Fréttablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2011 Stofnandinn, Jón Sigurjónsson, hjá Jóni og Óskari, er enn að hanna skart- gripi. Nú hannar hann og þróar í samstarfi við Pál Sveinsson gull- smið guðdómlega línu fyrir konur. Fátt er jafn eigulegt og falleg- ur skartgripur. Fallegir skartgrip- ir keyptir af sérstöku tilefni eða fengnir að gjöf hafa oft tilfinninga- legt gildi. ICEcold-skartgripalín- an er ný og spennandi skartgripa- lína sem Jón og Páll hafa hannað og þróað undanfarinn áratug. Línan er til bæði í gulli og silfri en leiðarljósið í lín- unni er ís og jöklar Íslands. Í Icecold-lín- unni er hægt að fá hálsmen, eyrnalokka og hringa en bæði mynstrið, umgjörðin og áferðin eru sérstök en sígild. Hönnuð- ir Icecold eru sífellt að koma fram með ný form, svo línan er mjög lifandi. Línan hentar jafnt yngri konum sem eldri þar sem hún er mjög fjölbreytt. „Merkið höfðar til breiðs hóps og það eru ekki síst erlendir ferðamenn sem hafa hrifist af ICEcold. Þeir hafa mik- inn áhuga á Íslandi og langar að eiga fallegan grip sem hefur íslenska tilvís- un og tengist Íslandi og náttúruöflunum. Þetta er vönduð hönnunarvara framleidd af gullsmíðameisturum,“ segir Hákon. ICEcold klæðir konur Í ár hugsar fyrirtækið Jón&Óskar, sem er alhliða úra- og skartgripaverslun, stórt þar sem fyrirtækið á hvorki meira né minna en fjörutíu ára afmæli. „Verslunin var stofnuð árið 1971 en eigendur og stofnendur fyrirtæk- isins eru Jón Sigurjónsson gull- smíðameistari og Óskar Óskars- son úrsmíðameistari. Hún var fyrst til húsa að Laugavegi 70 í fimmtíu fermetra niðurgröfnu rými en þeir Jón og Óskar fluttu síðan versl- unina til austurs í húsið við hliðina. Það var svo árið 1995 sem verslun- in flutti í nýtt og glæsilegt húsnæði að Laugavegi 61 og varð þar með að einni stærstu úra- og skartgripa- verslun landsins,“ segir Hákon Ís- feld Jónsson framkvæmdastjóri, sem er einmitt sonur Jóns Sigur- jónssonar. „Á síðustu þremur árum höfum við opnað tvær nýjar versl- anir, aðra í Kringlunni og hina í Smáralind.“ Hákon segir að frum- kvöðlarnir Jón og Óskar starfi enn við fyrirtækið og taki fullan þátt í þróun þess og rekstri. En hver skyldi lykillinn að vel- gengni Jóns&Óskars vera? „Ég held að það sé gott vöruúrval, bæði í skartgripum og úrum, en auk þess framúrskarandi þjónusta. Við erum alltaf með puttann á púlsin- um og fylgjumst vel með stefnum og straumum.“ Jón&Óskar starf- rækja eitt stærsta gullsmíðaverk- stæði á landinu. „Þar starfa fimm gullsmiðir að handverki og hönnun. Við sérsmíðum bæði trúlofunar- og giftingarhringi auk þess sem við vinnum mikið með demantsskart- gripi. Það er oft vandasamt og þeir eru ekki margir á landinu sem hafa aflað sér þeirrar þekkingar sem við höfum á demöntum,“ segir Hákon. Það skal því engan undra að fólk komi aftur og aftur í verslan- ir Jóns&Óskars. „Styrkleiki fyrir- tækisins liggur ekki síst í gerð trú- lofunar- og giftingarhringja. Við erum með geysilega mikið úrval og vörur sem falla vel að smekk fólks. Við höfum einnig verið dug- legir að koma með nýjungar, bæði innlendar eins og ICEcold-línuna í skartgripunum, og erlendar eins og dönsku Skagen-úrin sem hafa verið að slá í gegn erlendis. Við telj- um okkur vera vel samkeppnishæfa varðandi verð og gæði. Við smíðum eftir pöntunum og getum jafnvel af- greitt þær samdægurs. Við höfum einnig í versluninni á Laugavegi sérstakt herbergi þar sem boðið er upp á notalega og góða aðstöðu til þess að skoða trúlofunar- og gift- ingarhringa í ró og næði.“ Hákon segir enga eina línu vera í tísku í trúlofunar- og giftingar- hringjum. „Það er eiginlega allt í tísku. Fólk getur því óhrætt valið það sem því finnst fallegt. Það er þó að færast í aukana að fólk kaupi fyrst demantshring sem trúlofun- arhring og setji upp og kaupi síðan einbauga þegar kemur að brúð- kaupinu.“ Hægt er að skoða vörulínur fyr- irtækisins á www.jonogoskar.is og á facebook undir Jón og Óskar. Jón&Óskar fagna 40 ára afmælinu „Við erum alltaf með puttann á púlsinum og fylgjumst vel með stefnum og straumum,” segir Hákon. MYND/VALLI Gullsmiðirnir Jóhannes Ottósson og Páll Sveinsson sáttir að störfum á verkstæðinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.