Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1927, Page 8

Sameiningin - 01.06.1927, Page 8
-£BKBKBKBKBKBKBKBKBKBKBKBKHKBKBKBKBKhKBKBKBKBKB!B?-ö Vinar-torrek. “Prýðin þín, ísrael, liggur vegin á fjöllum þínum. Segið eigi frá því í Gat, kunngjörið það eigi á Askalon-strætum.—■ En að hetjurnar sk}ddu falla í bardaganum, —Jónatan liggja veginn á hæðum þínum! Sárt trega eg þig, bróðir minn Jónatan, mjög varstu mér hugljúfur.”—II. Sam. I, 19. Þú varst fremstur okkar allra. Hvort sem var að leikj- um í æsku, eður í stórræðum starfsáranna, varst þú ávalt leiðtoginn. Þú varst svo djarfur og hreinn. Þú vildir jafnan láta vitið ráða, en ekki fum og fimbul- famb taumlausra tilfinninga. Þó varstu viðkvæmur í hjarta og trúfastur vinur. Það er sárt að sjá þér á bak. Þú varst fremstur þinna þjóðbræðra vestan hafs. Þú innrættir okkur ást til landsins, sem Guð gaf okkur. Þú barðist eins og hetja fyrir heil) þjóðarinnar ungu. Þú braust í gegnum myrkviðu erfiðleikanna upp á sigurhæðir. Allir höfum við auðgast af þér. Nú erum við fátækir, af því þú ert farinn. Þú elskaðir Guð. Frelsara þínum treystir þú af öllu hjarta. Þú lézt þér hvergi bregða, þegar kallið kom. Þú varst jafnvel meiri hetja í dauðanum, en þú hafðir verið í lífinu. Það var dýrlegt, en þó sárt, að sjá þig deyja. Nú hefir starfsvið þitt stækkað, útsýnið aukist, við- fangsefnið orðið háleitara. Óefað átt þú mikið verk fyrir höndum í eilifðinni. “Veit eg, er heimtir sér hetju úr harki veraldar foringinn tignar, því fagna fylkingar hirnna.” Aldrei gleymum við þér. B. B. J.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.