Fréttablaðið - 21.03.2011, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 21.03.2011, Blaðsíða 11
21. mars 2011 MÁNUDAGUR11 kvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, deilir áhyggjum Margrétar Maríu af skólakerfinu enda sé starf skól- anna stór þáttur í lífi barna. Rök megi leiða að því að uppeldis- þáttur skólakerfisins frá leik- skóla til háskóla sé engu minni en sá er snýr að beinni fræðslu. Niðurskurður geti á hinn bóginn leitt til þess að börn fái ekki þann stuðning og atlæti sem þau þurfa. „Við höfum sent ályktanir til allra sveitarstjórna þar sem niður- skurði er mótmælt. Það sýnir sig að þeir sem standa höllum fæti í samfélaginu líða mest fyrir fyrir þann vanda sem við glímum við núna. Í þeim hópi eru fjölmörg börn og hlúa þarf sérstaklega vel að þeim.“ Ólík börn Petrína segir að Barnaheill hafi ekki síst áhyggjur af börnum og barnafjölskyldum af erlendum uppruna. „Maður spyr líka hvaða áhrif niðurskurður í skólakerfinu hefur á þennan hóp. Ég þori ekki að segja að þetta sé hópurinn sem er verst settur en hann er örugg- lega verr settur en margir. Til viðbótar við það sem aðrir glíma við eru þessar fjölskyldur að fóta sig í nýju landi; foreldrarnir hafa sumir hverjir takmarkaða þekk- ingu á tungumálinu og íslensku samfélagi og ábyrgðin flyst því oft á börnin.“ Röksemd Petrínu ber að skoða í því ljósi að atvinnuleysi á meðal erlendra ríkisborgara er hærra en á meðal Íslendinga, einkum Pólverja. Út frá áætlun um fjölda á vinnumarkaði er það nú um 13,5 prósent, en rúm sex prósent meðal Íslendinga. Þá sýna nýjar rannsóknir félagsráðgjafanna Hilmu Hólmfríðar Sigurðardótt- ur og Ástu Guðmundsdóttur á félagslegum aðstæðum pólskra barnafjölskyldna í Reykjavík að börnum þessa hóps hefur fjölgað eftir hrun, ekki fækkað eins og margur skyldi ætla, þrátt fyrir mikinn fjölda brottfluttra. Tölur um búferlaflutninga frá Hagstofu Íslands sýna að brottfluttir Pól- verjar umfram aðflutta árið 2009 voru 1.580 manns. Vakandi samfélag Tilkynningum til barnavernd- arnefnda fjölgaði verulega eftir hrunið. Mest var það í Reykjavík og á Suðurnesjum, eða um 40 pró- sent á milli ára. Langmest atvinnu- leysi er á þessum svæðum. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfir- læknir barna- og unglingageð- lækninga á BUGL, hefur bent á að ekki hefur orðið marktæk aukning í eftirspurn eftir geðheilbrigðis- þjónustu fyrir börn og unglinga. Hins vegar gengur það þvert á erlendar rannsóknir sem sýna að efnahagskreppa hefur neikvæð áhrif á geðheilsu barna og ung- linga. Þetta kann að þýða að mati Ólafs að kreppan hafi ekki orðið jafn djúp hér og í þeim löndum sem hægt er að bera Ísland saman við, til dæmis hvað varðar atvinnu- leysi og efnahag fjölskyldna. Hins vegar gæti skýringarinnar verið að leita í óþekktum jákvæðum eða verndandi þáttum sem kunna að leynast í íslenskri samfélags- gerð. Þegar upp er staðið er það þó stuðningur við börn í nánasta umhverfi þeirra sem skiptir mestu fyrir velferð barna; að allir sem að uppeldi þeirra koma, foreldr- ar, kennarar og aðrir, séu vakandi fyrir vísbendingum um vandamál og grípi strax inn í. Hins vegar hef ég þungar áhyggjur af þróun mála, til dæmis niðurskurði í skólunum og líðan allra sem þar eru. Mín tilfinning er sú að afleiðingar kreppu og atvinnuleysis séu að koma mjög harkalega fram þessa dagana. MARGRÉT MARÍA JÓHANNSDÓTTIR UMBOÐSMAÐUR BARNA Landið allt Höfuðborgarsv. Suðurnes Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland Reykjavík Kópavogur Seltjarnarnes Garðabær Hafnarfjörður Álftanes Mosfellsbær Kjósarhreppur Eftir landsvæðum Hlutfall barna sem eiga atvinnulausa foreldra tölur maí 2010 ■ Atvinnuleysi ■ hlutfall barna tengt atvinnuleysi 0% 5 10 15 200% 5 10 15 9,3% 9,8% 14,9% 6,7% 3,6% 4,9% 8,4% 6,1% 7,5% 14,0% 14,6% 21,8% 10,2% 5,9% 9,8% 12,2% 8,7% 12,7% 10,2% 9,5% 4,9% 7,2% 7,2% 8,1% 8,6% 4,7% 15,3% 13,6% 7,9% 11,4% 15,8 12,7% 14,0% 13,2% Höfuðborgarsvæðið landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Talaðu við okkur um erlenda lánið þitt fyrir 25. mars Við hvetjum þá sem eru með erlend húsnæðislán að hafa samband við Landsbankann fyrir 25. mars. Það gæti lækkað lánið þitt að hafa samband við okkur í tíma. Samkvæmt lögum á Landsbankinn að endur- reikna öll erlend húsnæðislán með óverð- tryggðum vöxtum. Í sumum tilfellum kemur hins vegar betur út fyrir viðskiptavin að reikna lánið með verðtryggðum vöxtum. Þegar þú hefur samband við okkur getum við sýnt þér þær leiðir sem þér standa til boða og þú getur valið þá sem best hentar. Komdu til okkar fyrir 25. mars en eftir þann tíma verða öll lán reiknuð eins og lög gera ráð fyrir. Hafðu samband fyrir 25. mars ef þú hefur ekki gert það nú þegar og vertu viss um að lánið þitt sé endurreiknað eins og það kemur best út fyrir þig.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.