Sameiningin - 01.06.1927, Blaðsíða 11
i6o
Og skilningur okkar á bæninni er næsta ófullkominn. Þá
nefnd er bæn, gildir það fyrir flestum sama og það, að
maður biður Guð að gefa sér einhvern hlut, eða styrkja
sig til sigurs í einhverju. Því miður er oft beðið ein-
ungis í eigingjörnum tilgangi. Það er leitað til Guðs af
eigingjörnum hvötum. Margir biðja einungis í einhvers-
konar gróðaskyni, — biðja, af því þeir eru í vanda stadd-
ir, eða af löngun til þess að koma einhverju sínu fram.
Hvötin til þess að biðja er þá raunar ekki annað en
sjálfselska. Og sé það í rauninni ekki annað en sjálfs-
ást og eigingirni, sem er undirstaða bænarinnar, þá er
ekki að vænta mikils arðs eða ánægju af .bæninni.
Bænin er um fram alt einlæg hjartans viðleitni til
þess að ná samræmi við Guð, — eignast guðlegar hugs-
anir, sveigja vilja sinn og lund undir áhrif Guðs, horfa
á Guð og hlusta á hann. Alt manns eigið víkur þá fvrir
því, sem Guðs er. Þá getur maður rólegur bæði viijað
og sagt:
“Pari sem vill hér um mig og hvað mitt er,
Mér er í hjartanu’ að eiga þig nóg;
Eigi eg, Drottinn minn, þig og hvað þitt er,
Þá lifi’ eg glaður og andast í ró.”
Þetta var sá andi, sem auðkendi bænaiiíf Drottins
vors Jesú Krists: samræmið við Guð og undirgefni
undir vilja hans. Alt hugarfar Jesú er falið í bænar-
orðunum hans í gra.sgarðinum: “ekld, sem eg vil, held-
ur sem þú vilt. ” Jesús áminti okkur um að biðja í sínu
nafni. Bænin í Jesú nafni er það hvorttveggja, að mað-
ur fulltreystir Jesú og verðskuldun hans, leitar til föð-
urins þann veg, sem Jesús lagði og er; og hún er í anda
Jesú, — maður biður með sama hugarfari og Jesú. Og
þá að eins er maður hæfur til þess að verða bænheyrzl-
unnar aðnjótandi. Þá höfum við það fyrirheiti, að fað-
irinn veiti okkur alt, sem við biðjum hann um, í Jesú
nafni. Við biðjum í Jesú nafni, og faðirinn bænheyrir
í Je.sú nafni. Jesús er sem andardrátturinn í bæninni
og óslítandi þátturinn milli okkar og Guðs föður.
Það er helgun sú, sem hugarfar okkar og hjarta fær
í bæninni, sem mestu varðar. Hver bænarstund á að