Fréttablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 2
15. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 KAUPMANNAHÖFN Þrír ungir menn eru látnir eftir röð ofbeldisverka í Kaupmannahöfn síðustu daga. Atvikin eru talin hluti af deilum glæpamanna af erlendum upp- runa. Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við morðin. Síðasta atvikið var þegar 19 ára piltur lést af sárum sínum aðfara- nótt mánudags, en hann varð fyrir skoti á götu úti á Norðurbrú á sunnudagskvöld. Þrír menn stukku út úr bifreið í Blågårdsgade og hleyptu af skot- um á hóp manna. Hinn látni, sem er danskur ríkisborgari af inn- flytjendaættum, fékk skot í bakið, en aðra sakaði ekki. Hin tvö tilvikin voru þar sem 24 ára íraskur maður fannst látinn af völdum stungusára við Kristjáns- höfn á laugardag og á fimmtu- dag lést 19 ára Sómali í skotárás í Husum-hverfinu þar sem tveir aðrir særðust, þó ekki lífshættu- lega. Morðið á sunnudagskvöld var fimmta skotárásin í Kaupmanna- höfn og nágrenni á einni viku og hefur lögreglan eflt mjög viðbún- að sinn síðustu daga. Mennirnir sem létust voru ekki þekktir glæpamenn, þótt þeir hafi verið viðloðandi glæpagengi. Sérfræðingar í málum tengdum þessum hópum segja að líklegast séu bæði fórn- arlömbin og gerendur und- irmenn í klík- unum. Alls óvíst er þó að árás- irnar tengist og óljóst er um hvað deilurnar snúast. „ É g h e l d meira að segja að þeir viti ekki einu sinni sjálfir hvað málið snýst um,“ segir Knud Hvass, yfirmaður glæpagengjadeildar lögreglunnar í Kaupmannahöfn við danska fjöl- miðla. Hann segir að ekkert bendi til þess að mótorhjólagengi eins og Vítisenglar séu viðriðin þessi mál. „Þetta eru innflytjendageng- in sem eru að berjast innbyrðis.“ Að sögn Magnúsar Sveins Jóns- sonar, námsmanns sem hefur verið búsettur í borginni síðustu misseri, reyna Íslendingar þar að láta þessi atvik sem minnst á sig fá. „Maður heyrir af og til af ein- hverjum skotárásum en persónu- lega breytir það litlu fyrir mig. Ég er ekki hræddur úti á kvöldin þótt ég búi niðri í miðbæ.“ Magnús bætir því þó við að fólk sé ef til vill á varðbergi á ferð um Norðurbrú að kvöldi til. „Ég hef samt aldrei persónu- lega séð neitt ofbeldi þar og vinir mínir sem búa í því hverfi hafa ekki miklar áhyggjur af þessu. Í mínum huga er þetta bara nokkuð friðsæl borg þótt auðvitað leynist misjafn sauður í mörgu fé.“ thorgils@frettabladid.is Klíkustríð kostar þrjú líf í Kaupmannahöfn Þrír ungir Kaupmannahafnarbúar hafa verið drepnir á innan við viku. Allir eru af erlendum uppruna. Fjöldi skotárása hefur verið í borginni síðustu daga. Íslenskur námsmaður segir að borgin sé þrátt fyrir allt friðsæl að mestu leyti. OFBELDISHRINA Fjölmörg mál tengd deilum glæpahópa hafa komið til kasta lögreglu að undanförnu. Þrír hafa látið lífið á innan við viku. MAGNÚS SVEINN JÓNSSON 13. mars 19 ára piltur skotinn til bana í Norðurbrú. 12. mars 24 ára gamall maður fannst látinn af völdum stungusára við Kristjánshöfn. 10. mars 19 ára piltur skotinn til bana á götu úti í Husum-hverfi. Tveir aðrir særast í árásinni. 7. mars Skotið að leigubíl þar sem þrír farþegar sleppa ómeiddir. 7. mars Maður særist á öxl í skotárás í Ishøj, skammt utan við Kaupmannahöfn. 7. mars Vitni greina frá skothvell- um í Austurbrú. Enginn særður, en lögregla fann skothylki á vettvangi. Skálmöld FÓLK „Ísland er alveg einstakt land. Ég heimsótti það og Græn- land í fyrra og var upp frá því staðráðinn í að fá tækifæri til að virkilega upplifa töfra þess,“ segir Suður-Afríkumaðurinn Riaan Manser, sem ætlar að gera sér lítið fyrir og hefja róður umhverfis landið 18. mars næst- komandi. Manser hefur glímt við ýmsar ævintýralegar aðstæður en kveðst þó ekki hafa tekist á við leiðangur af þessari stærðar- gráðu áður. Með í för verður erlent tökulið sem mun mynda ferðalagið. - rve / Allt í miðju blaðsins Suður-afrískur kajakræðari: Rær umhverfis landið að vori „ÍSLAND ER ALVEG EINSTAKT“ Manser hefur ekki tekist á við viðlíka verkefni áður. MYND/RIANN MANSE Oddur, var þetta ekki nógu rafmögnuð hugmynd? „Það er alveg nóg stuð í Glerá eins og hún er.“ Oddur Helgi Halldórsson er formaður bæjarráðs Akureyrar, sem hafnar hug- myndum fyrirtækisins Fallorku um tveggja megavatta virkjun í Glerá sem rennur í gegnum bæinn. JEMEN, AP Ráðist var á ríkisstjór- ann í Marib-ríki í Jemen á mót- mælafundi í gær. Ríkisstjórinn var stunginn í hálsinn. Auknu ofbeldi hefur verið beitt gagnvart mótmælendum í land- inu síðustu daga. Greint hefur verið frá því að lögreglan hafi notað táragas og skotvopn gegn mótmælendum og sex létust í höf- uðborginni Sanaa. Tveir bandarískir og tveir breskir blaðamenn voru hand- teknir og þeim vísað úr landinu í gær vegna fréttaflutnings af vax- andi ofbeldi lögreglunnar. - þeb Hörku beitt á mótmælendur: Ráðist á ríkis- stjóra í Jemen HEILBRIGÐISMÁL Bólusetning gegn eyrnabólgu mun tefjast um nokkra mánuði vegna kærumáls eftir útboð. Tvö fyrirtæki tóku þátt í útboði um verkefnið og fyrir- tækið sem ekki hlaut það kærði. Útboðið verður því endurtekið. Álfheiður Ingadóttir spurði Guðbjart Hannesson velferðar- ráðherra út í málið á Alþingi í gær. Hún segir töfina geta orðið dýrkeypta því hámarksárang- ur af bólusetningu næst aðeins ef börn eru bólusett við þriggja mánaða aldur. Vonast er til að hægt verði að bólusetja öll börn sem fæðast á árinu en tafirnar munu hafa mest áhrif á börn fædd frá ársbyrjun til marsloka. - þeb Töfin getur orðið dýrkeypt: Bólusetningar barna tefjast LÖGREGLUMÁL Sautján stjórnendur og starfsmenn Byko og Húsasmiðj- unnar voru handteknir í gær og færðir til yfirheyrslu vegna rann- sóknar á meintu samráði verslan- anna með grófvöru á byggingar- markaði. Þeim var öllum sleppt úr haldi í gærkvöldi. Aðgerðirnar í gær koma í kjölfar húsleita sem farið var í fyrir viku í fyrirtækin tvö auk smásalans Úlfs- ins. Þá voru nítján manns hand- teknir og hald lagt á bókhaldsgögn og aðra muni. Aðgerðirnar eru á for- ræði efnahagsbrotadeildar Ríkislög- reglustjóra og grundvallast á kæru frá Samkeppniseftirlitinu. Farið var í þær í samstarfi við Samkeppnis- eftirlitið. Grunur er um ólögmætt samráð keppinautanna um verð, gerð tilboða og skiptingu markaðar. Slík brot sæta rannsókn lögreglu að undangenginni kæru. Samhliða þessu hefur Samkeppn- iseftirlitið til rannsóknar ætluð brot fyrirtækjanna á banni við ólög- mætu samráði, sem geta varðað stjórnvaldssektum. Fyrirtækin hafa lýst yfir fullum samstarfsvilja við yfirvöld og forstjóri Húsasmiðjunn- ar vísaði öllum ásökunum um verð- samráð á bug. - sh Rannsókn lögreglu og samkeppnisyfirvalda á meintu samráði Byko og Húsasmiðjunnar enn í fullum gangi: Sautján handtökur til viðbótar vegna samráðs HÚSASMIÐJAN OG BYKO Lögregla hefur starfsmenn og stjórnendur fyrirtækjanna tveggja grunaða um að skipta markaðnum skipulega á milli sín. LÍBÍA Málefni Líbíu og mögulegt flugbann yfir landinu er aðalum- ræðuefni utanríkisráðherra G8 ríkjanna, sem funda nú í París. Bretar og Frakkar hafa hvatt til þess að bannið verði sett á sem fyrst og Arababandalagið hefur lýst yfir stuðningi við það. Upp- reisnarmenn hafa kallað eftir stuðningi alþjóðasamfélagsins. Hersveitir Gaddafís einræðis- herra landsins gerðu loftárásir á tvær lykilborgir uppreisnar- manna í gær. Borgirnar Ajda- biya og Brega eru mikilvægar fyrir þá, en jafnframt megin- veikleiki þeirra þar sem mikið er af vegum á opnum svæðum sem auðvelt er að varpa sprengjum á. Gaddafí reynir nú að ná völdum í austurhluta landsins en uppreisn- armennirnir segjast hafa haldið völdum á þeim svæðum þar sem mestu olíuauðlindirnar eru. Hersveitir Gaddafís hófu einn- ig í gær árás á bæinn Zwara, sem er rúmum hundrað kílómetrum frá höfuðborginni Trípólí. Fundur utanríkisráðherranna átta fer fram í París, en Frakk- ar hafa viðurkennt uppreisnar- menn sem stjórnvald í landinu. Utanríkisráðherra Bretlands, William Hague, sagði í gær að það yrði martröð ef Gaddafí næði völdum á ný. Hann sagði einnig að ákvörðun um flugbann væri á næsta leiti. - þeí Utanríkisráðherrar G8 ríkjanna funda í París á meðan hersveitir gera loftárásir: Ræða flugbann yfir Líbíu í dag SKÁK Úkraínski stórmeistarinn Yuriy Kuzubov leiddi enn í gær- kvöldi á MP Reykjavíkurskák- mótinu með sex vinninga. Í sjö- undu umferð gerði hann jafntefli við stigahæsta keppanda mótsins, Eng- lendinginn Luke McShane. Að minnsta kosti átta skák- menn koma í humátt á eftir Kuzubov með fimm og hálfan vinning. Hannes Hlífar Stefánsson og Sigurður Daði Sigfússon eru efstir íslensku skákmannanna með 5 vinninga en sá síðarnefndi hefur unnið 3 skákir í röð. Mótið er jafnframt Norður- landamót í skák. Norðmaðurinn Jon Ludvig Hammer er efstur í opnum flokki með fimm og hálf- an vinning. - sh Engin breyting á toppnum: Kuzubov leiðir enn MP-mótið YURIY KUZUBOV VIÐ BORGINA AJDABIYA Ungur uppreisnarmaður heldur á ítölskum Beretta rifli við borgina Ajdabiya. Hersveitir Gaddafís gerðu loftárás á borgina í gær en uppreisnarmenn halda enn sem komið er völdum þar sem og í borginni Brega. N O R D IC PH O TO S/A FP SPURNING DAGSINS Handhægar umbúðir með tappa Barnsins stoð og stytta Nánari upplýsingar um Stoðmjólk á www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.