Sameiningin - 01.06.1927, Síða 15
173
ina. ÞaS er ógurleg nótt. Hér fylgir XII. kaflinn í sögunni, sem
lýsir þeirri voðalegu nótt:
“Mér finst það eitt af undraverkum, að sú nótt, sem þá fór í hönd,
skyldi nokkru sinni líöa. Menn hafa glímt viö Guö heilar nætur og
unnið sigur. Þaö hafa eflaust veriö langar nætur og erfiöar.
En eg 'glímdi ekki þessa nótt. Sál mín átti ekki neinn þrótt í
nokkra glímu. Sál mín var ekkert annað en leikvöllur, uppblásinn af
stormviðri æstra tilfinninga, þar sem hinar ægilegustu hugarsýnir
þutu um fram og aftur. Eg hafði ekki hemil á neinu. Mér kom ekki
dúr á auga þá nótt.
Eg hafði til skamrns tíma lifað í björtum heimi. Þar var að vísu
fátækt og margvíslegt böl annað. En yfir alt það böl breiddi algóður
Guð blessun sína. Þar haföi eg ákveðið mér það hlutskifti, að birta
hinum bágstöddu hjálpsemi og fórnfýsi þeirra manna, sem Guð hafði
látið hina veraldlegu fjármuni í hendur. Og sú hjálpsemi knúði
hjarta hins bágstadda, til þakklætis og í hjarta hanj ómaði lofgerðar-
óður til föðursins á hæðum fyrir það, að hann hafði verið nálægur
í þrengingunni og sent huggun og hjálp i neyðinni.
Þessi heimur var ekki lengur til. Eg var komin í annan, þar sem
eg vissi ekkert, hvert halda skyldi, eða hvort eftir nokkru verðmæti
væri nokkurstaðar að keppa.
Maður var myrtur til fjár. Morðinginn var í óleyfilegri þjónustu
hjá einu stórmenni höfuðstaðarins og sá átti sóma og æru undir
tungurótum hans. Þessi maður átti stórfé hjá bæjarfógeta. Þess-
vegna varð bæjarfógetinn að gefa morðingjann lausan og láta allar
sakir á hendur honum niður fa'lla.
Eg hugsaði ekki. En eg sá hverja myndina af annari úr lífi mínu
í þjónustu þess háleita starfs, sem eg hafði ákveðið að helga krafta
mína. Einn af þeim, sem gefur til hjálpar olnbogabörnum mannlífsins,
það er pabbi. Enginn vafi er á því að hann gefur rausnarlega. En
hann á ekki peningana sem hann gefur. Han-n fær þá lánaða og get-
ur ekki borgað þá með öðru en því að láta glæpum óhegnt og lagabrot
leika lausum hala.
Eg ven komur mínar inn á skrifstofu Sveins útgerðarstjóra.
Engan er eins gott heim að sækja og hann. Hann er svo glaður
þegar honum er gefinn kostur á að leggja eitthvað að mörkum. til
hjálpar olnbogabörnum lífsins. Enginn leggur eins mikið fram og
hann. Hann tefur fyrir mér og talar við mig. H’ann er brennandi af
áhuga fyrir starfi mínu. Hann bendir á nýtt og nýtt, sem til bóta
megi verða.
Hann örfar mann í starfinu, öllum öðrum fremur. Hann hafði
svo oft talað um það við mig, hve óhamingja mannanna væri mikil.
Æðstu blessunina við að hjálpa bágstöddum taldi hann þá, að með
því gæti maður oftsinnis opnað hjarta hins þrengda manns fyrir kær-
leika Guðs. Undirstaðan að allri blessun sagði hann að væri sú, að
rnenn kæmu til Guðs í Jesú Kristi. M)ér hafði oft vöknað um augun