Fréttablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 20
15. MARS 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● gull og úrsmiðir ● SÍGILD GJÖF Armbandsúrið stendur alltaf fyrir sínu sem falleg tækifærisgjöf og áratugum saman var hefð fyrir því að foreldrar gæfu börnum sínum úr í fermingargjöf. Það var haft í veglegri kantinum og keypt með það í huga að gjöfin entist, jafnvel fram á fullorðinsár. Enn eru armbandsúr, vasaúr og aðrar klukkur vel við hæfi þegar vanda á valið. Tískulína Marc Jacobs fyrir Louis Vuitton tók mið af níunda áratugnum og þar mátti sjá þessi skemmtilegu eðalsteinaskreyttu armbönd. Hálsólin setur punktinn yfir i-ið í þessari múnderingu frá Giles Deacon, listrænum stjórnanda Emanuel Ungaro. Þessi fyrirsæta minnti helst á ísprinsessu þar sem hún birtist í loðyfirhöfn og með hálsfesti um hálsinn, allt saman úr smiðju Giambattista Valli. Feðgarnir Ólafur og Kristinn Þór gullsmiðir í GÞ skartgripir og úr í Bankastræti 12. MYND/VALLI „Fólk sem búið er að fara í marg- ar búðir finnur ávallt hér það sem það leitar að,“ segir Ólafur G. Jós- efsson, gullsmiður í GÞ skartgrip- ir og úr í Bankastræti 12. Sú versl- un er ein sú rótgrónasta í bænum, búin að vera á sama stað síðan árið 1925, en hét í upphafi Guðmund- ur Þorsteinsson eftir gullsmiðnum sem stofnaði hana. Núverandi eigendur GÞ skart- gripa og úra eru tengdir frum- kvöðlinum. Þeir eru auk Ólafs eig- inkona hans, Anna María Mark- úsdóttir, og börn þeirra hjóna, Svandís Björk og Kristinn Þór, sem bæði eru gullsmiðir eins og faðirinn. „Við smíðum úr gulli, silfri, skreyttum eðalsteinum og íslensku hrauni og seljum líka vörur eftir aðra hönnuði, bæði inn- lenda og erlenda. Einnig tökum við að okkur viðgerðir og hreinsun, meðal annars á þjóðbúningasilfri,“ segir Ólafur. Hann telur líka upp þekkt úramerki eins og Raymond Weil, Tissot, Certina og Casio og nefnir vasaúr sem tilvalda ferm- ingargjöf. En er fólk ekkert hætt að kaupa úr eftir að klukkur komu í alla síma og tölvur?  „Nei, nei,“ svarar hann hress og tekur fram að Casio, fyrstu tölvuúrin sem sáust um 1980, séu komin aftur í sama formi og þyki flott. Ólafur lærði gullsmíðakúnstina hjá Árna Höskuldssyni gullsmiði og byrjaði verslunarreksturinn árið 1973. Hann segir silfur vin- sælt núna en gullverslun hafa að- eins dregist saman út af háu verði og minni fjárráðum hjá fólki. „Við erum með úrval af skírnar- gjöfum, fermingargjöfum og út- skriftargjöfum, bæði fyrir herra og dömur,“ segir Ólafur og bend- ir á heimasíðuna: www.skartgrip- irogur.is Það sem fólk leitar að Eðalsteinar og annað skart Óhætt er að segja að öllu hafi verið tjaldað til í París þegar tískuhönnuðir sýndu þar línur sínar fyrir næsta haust og vetur. Ólíkum stefnum og stílbrigðum ægði saman, bæði klassískum og framúrstefnulegum fatnaði, skóm og skarti, svo úr varð skemmtilegur kokkteill. Hér eru nokkur sýnishorn. Lína franska tískuhönnuðarins Christophe Lemaire fyrir Hermes einkennd- ist af skemmtilegri litanotkun, eins og sjá má á þessari mynd þar sem fyrirsætan skartar að auki fallegu opnu hálsmeni og eyrnalokkum í stíl. NORDICPHOTOS/AFP Hönnun Söruh Burton fyrir Alexander McQueen mætti lýsa sem framúrstefnulegri og klassískri í senn. ●HÚSRÁÐ TIL AÐ HREINSA GULL OG SILFUR Til að fá gull- og silfurskartgripi skínandi hreina eru ýmis húsráð til. Eftirfarandi ráð er að finna á vef Leiðbeiningastöðvar heimilanna, leidbeiningastod.is Þegar hreinsa á skart úr gulli er einni matskeið af uppþvottalegi blandað saman við tvo desilítra af soðnu köldu vatni í glerskál. Skartgrip- irnir eru settir út í og látnir liggja í hálfa til eina klukkustund. Óhreinindin leysast þá upp út í vatnið en einnig er gott að bursta þá með mjúkum bursta. Skartið er því næst skolað með köldu vatni og fægt með mjúkum klút. Þegar hreinsa á skart úr silfri eru tveir og hálfur desilítri af köldu vatni hitaðir í potti. Þá er teskeið af lyftidufti og teskeið af matarsóda hrært út í þar til blandan fer að rjúka en þá eru gripirnir settir út í og látnir liggja um stund. Því næst eru þeir fægðir með mjúkum klút. ● NÁKOMINN NÆRRI HJARTASTAÐ Mynda- nisti dúkka reglulega upp og síðustu misseri hafa þau átt talsverðum vinsældum að fagna og þá sérstaklega þau sem eru í síðari kantinum. Flest eru þannig að hægt er að opna þau og loka og setja eina til tvær myndir að eigin vali inn í. Margir velja mynd af sínum nánustu; maka, börnum, foreldrum eða látn- um forfeðrum. Það veitir góða tilfinningu og vernd að hafa einhvern ná- kominn svo nærri hjartastað.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.