Sameiningin - 01.06.1927, Síða 14
172
kona eins drykkjurútsins, sem læknirinn selur brennivín, stendur í
fjörunni og stappar i síldartunnu jafnt eftir er hún er jóösjúk orÖ-
in. Brynhildur leitast viÖ að hjúkra börnum hennar, en er konan
fær það a<5 vita, verður hún ofsareið, formælir lækninum, rnági
Brynhildar, og segir bölvandi frá, hvernig hann hafi steypt manni
sínurn og flestum öðrum í hyldýpi óláns og spillingar. Brynhildur
fær síðan með eigin augum að sjá niður í kjallara samkomuhúss-
ins, sem mágur hennar hefir reist og dansað er í og drabbað á
kvöldin. Kastar svívirðingin þar svo tólfurn, að ekki má hér segja
frá. Þær systur skiftast orðum og þeim beiskum. Endar með því,
að læknisfrúin kastar því framan í systur sína, að henni farist ekki
aS tala, þar sem hver biti, sem ofan í hana hafi farið alla æfi, hafi
keyptur verið fyrir rangfenginn auð. Út af þessum ummælum
fyllist sál Brynhildar angistar og hryllilegu hugboði um, að ekki
sé alt með feldu með auð föður síns. Hún kemur til Reykjávíkur
án þess að hennar sé von. Við bryggju eru engir kunnugir,
nerna ungur maður, skólabróðir Brynhildar, er Jón hét, og kall-
aður var Kubbur, gáfaður, kaldhæðinn jafnaðarmaður. Hann
fylgir Brynhildi heim og fær hana til að koma meö sér á kaffihús.
Þar segir hann henni tíðindin, sem gerst höfðu í Reykjavík. Mað-
ur hafði verið myrtur út við sjó. Bílstjóri i þjónustu Sveins út-
gerðarstjóra hafði verið tekinn fastur og kærður um morðið, en
bæjarfógetinn, faðir Brynhildar, hafði látið hann lausan. Sveinn
titgerðarstjóri var einhver bezti vinur Brynhildar, hafði ávalt fús-
lega gefið henni fé til líknarverka hennar, var allra manna guð-
hræddastur og talinn sannur dýrlingur af alþýðu. Hann var stór-
ríkur maður. Nú segir Jón Brynhildi það, að á lausn morðingj-
ans standi þannig, að Sveinn sé vinsmygill og tollsvikari, sem á því
græði að lauma inn í landið brennivíni og öðrum vörum óleyfilega,
Hefði rannsókn farið frarn í morðmálinu, þá hefði komist upp um
Svein. En Sveinn hafi farið til bæjarfógetans og skipað honum
að láta málið falla niður, og honum hafi verið það innan handar
að kúga hann til þess, því bæjarfógeti skuldi honum 50,000 krónur.
Jón vill að Brynhildur reyni að bjarga föður sínurn, því hann sé
í rauninni góður maður og muni kveljast af samvizkubiti. Bryn-
hildur er steinilostin. Hún hraðar sér á fund föður síns. Finnur
hann beygðan og brotinn. Vill fá hann til að tala við sig um þetta
mál alt, en hann fær sig ekki til þess. Hann biður hana að fara
til mömmu sinnar. Hún gerir það. “Hann er að hugsa um
mömmu,” segir hún á leiðinni upp stigann og skilur að alt, sem
þessi aumi maður hefir barist fyrir alla æfi, er að sjá konu sinni
fyrir hefðarstöðu og allsnægtum. Brynhildur er heima um nótt-