Sameiningin - 01.06.1927, Blaðsíða 9
16y
Þarfasta iðjan.
í “kverinu”, sem við hin eldri lærðum flest eða öll
í æsku, stóð þessi g-rein:
“Bænin er vor. þarfasta iðja; því að hún losar
- hjatað við lieiminn, en dregur það að Guði, veitir oss
styrk í veikleikanum og huggun í hörmungunum,
styður trú vora og eflir elsku vora til Guðs.”
Hvað sem sagt vei’Sur um “ kver-lærdóm ” og’ hvern
dóm, sem menn fella nú yfir gamla kverinu okkar, þá er
það víst, að liolt hefir os.s verið að setja á minnið þessa
grein; og svo er þar vel sagt frá blessun bænarinnar, að
þau orÖ falla aldrei úr gildi.
Hér er það staðhæft skýrum orðum, að bænin sé vor
þarfasta iSja, — ekkert, sem við aðhöfumst, sé jafn-
nytsamlegt eins og bænin; ekkert sé okkur jafn-ómiss-
andi eins og bænin; við getum lifað nærri því án alls
annars, en án bænarinnar fáum við ómögulega lifað.
Höfundur orða þessara í lærdómskveri barnanna
færir rök fyrir þessari staðhæfing sinni og styður þau
rök með orðum Krists og po.stula laans. Nytsemi bæn-
arinnar er fitskýrð frá þrenskonar sjónarmiði:
1. Bænin losar Jij'artað við keiminn, en dregur það
að Guði.
Því meiri lífsreynslu, sem við fáum, því meir finn-
um við til þess, hve það er okkur ómissandi að losa
hjörtu okkar sem oftast við heiminn, .svo við getum varð-
veitt þau hrein og lieit. I heiminum óhreinkast hjörtun
og kólna fyrir daglega umgengni við böl og syndir.
Yerðum við því öll að eiga okkur þann helgidóm, þar sem
við fáum laugað hjörtu okkar og vermt þau. Sá helgi-
dómur er bænin, því “hún dregur oss að Guði”. Guðleg
áhrfin bæði helga hjörtu okkar og verma þau. Án þeirra
áhrifa fáum við ekki lifað góðu og réttlátu lífi. 1 þessum
helgidómi þurfum við sem oftast að vera einir hjá Guði,
þar sem ekkert glepur huga okkar. Einhverja slíka
bænastund ætti hver kristinn maður að eiga á hverjum
einasta degi. Sfi stund ætti aÖ vera honum jafn-ómiss-