Fréttablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.03.2011, Blaðsíða 6
15. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR6 © GRAPHIC NEWS Kjarnabráðnun Kjarnorkuverið í Fukushima varð illa úti í jarðskjálftanum mikla á föstudag. Sprengingar hafa þegar orðið í tveimur af sex kjarnaofnum versins og hætta er á sprengingu í þeim þriðja. Suðuvatnsofn Í kjarna ofnsins er öreindum úrans sundrað með keðjuverkun. Sundrun öreindanna framleiðir hita, sem notaður er til að hita vatn að suðu. Gufan af vatninu knýr túrbínur sem framleiða rafmagnið. Gufan þéttist síðan á ný og er pumpað aftur inn í ofninn. Þannig heldur hringrás vatnsins áfram. Fjölþættar öryggisvarnir eiga að koma í veg fyrir að geislavirk efni sleppi út. 1 Málmklæðning Umlykur eldsneytisstangir í kjarna ofnsins. 2 Þrýstigeymir 3 Steinsteypubyrgi Neyðarstöðvun Í jarðskjálfta er sundrun öreinda þegar í stað hætt 4 Hemilstangir: Hægja á sundrun. Reknar inn í kjarnann innan sjö sekúndna með vökvaafli. 5 Neyðarkæling Olíuknúnir rafalar knýja kælibúnað. 6 Vatnsbrunnur Þrýstiléttibúnaður fer í gang þegar þrýstingur fer yfir 75 staðalloft- þyngdir. Þrýstingslokur opnast og hleypa gufu út í vatnsbrunn neðst í steypuhylkinu. 7 Kjarnabráðnun Fari hiti yfir 1.200°C bráðnar málm- klæðningin utan um eldsneytisstangirn- ar. Geislavirkar samsætur cesíums eða joðs sleppa út í steypubyrgið. Þar með sleppur geislavirkni út í andrúmsloftið í gegnum skemmdir á byrginu. 1 2 3 7 4 6 5 Steinsteypt byrgi Gufu hleypt út til túrbína Þrýsti- geymir Vatn inn Hemilstangir Ofnkjarninn Vatnsbrunnur Heimildir: General Electric, wire agencies Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift *Árleg nafnávöxtun frá 15.01.2001 til 28.02.2011. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. @Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is JAPAN Efasemdir um hvort skyn- samlegt sé að nota kjarnorku hafa fengið byr undir báða vængi í kjöl- far jarðskjálftanna í Japan, þar sem kjarnorkuverið í Fukushima laskaðist illa og hætta á alvarlegri mengun hefur ekki verið útilokuð. Bæði þýsk og svissnesk stjórn- völd hafa, í ljósi atburðanna í Japan, frestað öllum ákvörð- unum um frekari uppbyggingu kjarnorkuvera. Í Frakklandi og Bandaríkjunum hefur umræðan um kjarnorkuver einnig breyst skyndilega í ljósi nýjustu atburða. Í Svíþjóð og Finnlandi hefur slys- ið í Fukushima einnig kynt undir gagnrýni á kjarnorkustefnu stjórn- valda. Sérfræðingar telja reyndar litl- ar sem engar líkur á því að slysið og mengunin verði af sömu stærð- argráðu og í Tsjernóbyl árið 1986 þegar geislamengun barst yfir stór svæði í Sovétríkjunum og Evr- ópu og kostaði tugi manna lífið auk þess að hafa skelfileg áhrif á heilsufar fjölda fólks í næsta nágrenni og jafnvel víðar. Nær sé að bera slysið í Fukus- hima saman við kjarnorkuslysið á Three Mile Island í Bandaríkj- unum árið 1979, enda hafi orsökin þá verið svipuð: bilun í kælikerfi. Kjarnaofnarnir í Tsjernóbyl hafi auk þess verið allt annarrar gerð- ar en ofnarnir í Fukushima og öryggisatriði ekki í jafn góðu lagi. Í Japan eru nú starfrækt 54 kjarnorkuver. Frá þeim koma 30 prósent af allri raforku, sem notuð er í landinu. Áform hafa verið um að auka þessa hlutdeild upp í 40 prósent á næstu árum, en vera má að þau áform verði nú endurskoð- uð. Kjarnorkuverið í Fukushima var tekið í notkun árið 1966. Þar eru nú starfræktir sex kjarnaofn- ar, en tveir í viðbót eru í smíðum. Af ofnunum sex voru þrír í notk- un þegar jarðskjálftinn reið yfir en hinir þrír voru ekki í notkun vegna viðhaldsvinnu. Yukio Edano, talsmaður jap- önsku stjórnarinnar, sagði síð- degis í gær að allt benti til þess að eldsneytisstangirnar í öllum þrem- ur kjarnaofnunum væru byrjaðar að bráðna. Hve alvarlegt það verð- ur fer eftir því hve vel gengur að kæla niður ofnana. Kælikerfi ofnanna þriggja eyði- lagðist í jarðskjálftanum. Brugð- ið var á það ráð að dæla sjó inn á ofnana til að kæla þá, sem hefur dregið úr hættunni en þó gengið brösuglega. Sprenging varð í kjarnaofni númer 1 á laugardag, síðan í ofni númer 3 í gær og veruleg hætta virtist á sprengingu í þeim þriðja, ofni númer 2. „Tekist hefur að ná að minnsta kosti einhverjum stöðugleika í bili í ofnum 1 og 3,“ sagði Ryo- hei Shiomi frá kjarnorku- og iðn- stofnun Japans í gær. „Öll okkar athygli og allt okkar starf beinist nú að ofni 2.“ gudsteinn@frettabladid.is Efasemdir um kjarnorku fá byr undir báða vængi á ný Öllum áformum um frekari uppbyggingu kjarnorku frestað í Þýskalandi og Sviss vegna kjarnorkuslyssins í Fukushima. Umræða blossar einnig upp í Svíþjóð og Finnlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum. SPRENGINGIN Í KJARNAOFNI 3 Spreng- ingar hafa orðið í tveimur kjarnaofnum í Fukushima. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUR Endurnýjun flug- stjórnarklefa í sextán Boeing 757 vélum í eigu Icelandair stendur yfir. Með aukinni tölvuvæðingu í flugstjórnarklefanum er ætlunin að auka öryggi, draga úr viðhalds- kostnaði og spara eldsneyti, segir í fréttatilkynningu. Flugmenn fá aðgang að meiri upplýsingum en áður um flugið og stöðu vélarinnar. Þá verður nýjum gagnatengingum komið fyrir í vél- unum til að tryggja að stjórnstöðin á Keflavíkurflugvelli verði í stöð- ugu sambandi við vélarnar hvar sem þær eru staddar á lofti eða á jörðu. „Með þessari uppfærslu á tækja- búnaði er stjórnklefi Boeing 757 flugvélanna okkar búinn fyrir flugumferðarstjórnunarkerfi framtíðar,“ segir Hilmar Baldurs- son, flugrekstrarstjóri Icelandair. Tækniþjónusta Icelandair á Keflavíkurflugvelli annast breyt- ingar jafnt og þétt samhliða reglu- legum skoðunum. Félagið segist vera fyrsta flugfélagið í Evrópu til að ráðast í breytingar af þessu tagi á Boeing 757 vélum. - pg Stórt viðhaldsverkefni á flugvélakosti Icelandair: Endurnýja flugstjórnarklefa í sextán vélum Á FLUGI Flugstjórarnir Baldvin Birgisson og Þórhallur Haukur Reynisson á reynsluflugi í nýuppgerðum stjórnklefa í Boeing 757. MYND/ICELANDAIR JAPAN Að minnsta kosti 70 þús- und börn í Japan hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna ham- faranna þar í landi. Samtökin Barnaheill – Save the Children vekja athygli á þessu. Mörg barnanna hafa misst heimili sín og verða að leita skjóls í ókunnugu umhverfi, segir Stephen McDonald, sem stjórnar starfi samtakanna vegna hamfaranna. Hann segir þær aðstæður geta valdið börn- um óöryggi og kvíða. Þá sé hætta á að börn hafi orðið viðskila við foreldra og fjölskyldur sínar. Barnaheill á Íslandi benda fólki á söfnunarsíma og reikning félagsins. - þeb Hamfarirnar í Japan: 70 þúsund börn heimilislaus SAMFÉLAGSMÁL Soka Gakkai búdd- istar á Íslandi munu standa fyrir bænastund hvern dag þessa viku þar sem beðið verður fyrir jap- önsku þjóðinni og öllum sem eiga um sárt að binda vegna náttúru- hamfaranna þar í landi. Bænastundirnar fara fram í menningarmiðstöð samtakanna að Bíldshöfða 16. Þær standa frá klukkan 19 til 20 virka daga og frá 10 til 14 á laugardag. Á sunnudag verður svo sérstök minningarathöfn haldin klukkan 17 fyrir fórnarlömb náttúruham- faranna. - þj Búddistar á Íslandi: Bænastundir fyrir Japana Hefur þú upplifað eða orðið vitni að einelti á þínum vinnustað? Já 59,9% Nei 40,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú notað svefnlyf? Segðu þína skoðun á vísir.is. Bíl ekið inn í hrossahóp Bifreið var ekið inn í hrossastóð við bæinn Giljar í Mýrdal nýlega. Myrkur var og slæmt skyggni. Ekki urðu slys á mönnum, en bifreiðin mun hafa skemmst talsvert. Hrossin hlupu út í myrkrið og hefur ekkert þeirra fundist sært eftir atvikið, að sögn lögreglu. LÖGREGLUFRÉTTIR KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.