Sameiningin - 01.06.1927, Blaðsíða 5
163
Gangi þá allir íslenzkir Canada-menn fram fyrir
Drottin á þjóðliátíðinni, gefi honum dýrðina og biðji
um ríkulega blessun hans yfir landið sitt unga og góða.
Allir ættum vér að kunna þjóðsönginn fagra:
“0, Canada, our home and native land,
True patriot love in all our sons command.
With giowing hearts we see thee rise
'The true North, strong and free.
We stand on guard, 0, Canada,
We stand on guard for thee.
O Canada, 0 Canada,
We stand on guard for thee.”
—B. B. J.
Ríki og kirkja.
Það hefir alla daga verið vandamál, að ákveða vé-
bönd hvors urn sig, ríkis og kirkju, og afstýra árekstri.
Stundum hefir orðið að verja ríkið fyrir kirkjunni, en
stundum kirkjuna fyrir ríkinu. Er það löng saga, og
með köflum óifögur. Augljóst er, að Kristur ætlaðist til
að félag játenda hans væri frjálst og ríkinu óháð; og
ekkert gat verið kenningu hans og anda 'f jær en það, að
kirkjan tæki sér veraldlegt vald í hendur. En svo fór
sem fór og sagan sýnir. Síðan um siðbót hefir þó smám
saman færst í upprunalegt horf með aðstöðu ríki.s og
kirkju. Upp úr seinasta stríðinu slitnaði kirkjan í
Norðurálfu víða algjörlega úr tengslum ríkisins. Þar
sem kirkjan er enn áföst ríkinu, gengur sumstaðar frem-
ur erfiðlega. Af bæklingunum síðustu, sem borist hafa
frá íslandi, má virðast, að sá eigi enginn sjö dagana
sæla, sem stjórna á að ríkislögum kirkjumálum þar, svo
margskonar andleg kirkja, sem risin er upp í landinu.
r Ameríku hafa ríki og kirkja jafnan verið aðskil-
in. Hvert kirkjufélag annast sjálft sig að öllu leyti og
ríkið skiftir sér ekkert af neinu þeirra. En þó undar-
legt megi virðast, þá er nú aðskilnaðurinn að verða að
vandamáli í Ameríku. Það eru uppeldismálin, sem
valda því. í barnaskólum ríkisins og æðri mentaskólum