Sameiningin - 01.06.1927, Síða 20
i;8
andi hans leikur um oss. Svo hefir þeim vissulega einnig reynst
ástvinum Jesú. En þar sem tíminn breiðir smám saman blæju sína
yfir hjá oss og deyfir alt, aS minsta kosti um stund, þá fór þeim
ekki svo, heldur urðu minningarnarsifelt auðugri að lífi. Er
þeirri reynsiu rétt og fagurlega lýst með orðunum, sem eru lögð
Jesú í munn i Jöhannesar guðspjalli: “Andinn heilagi, sem fað-
irinn mun senda í mínu nafni, hann mun kenna yður alt og minna
yður á alt, sem eg hefi sagt yður!” Það, sem oft lætur um síðir
•straum minninganna hætta að renna hjá oss, varð þeim sterkust
hvöt til að muna—dauði ástvinarins. Dauði Jesú varð með þeim
hætti, að hann varpaði nýrri birtu yfir alt líf hans eins og fegurst
og tilkomumest sólarlag. Er þá sólin dýrlegust, er hún gengur til
viðar. Þeir gátu ekki annað, vinir Jesú, en mænt stöðugt vestur
til Golgatahæðar. Þar hafði guðleg hetja gefið upp andann.
Hann hafði aldrei vikið hið minsta frá því, sem hann kendi og
lifði fyrir. Hann hafði barist við öll myrkraöflin, sem lögðust
á móti, einhuga og djarfur, og hvergi hikað, þó það kostaði lifið.
Hann hafði þolað lcvöl og smán eins og glæpamaður og gengið
frjáls í dauðann á krossi. í andlátinu hafði hann hrópað til Guðs
og skilið þannig við með öllum kröftum sálar sinnar óskertum,
að heiðinn hermaður hlaut að votta, að hann væri sannlega Guðs-
sonur. Það var fullkomnað, sem hann hafði strítt fyrir. Dauði
hans var fórnardauði, er birti skýrast af öllu veru Guðs og vilja.
Því lengur, sem lærisveinarnir horfðu til krossins, því betur skildu
þeir, að þar myndi ráðning á dýpstu leyndardómum tilverunnar
og bezt svölun veitt mannshjartanu.
Og sólarlagið gaf þeim fyrirheit um bjartan og fagran dag,
er risi í austri að rnorgni. Sá dagur var altaf að renna upp yfir
þá. Fyrsta aftureldingin hafði bjarmað yfir garð Jóseps frá
Arímaþeu á páskadagsmorguninn. Jesús var ekki dáinn. Sumir
þeirra höfðu séð hann og heyrt hann tala og undursamlegur frið-
ur og fögnuður tekið að fylla hjartað: “Hvað grætur þú?”
Þeir höfðu huggast eins og við brjóst honum og sjónin varð aftur
hvassari, er augun höfðu áður verið lauguð tárum. Þeir urðu
allir sanfærðir um það, að hann væri á lífi og jafnan nálægur þeim
í anda. Dauði Jesú og upprisa verður þeim dýrlegasta guðsopin-
berunin. Guð lét hann ekki farast í dauðanum. Kraftur hans var
sterkari en alt. Jesús hafði unnið sigur á syndinni og myrkrunum,
einnig í hjörtum sjálfra þeirra. Hann hafði liðið réttlátur fvrir
rangláta, saklaus fyrir seka og sigrað. Þeir fundu það og skildu,
og var sannfæringin um það runnin úr djúpunum, þar sem mönn-
unum finst þeir vera eitt og liggja sjónarheimnum að baki. Dag-
urinn nýi reis á loft hærra og hærra. Alt lífið var að verða upp-