Fréttablaðið - 02.03.2011, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 02.03.2011, Blaðsíða 39
Gott samband skiptir öllu SIMMI OG JÓI Hin vel útfærða markaðssetning félaganna á Fabrikkunni – sem skilaði þeim útnefningu ÍMARK sem Markaðsmenn ársins 2010 – og ljúffengir hamborgararnir hafa haldið þeim rækilega uppteknum síðan staðurinn opnaði síðastliðið vor. Ódýrt með mikla möguleika „Þegar við vorum að starta Fabrikkunni var það ófrávíkjanlegt sjónarmið að fara hag- kvæmustu leiðina á öllum sviðum,“ segir Jói. „Við blasti að okkur vantaði símkerfi sem væri ódýrt í upphafi en gæti engu að síður leyst allar okkar þarfir, og auk þess þurfti það að geta vaxið með Fabrikkunni ef til þess kæmi.“ Þeir Simmi leituðu ráða hjá Símanum og fundu út að heppilegasta lausn- in væri að fá leigt símkerfi og fara í VIST. Bara gaman – líka í símanum Á Fabrikkunni er lögð áhersla á að öll upplifun gesta sé skemmtileg og barnvæn. Simmi bendir á að þá hafi frá upphafi langað til að viðskiptavinir fengju stemmninguna beint í æð strax við að hringja. „Símtalið er oft fyrsti snertiflötur viðskiptavinarins við okkur og því vildum við að tónninn yrði gefinn þegar á þeim tímapunkti,“ bendir hann á. „Þetta leystum við með svarvél þar sem meðal annars er hægt að heyra veðurspá og hlusta á Michael Bolton, auk þess að fá samband við skrifstofu og borðapantanir. Okkar metnaður er að stemmningin hér inni skili sér eins og hægt er í öll samskipti og kynningarstarf sem unnið er í nafni Fabrikkunnar.“ Allir með á nótunum Vegna vinsælda staðarins er starfsfólk í salnum oftast á þönum. Einhvern veginn þarf þó að koma því við að hægt sé að ná sambandi við þjónana án fyrirvara ef eitthvað kemur upp á sem þolir enga bið. „Það sem við þurfum er þráðlaus sími fyrir salinn. Lausnin á þessu er í rauninni einföld; við tengdum GSM síma inn í kerfið okkar í stað þess að setja upp marga senda innan staðarins.“ Það hringir stöðugt Þeir félagar leggja áherslu á að huga þurfi vel að samskiptunum út á við. „Fabrikkan er, þvert á það sem við áttum von á, að þróast í borðapantanastað. Símhringingum í 5757575 fjölgar dag frá degi sem og pöntunum á fabrikkan@fabrikkan.is. Þessi þróun kom aðeins aftan að okkur í fyrstu og nú erum við að vinna í ferlunum okkar til að lágmarka brottfall símtala. Það er nánast hringt stöðugt allan daginn.“ Hamborgarafabrikka þeirra Simma og Jóa er vafalaust einn vinsælasti veitingastaður landsins. Margir ólíkir þættir þurfa að ganga upp til að ná þeim árangri – ekki síst gott samband við viðskiptavini. við að greina Ráðgjöf Á grundvelli greiningarinnar veittu þeir ráðgjöf um upplýsingatækni og fjarskiptalausnir. Markmiðið var, eins og ævinlega, að fyrirtækið fengi hvorki meiri né minni þjónustu en það þarfnaðist og að rekstrarhagræðið yrði sem mest. Sveigjanleiki VIST gerir ráð fyrir að lausnirnar geti þróast og stækkað með fyrirtækinu. Auðvelt er að bæta við og breyta samsetningu þjónustunnar eftir því sem fyrirtækið sjálft breytist. Lausnir fyrir Fabrikkuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.