Fréttablaðið - 21.03.2011, Page 10
21. mars 2011 MÁNUDAGUR10
Ég veit ekki hvort þú skil-ur ástandið og ég held að þú skiljir ekki alveg hvað er að vera atvinnulaus.
Gerir þú þér grein fyrir því að
sá atvinnulausi getur verið með
börn á heimili, hann getur ekki
greitt af húsnæðislánum sínum
eða leigu, börnin fá ekki nema
það allra lífsnauðsynlegasta.
Móðir eða faðir lifir í ótta, kvíða
og þunglyndi. Þetta smitast niður
í börnin, þeim líður illa í skól-
anum [...] Börnin koma heim úr
skólanum og vonast til að foreldr-
ar sínir verði hressari. Það tekur
á að vera atvinnulaus og það eru
margir hlutir sem geta misfar-
ist og alltaf bitnar þetta á börn-
unum,“ skrifar ónefndur bloggari.
Viðurkennd sannindi
Börn, ungar barnafjölskyldur
og einstæðir foreldrar eru að
margra mati þeir hópar sem
standa verst í kreppu og langvar-
andi atvinnuleysi. Um tveggja
ára skeið hafa fimmtán til sautj-
án þúsund manns verið á atvinnu-
leysisskrá og um helmingur þess
hóps með börn á sínu framfæri. Á
heimilum þeirra eru tíu til ellefu
þúsund börn. Af þeim hópi hafa
á bilinu 450 til 600 börn átt báða
foreldra án vinnu.
Það er viðurkennd staðreynd að
bernskan er mikilvægasta mót-
unarskeið ævinnar og viðeigandi
viðbrögð á erfiðum tímum geta
skipt sköpum fyrir framtíð barns.
Á sama tíma er það einnig viður-
kennd að staðreynd atvinnuleysi
eykur álag á fjölskylduna og getur
leitt til skilnaða, heimilisofbeldis
og vanrækslu barna.
Börn á Íslandi eru um áttatíu
þúsund alls og því eiga um fjórtán
prósent barna atvinnulaust for-
eldri. Þau sem eiga báða foreldra
atvinnulausa eru á um 350 heimil-
um þannig að í nálega fimmtungi
tilvika er um systkini að ræða,
segja ársgamlar tölur Vinnumála-
stofnunar. Á þeim tímapunkti áttu
22 prósent barna á Suðurnesjum
atvinnulaust foreldri, en þar er
staðan verst.
Heilsu og vellíðan ógnað
„Viðvarandi atvinnuleysi er alvar-
legt áhyggjuefni þeirra sem láta
sig varða velferð barna og fjöl-
skyldna þeirra. Rannsóknir hafa
sýnt að atvinnuleysi hefur ekki
aðeins neikvæð áhrif á fjárhag
fjölskyldunnar heldur einnig á
félagslega, andlega og líkamlega
heilsu og vellíðan fjölskyldunnar,“
segir Elísabet Karlsdóttir, verk-
efnisstjóri við Rannsóknastofnun
í barna og fjölskylduvernd (RBF).
„Foreldri sem missir vinnuna
missir ákveðna stjórn á eigin lífi,
erfiðara verður að standa við fjár-
hagsskuldbindingar og uppfylla
þarfir barna og maka, þetta veld-
ur streitu og vanlíðan. Verri fjár-
hagsstaða fjölskyldunnar dregur
úr möguleikum til þátttöku í sam-
félaginu til jafns við aðra. Þetta
gerir fjölskylduna viðkvæmari
fyrir erfiðleikum og hefur áhrif
á samskiptin og samstöðu innan
fjölskyldunnar.“
Vítahringur
Fram hefur komið í rannsóknum
Sigrúnar Júlíusdóttur, prófessors
við félagsráðgjafardeild Háskóla
Íslands, að einstæðir foreldar
eiga í vaxandi erfiðleikum við
að sjá sér og börnum sínum far-
borða. Atvinnuleysi þeirra sjálfra
eða ungmennis á heimilinu sem
hvorki sækir nám eða vinnu,
getur orðið upphaf að vítahring
vonleysis og félagslegrar einangr-
unar. Vaxandi fjöldi ungs fólk
sem býr í foreldrahúsum, hefur
flosnað upp úr skóla og glímir
við atvinnuleysi, er líklega eitt
brýnasta úrlausnarefnið í dag, að
hennar mati.
Kerfið
Velferðarvaktin, stýrihópur á
vegum velferðarráðuneytisins,
sendi frá sér vinnuskýrslu í mars
2009 þar sem segir að mikilvægt
sé að allir sem vinna að málefn-
um barna, einkum félagsmálum,
menntamálum og heilbrigðismál-
um, vinni náið saman. Eigi það
sérstaklega við um ráðuneyti og
stofnanir á vegum ríkis og sveit-
arfélaga. En hefur þessu tak-
marki verið náð?
Það er mat viðmælenda Frétta-
blaðsins að samvinnu og samstarf
í velferðarþjónustu megi bæta og
gera markvissara og það sé nauð-
synlegt að svo verði til að ná meiri
árangri fyrir skjólstæðinga og
samfélagið. Svo virðist sem minni
hefð sé fyrir samstarfi á höfuð-
borgarsvæðinu, þar sem vandinn
er mestur, en á landsbyggðinni. Á
þetta benti Halldór S. Guðmunds-
son, lektor við félagsráðgjafar-
deild Háskóla Íslands, í fyrsta
hluta þessarar fréttaskýringar.
Velferðarþjónustan hér á landi
hefur byggst upp á tiltölulega
skömmum tíma. Margar stofnan-
ir eru að gera góða hluti með upp-
byggilegum aðferðum til hagsbóta
við fólk sem glímir við atvinnu-
leysi. Hin síðari ár hefur verið
aukin áhersla á samstarf í vel-
ferðarþjónustunni og hún sam-
þætt á einu stjórnsýslustigi. Má
þar nefna nýlega breytingu ráðu-
neyta í Velferðarráðuneyti, yfir-
færslu málefna fatlaðra til sveit-
arfélaga, samþættingu félags- og
skólaþjónustu sveitarfélaga í fjöl-
skylduskrifstofur og þjónustumið-
stöð Reykjavíkurborgar. Þá verð-
ur að nefna verkefni eins og Ungt
fólk til athafna sem skapað hefur
samstarfsvettvang fyrir stofnanir
og sjálfboðaliðasamtök.
Í þeim efnahagserfiðleikum og
atvinnuleysi sem nú gengur yfir
verða sífellt fleiri að reiða sig á
aðstoð og ráðgjöf einhverra þátta
velferðarþjónustunnar og meira
áberandi verður þörfin fyrir sam-
starf stofnana. Samhliða er aukið
álag vegna síendurtekinnar kröfu
um hagræðingu eða niðurskurð.
Þessi staða kallar fram ólíka
hagsmuni sem stjórnendur vel-
ferðarþjónustunnar þurfa að tak-
ast á við og er engum til hagsbóta.
Það má ekki gleymast hversu
ólík staða atvinnulausra er og
að úrræði sem þeim bjóðast geta
verið mismunandi eftir því í
hvaða kerfi þeir sækja sína þjón-
ustu. Þetta á ekki síst við um
barnafjölskyldur.
Skólarnir
Margrét María Jóhannsdóttir,
umboðsmaður barna, segir fá
erindi hafa borist sér þar sem
atvinnuleysi er tilgreind ástæða
skrifa fólks. Hún bendir á að
afleiðingar kreppunnar á börn og
barnafjölskyldur komi ekki fram
strax og erfitt sé að meta þær og
mæla. „Það virðist vera að þorra
barna líði vel. En það er ákveð-
inn hópur sem virðist vera í verri
málum en þekkst hefur lengi.“
Petrína Ásgeirsdóttir, fram-
FRÉTTASKÝRING: Atvinnuleysi á Íslandi 5. hluti
11.000
11.000
börn eru á heim
ilum
atvinnulausra
7.000
7.000
á atvinnuleysisskrá eiga börn
8,6%
atvinnuleysi
487börn eiga báða foreldra atvinnulausa
Vakandi samfélag er lykillinn
Þeir hópar sem taldir eru berskjaldaðri en aðrir fyrir kreppu og atvinnuleysi eru börn, ungar barnafjölskyldur og einstæðir foreldrar.
Þeir sem gerst þekkja telja vandamál vegna atvinnuleysis vera að koma fram fyrst núna og séu meiri en þekkst hefur lengi.
Ráðgjöf utan seilingar
Elísabet Karlsdóttir, verkefnisstjóri við Rannsóknastofnun í barna og fjöl-
skylduvernd, segir að langvarandi atvinnuleysi hafi ekki bara slæm áhrif á
fjárhagsstöðu fjölskyldunnar heldur einnig félagsstöðu og heilsufar foreldra
og það bitnar á börnum. „Mikilvægt er að gott aðgengi sé að ráðgjöf fyrir
fjölskyldur og einstaklinga á þessum tíma. Félagsráðgjafar, og aðrir fjöl-
skylduráðgjafar með sérþekkingu á þessum málum, veita aðallega hjóna-
og fjölskylduráðgjöf á einkastofum. Hún er oft of dýr fyrir barnafjölskyldur
ekki síst einstæða foreldra. Fjölskyldur innflytjenda og flóttafólks eiga einnig
undir högg að sækja við harðnandi samfélagsaðstæður.“
Elísabet segir mikilvægt að hafa í huga hvernig hægt sé að draga sem
mest úr áhrifum atvinnuleysis á börn og ungmenni. Eitt af því er að tryggja
yngri börnum rétt til skólamáltíða og tómstundastarfs til jafns við börn efna-
meiri foreldra. Miklu skipti að mæta þörfum fjölskyldna í þessum aðstæðum
með skipulegum aðgerðum stjórnvalda, meðal annars með markvissum
stuðningi en einnig starfsráðgjöf, starfsþjálfun og starfsmiðlun. Eigi slíkar
aðgerðir að skila sem mestum árangri þarf að tengja þær fjölskyldusamráði
og samræmdu átaki þeirra þjónustukerfa sem í hlut eiga.
Svavar
Hávarðsson
svavar@frettabladid.is
Fimmti hluti af níu
Næsta grein: Vandi einstaklingsins
Myndin tengist efni
greinar ekki á neinn hátt.
FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúk-
linga og annarra skyldra sjúkdóma heldur fræðslufund
fimmtudaginn 24. mars nk. Fundurinn sem hefst kl. 20.00
verður haldinn á hjúkrunarheimilinu Eir, Híðarhúsum 7,
112 Reykjavik
Dagskrá:
• Formaður FAAS Fanney Proppé Eiríksdóttir setur fundinn
• Kynning á hjúkrunarheimilinu Eir
• Hilmar Pétur Sigurðsson kynnir lokaverkeni sitt frá sálfræðideild HÍ:
„Þekking almennings á Alzheimerssjúkdómnum“: útdráttur úr
BS-ritgerð.
• Fyrirspurnir og umræður
Félagsmenn og aðrir velunnarar félagsins eru hvattir til að mæta.
Kaffiveitingar verða í boði hjúkrunarheimilisins Eir
Bestu kveðjur
Stjórn FAAS