Fréttablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 28
15. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR16 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Guðmundar Gottskálkssonar frá Hvoli í Ölfusi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hjúkrunar- heimilisins Áss Hveragerði fyrir áralanga alúð og góða umönnun og einnig starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fyrir góða umönnun. Magnús Guðmundsson Sigrún Guðmundsdóttir Lilja Guðmundsdóttir Eggert Guðmundsson Gróa Guðmundsdóttir Gottskálk Guðmundsson Sigurlaug Gréta Magnúsdóttir Jóna Guðbjörg Torfadóttir Sverrir Hafsteinsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar, Kristín Bárðardóttir frá Ísafirði, síðast til heimilis á Hjúkrunarheimilinu Eir, Grafarvogi, lést laugardaginn 5. mars. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. mars kl. 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Bárður Hafsteinsson Edda Gunnarsdóttir Guðrún Kristjana Hafsteinsdóttir Einar Pétursson Ólafía Soffía Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar og amma, Sigrún Guðmundsdottir (Dúdda) er látin. Kolbrún Ólafsdóttir Arna Jóhannsdóttir Geirmundur Einarsson Hermann Þórir Björnsson Kolbrun Gígja Björnsdóttir Sandra Ýr Geirmundardóttir Elma Lísa Geirmundardóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Helgi Hörður Guðjónsson skipstjóri, Sóleyjarima 3, Reykjavík, andaðist föstudaginn 11. mars á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju þann 25. mars kl. 15.00. Guðlaug Dagmar Jónsdóttir Eyrún Helgadóttir Guðbrandur Jónatansson Steinar Helgason Elín Katla Elíasdóttir Sævar Helgason Sigríður Halldórsdóttir G. Harpa Helgadóttir Jónas Garðarsson Berglind Helgadóttir Baldvin Örn Berndsen Arnar Þór Helgason barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, Valgerður Hafstað Énard listmálari, lést í Reykjavík 9. mars. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju í dag þriðjudaginn 15. mars kl. 15.00. Árni, Grímur og Halldór Énard Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, María Louise Eðvarðsdóttir frá Hrísdal, Borgarbraut 65, Borgarnesi, lést mánudaginn 14. mars 2011 á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Jarðarförin auglýst síðar. Úrsúla M. Kristjánsdóttir Þórður Sigurðsson Unnur G. Kristjánsdóttir Sturla Þórðarson Matthildur Kristjánsdóttir Sigurður Kristjánsson Hjördís Kristjánsdóttir Guðrún Kristjánsdóttir Bjarni Kr. Þorsteinsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu minningu móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Ástu Þórbjargar Beck Þorvarðsson virðingu og okkur aðstandendum samúð við andlát hennar. Þorvarður Brynjólfsson Dóra Skúladóttir Þór Aðalsteinsson Ásthildur Brynjólfsdóttir Þórir Pálsson Roff Ríkharð Brynjólfsson Sesselja Bjarnadóttir Eiríkur Brynjólfsson Stefán Brynjólfsson Sigrún Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn LEIKKONAN EVA LONGORIA er 36 ára. „Ég vil bónda. Ekki veiðimann. Veiðimenn drepa og láta sig hverfa. Bændur næra, græða upp og leyfa hlutunum að blómstra.“ Í boði Félags þýskukennara, þýsku- deildar Háskóla Íslands og Þýska sendiráðsins fer fram viðamikil dag- skrá í Iðnó í dag, undir yfirskriftinni „Af hverju þýska?“ Þeirri spurningu svarar Sigurborg Jónsdóttir þýsku- og frönskukennari við Borgarholtsskóla. „Jú, því við þurfum á þýskunni að halda. Þýska nær inn á móðurmál- svæði yfir 100 milljón manna, auk allrar Austur-Evrópu sem enn lærir þýsku framyfir ensku. Þá einfaldar lífið til mikilla muna að tala þýsku, auk ensku, í öllu námi og starfi sem fram fer í Evrópu, svo sem viðskipt- um, öllum menningartengslum og sam- skiptum manna,“ segir Sigurborg um aðalhvata þýskuhátíðarinnar sem nú er haldin í annað sinn. „Þýska hefur átt undir högg að sækja eftir að spænska fór fram úr henni sem þriðja mál. Svo verður enn í nokkur ár, en þá mun fólk átta sig á að það þarf fleiri tungumála við. Opin- ber tungumál Evrópusambandsins eru enska og franska, flest okkar tengsl við aðrar þjóðir liggja um Evrópu og flestir ferðamenn hingað koma frá þýskumælandi löndum,“ segir Sigur- borg. Hún bætir við að vegna skyld- leika germanskra tungumála eigi Íslendingar auðvelt með að læra þýsku. „Áhersla á málfræði þýskunnar hefur þó hrætt marga frá henni, en vel er hægt að pluma sig á þýsku þótt málfræðikunnáttu sé ábótavant. Stóri kostur þýskunnar er einmitt sá að þótt maður geri einhverjar vitleysur í setningamyndun er vel hægt að skilja mann,“ segir Sigurborg. Á hátíðinni afhendir þýski sendi- herrann verðlaun fyrir þýskuþraut og sýndar verða stuttmyndir úr sam- keppni framhaldsskólanna. Þá verður þýskudeild HÍ með ferðagetraun þar sem Iceland Express gefur flugmiða til Berlínar og fram fara pallborðsum- ræður landsfrægra þátttakenda um reynslu af þýsku og samskiptum við þýskumælandi fólk á léttu nótunum. „Unga fólkið þekkir sögu Þýska- lands úr bókum og bíómyndum. Þess vegna viljum við sýna fram á að ungt fólk í Þýskalandi er ekkert frábrugðið íslenskum ungmennum; með sömu vonir og þrár, áhugamál og áhyggjur, þrátt fyrir afar sterka vitund um for- tíðina. Þetta mun breytast hægt og bít- andi og með tímanum mun þeim takast að vinna sig út úr þessu,“ segir Sigur- borg. Hún minnist á ósvikinn Íslands- áhuga Þjóðverja, sem enn er lang- stærsti hópur erlendra ferðamanna, auk enskumælandi þjóða, til Íslands á hverju ári. „Þjóðverjar eru heillaðir af Íslandi vegna hreinnar náttúru landsins og þeirrar tilfinningar að hér geti þeir upplifað eitthvað einstakt og óút- reiknanlegt. Þá eiga íslenskir lista- menn á öllum sviðum upp á pall borðið hjá Þjóðverjum, enda margir á sviði hámenningar sem og poppmenningar sem flytja í lengri eða skemmri tíma til Þýskalands til að vinna að list sinni. Því skiptir miklu að geta tekið þátt í upplifun Þjóðverja hér heima og ytra, viðhaldið tengslum við þá og kannski aukið þau enn meir.“ Þýskuhátíðin í Iðnó er öllum opin og stendur frá klukkan 17 til 19 í dag. thordis@frettabladid.is UPPSKERUHÁTÍÐ ÞÝSKUNNAR: VERÐUR Í IÐNÓ Í DAG Þjóðverjar miklir Íslandsvinir MEÐ ÞÝSKUNA AÐ VOPNI Sigurborg Jónsdóttir, þýsku- og frönskukennari, segir hátíðina í dag vera eins konar uppskeruhátíð þýskunnar og að Íslendingar þurfi enn mjög á þýskunni að halda, enda séu samskiptin við Evrópu alltaf að aukast og þýska besta vopnið til að komast inn í þýskt samfélag og menningu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 36

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.