna frumvarpsins geti að hámarki orðið um 27 millj- arðar. Segir jafnframt að endanlegar tölur um afskriftir vegna þessa úrræðis muni ekki liggja fyrir fyrr en seint á árinu. - bþs Íbúðalánasjóði veitt heimild til að mæta skulda- og greiðsluvanda heimilanna: Afskriftaþörf Íbúðalánasjóðs enn óljós KÍKT Á ÚRVALIÐ Heimild Íbúðalánasjóðs til niðurfærslu lána eiga að ná til viðskipta sem voru gerð fyrir árslok 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FJÁRMÁL Ingibjörg S. Pálmadóttir segist hafa gert upp allar skuldir sínar við Landsbankann. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ingibjörg sendi frá sér í gær vegna frétta af yfirtöku skila- nefndar Lands- bankans á íbúð í New York. Sú íbúð var skráð eign Ingibjarg- ar. „Undirrituð hefur gert upp allar sínar skuldir við Lands- bankann með samkomulagi um eignir og peningagreiðslur. Umrædd íbúð í New York er hluti af því uppgjöri. Þá er rétt að komi fram, að Landsbanki Íslands var ekki með veð í nefndri íbúð sem er partur af uppgjörinu,“ segir í yfirlýsingu Ingibjargar. Hún er stærsti einstaki eigandi 365 miðla sem gefa út Fréttablaðið. - gar Ingibjörg S. Pálmadóttir: Skuldauppgjör við Landsbanka INGIBJÖRG S. PÁLMADÓTTIR FÓLK „Af hálfu skólans eru þau ummæli sem þarna eru höfð eftir fordæmd og skiptir engu máli hvort þau eru sett fram í gamni eða alvöru,“ segir skóla- stjórn Flens- borgarskóla, sem áminnt hefur kennar- ann Baldur Her- mannsson fyrir ummæli á bloggsíðu sinni. Baldur vék þar að máli nímenn- inganna sem ákærðir voru fyrir meinta árás á Alþingi. Stakk Baldur upp á því að fólkið yrði sett í gapastokk eða búr. „Og sýna kellingunum kynferðislega áreitni. Ekki má gleyma því,“ bætti menntaskólakennarinn við og hefur nú fengið formlega áminningu fyrir vikið. - gar Skólastjórn harmar ummæli: Áminntur fyrir bloggfærslu BALDUR HERMANSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.