Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1927, Page 28

Sameiningin - 01.06.1927, Page 28
Eg horfi þar á helga mynd, míns hjartakæra lausnarans, er leysti mig frá sekt og synd og sælu bjó mér himna ranns. Þú heilög ritning huggar mig, mér heilög oröin lýsa þín, sé Guöi lof, sem gaf mig þig, þú gersemin hin dýrsta mín.” — H. H. Þótt eg minnist á eina bók heilagrar ritningar sérstaklega aö þessu sinni, þá eru allar bækur biblíunnar vitanlega hver annari ágæt- ari. Andinn heilagi og sannleiks-oröiö frá Guöi fööur og Drotni vor- um Jesú Kristi, er tengitaugin og rauði lífsþráöurinn, sem gengur í gegnum þær allar frá upphafi til enda. Jóhannesar guöspall er blessuð bóik, því aö þaö er Jesú hjart- fólgnasti lærisveinn, og heyrnar og sjónarvottur aö dásemdum meist- ara síns, sem þar setur oss fyrir sjónir guödómseöli og almætti láusn- arans. “Orðið varö hold og bjó með oss fult náöar og sannleika.” Og: “oröiö var hjá Guöi og oröiö var Guö.” Þ'etta er dásamlegt. Drottinn Jesús Kristur er lifandi orö almáttugs Guös eða guödómur- inn sjálfur, lifgjafi og lausnari vor, syndugra og dauðlegra manna, ef vér veiturn hans lífsins oröi og heilaga anda viðtöku mieö sundur- krömdu og iörandi hjarta. Biblían vitnar aö vísu um Krist frá upphafi til enda. En Jóhannes- ar guöspjall og Opinberunarbókin eru þó sérstaklega órækir vitnis- buröir um guödóms og almættis kraft felsarans oss til handa, sem á hann trúum oss til sálu-hjálpar. “Ef þér etiö ekki hold mannsins sonar og drekkiö hans blóö, hafiö þér ekki lífiö í yöur.” (Jóh. 6, 53J. Þetta er þannig aö skilja: “Þau orö sem eg tala til yöar eru andi og líf.” (Jóh. 6, 63,). Samanber Opinberunarbókina (19,13) : “Og hans nafn er: orð Guös.” Langt mál væri hægt að skrifa um þessa blessuöu bók, Jóhannes- ar guöspjall, en þessi fáu orö veröa aö duga í þetta skifti frá minni hendi. —M. I. Frá trúboðunum, Ekki varð neitt úr fréttunum, því miður, sem eg bjóst við að geta látið birtast í apríl bl. Sam.; því dráttur varð á bréfum frá trúboð- unum, er stafaði af vesöld auk annríkisins, sem á var minst í síðustu fréttum. Á föstunni lögðust þau hjónin í “flú” og surrt börnin. Á pálmasunnud. var sr. O. orðinn svo hress að hann gat embættað, þó með mjög veikum kröftum. Bárust okkur þessar fréttir nú með bréfi nýkomnu, er sent var 16. maí. Með því komu skýrslur frá þeim til kirkjuþings, sem fólki mun þykja ánægja að heyra og lesa.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.