Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.06.1927, Side 22

Sameiningin - 01.06.1927, Side 22
i8o hefði mátt grát-a. Og á páskadaginn og næstu daga hefir þaÖ einnig safnast saman þar. Markús fylgist bæði með sorg þess og gleði. Hann heyrir það tala um hann lifandi og upprisinn, sem hafi gengið fús í dauðann fyrir mennina; Guð hafi vakið hann aftur og hafið til dýrðar með sér. Það er eins og endurskin frá þeirri dýrð láti birta yfir svip þeirra meir og meir. HúsiS er að fyllast lífi, sem hann aldrei áður hafði orðið var hjá mönnunum. Hann sér, hvernig þeir eru að eignast kraft, sem ekkert muni fá staðist, líkt og Jesús sé ósýnilegur meðal þeirra og gefi þeim þrótt- inn. Hann horfir á páskahátíðina verða þeim að hvítasunnu, er þeir íklæðast anda og krafti frá hæðum. Fyrsti kristni söfnuður- inn myndast, og heimili þeirra mæðgina verður miðstöð hans. Þar koma menn saman, til þess að styrkja hverir aðra í trúnni á Drottin Jesú, minnast hans og brjóta brauðið. V. Á þessum samkomum kvað langmest að einum manni, sem venjulega hafði orð fyrir og gerðist þegar aðalleiðtoginn að vilja Jesu. Flann hafði verið Jesú harla kær og elskað hann aftur á móti af allri sinni sál. Hann hafði hrasað að vísu, en ekki var það fyrir kærleiksskort. Hann hafði fylt Jesú að staðaldri frá því er hann kallaði hann til starfa með sér frá netjunum við Genesaretvatnið—og nú séð hann fyrstur upprisinn. Það var Símon Pétur. Enginn gat sagt frá minningunum um Jesú eins og hann, áheyrendurnir horfðu í anda á viöburðina gerast og und- iraldan var alstaðar játningin mikla um Jesú: “Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.” Markús laðaðist að honum meir og meir. Hann átti honum mest að þakka allra manna. Andrúms- loftið nýja, sem hann lifði í, snerti dýpstu hjartarætur hans, end- urminningarnar um Jesú urðu honum líf og hann sá það, sem lærisveinarnir sáu, og fagnaði með þeim deginum í austri. Hann varð kristinn. Síðan kallaði Pétur hann son sinn. Og vináttan, sem tókst þar með þeim fiskimanninum frá Kapernaum og Jerú- salemspiltinum, hélst upp frá því og hefir orðið Markúsi bezti styrkurinn á æskuárum hans og mótað hann mest. Andlega lífið í söfnuði hans á næstu árum og áratugum var einnig framúr- skarandi heilbrigt og þróttmikið. Minningarnar um Jesú varð- veitast líkt og áður og vonirnar um endurkomu hans innan skamms lifa, enda þótt fyrstu lærisveinarnir taki nú að hníga í valinn. þeir fara aðeins á undan til móts við hann, en hinir, sem eftir standa, vilja fylgja þeim í anda og taka sér pálmaviðargreinar í hönd eins og lýðurinn, sem fagnaði innreið Krists í Jerúsalem. Jarðarfarir þeirra eru gleðihátíðir, pálmasunnudagur og undanfari hins eilífa

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.