Fréttablaðið - 21.03.2011, Qupperneq 12
12 21. mars 2011 MÁNUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
A
tvinnuleysið er eitt brýnasta úrlausnarefni Íslendinga.
Það er meira en verið hefur áratugum saman. Þúsundir
manna hafa nú verið án atvinnu lengur en ár, sem hefur
sömuleiðis verið óþekkt staða um langt árabil.
Ný störf verða ekki til í opinbera geiranum, þar sem
skatttekjurnar hrökkva ekki fyrir útgjöldum og verið er að skera
niður. Atvinna verður til í öflugum einkafyrirtækjum sem hafa
skilyrði til að ráðast í ný verkefni, fjárfesta og bæta við sig fólki.
Alltof hægt hefur gengið að
skapa þessi skilyrði hér á landi
eftir bankahrunið. Vilhjálmur
Egilsson, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, var
harðorður í gagnrýni sinni hér í
blaðinu á laugardaginn þar sem
hann orðaði það svo að atvinnu-
lífinu væri að blæða út. Fjárfest-
ingar væru alltof litlar og fyrirtækin ekki að endurnýja sig. Þetta
hefði í för með sér tekjutap ríkissjóðs vegna minni umsvifa, sem
gæti leitt af sér enn nýjan niðurskurð og skattahækkanir.
Vilhjálmur benti á að framkvæmdir við álver Norðuráls í Helgu-
vík og tilheyrandi orkuframkvæmdir myndu skipta sköpum við að
koma atvinnusköpun aftur í gang. „Þegar menn eru á móti þessu
verkefni eru þeir um leið að boða skattahækkanir upp á tólf til
fimmtán milljarða. Ef Helguvík væri komin á fullt myndi það skipta
ríkissjóð máli upp á allt að milljarði á mánuði,“ sagði Vilhjálmur.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra tók gagnrýni Vilhjálms
óstinnt upp í fréttum Stöðvar 2 og sagði ekkert standa upp á stjórn-
völd í Helguvíkurmálinu. Fjárfestingarsamningi hefði verið lokið
og pólitískur vilji væri „beggja vegna borðsins“ í ríkisstjórninni að
klára málið. Það væru eingöngu deilur Norðuráls og HS orku sem
stæðu í vegi fyrir verkefninu.
Málið er þó engan veginn eins einfalt og Katrín vill vera láta.
Fyrir helgi gagnrýndu bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Garðsins
að Helguvík væri ekki að finna á lista Jóhönnu Sigurðardóttur for-
sætisráðherra yfir verkefni, sem skapa myndu ný störf á næstunni.
Þeir töldu upp ýmis mál, sem hefðu tafið fyrir framkvæmdinni. Þar
á meðal væri töf á rammaáætlun um orkunýtingu umfram það sem
eðlilegt gæti talizt, hótanir um eignarnám á HS orku, tregða Orku-
stofnunar til að heimila stækkun Reykjanesvirkjunar, þvert á álit
sérfræðinga og ólögmætar aðgerðir umhverfisráðherra, sem tafið
hefðu fyrir framgangi leyfisveitinga til virkjana í Þjórsá.
Við þetta má bæta ýmsum yfirlýsingum ráðherra Vinstri grænna,
sem benda til að yfirlýsing iðnaðarráðherrans um pólitískan vilja í
báðum stjórnarflokkum til að ljúka málinu sé orðum aukin.
Álver í Helguvík er það tækifæri til atvinnusköpunar sem liggur
beinast við. Það myndi skapa allt að tíu þúsund störf á framkvæmda-
tímanum og allt að tvö þúsund til frambúðar, að afleiddum störfum
meðtöldum – á því svæði þar sem atvinnuleysið er mest. Alþjóð-
legt fyrirtæki, sem Íslendingar hafa góða reynslu af, er tilbúið
með tugi milljarða króna til að leggja í verkefnið. Dræmur áhugi í
stjórnarliðinu á að það nái fram að ganga bendir til að stjórnin sé
líka hálfvolg í því verkefni að vinna bug á atvinnuleysinu.
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
HALLDÓR
Evrópa er fjölmenningarsamfélag. Í öllum ríkjum álfunnar, þar með talið á
Íslandi, eru fjölmennir hópar innflytjenda
sem fóstra menningu uppruna-
landsins og aðlagast smátt og
smátt menningu heimalandsins.
Hugmyndir um að ólíkir menn-
ingarheimar renni áreynslulaust
saman á tveimur til þremur kyn-
slóðum hafa reyndar ekki gengið
upp. Þriðja kynslóð innflytjenda
hefur ekki tileinkað sér mál og
menningu upptökulandsins í
nægilegum mæli og heimalöndin
hafa ekki opnað faðminn nógu
vel. Gettó hafa orðið til, einkum
meðal ungra múslima.
Þjóðamósaík Evrópu er marg-
brotin og flókin. Hefðbundin
landamæri draga nokkur mörk
milli þjóða en eru alls ekki
afmarkandi. Tyrkir lifa í Þýska-
landi, Serbar í Montenegro, Ung-
verjar í Búlgaríu og áfram í það
óendanlega. Hugtakið ein menn-
ing – eitt ríki á ekki við. Fjölmenning er
staðreynd þó að menn deili um tungumál,
blæjur, búrkur og krossa. Þó að sumum
þyki óþægilegt að fólkið allt um kring sé
ekki allt eins á litinn eða játi ekki allt sömu
trúna og tali ekki allt eins „þróað“ mál og
afi og amma þá eru þeir fleiri sem njóta
fjölbreytninnar og aðkomnir
hafa á öllum tímum í sérhverju
ríki auðgað menningu þess lands
sem hefur tekið þá upp á arma
sína.
Í dag 21. mars er einmitt
alþjóðlegur baráttudagur gegn
kynþáttafordómum og um leið
gegn kynþáttamisrétti. Alls-
herjarþing Sameinuðu þjóðanna
valdi þessa dagsetningu í minn-
ingu 69 mótmælenda sem myrtir
voru 21. mars 1960 er þeir tóku
þátt í friðsamlegum mótmælum
gegn aðskilnaðarstefnu stjórn-
valda í Suður-Afríku.
Í tilefni dagsins boðar þjóð-
málanefnd Þjóðkirkjunnar til
hádegismálþings í safnaðarheim-
ili Neskirkju. Þar munu Tos-
hiki Toma og undirritaður ræða
um kynþáttafordóma og íslenskt
samfélag og Magnús Erlingsson og Svavar
Stefánsson segja frá því hvernig kirkjan
nálgast innflytjendur. Allir eru velkomnir.
Málþingið hefst kl. 12.00.
Mósaík þjóðanna
Kynþátta-
fordómar
Baldur
Kristjánsson
formaður
þjóðmálanefndar
Þjóðkirkjunnar,
sérfræðingur í
ECRI
Í dag 21. mars
er einmitt
alþjóðlegur
baráttudagur
gegn kyn-
þáttafor-
dómum og
um leið gegn
kynþáttamis-
rétti.
Frummælendur
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður
þingflokks Samfylkingarinnar
Loftslagsbreytingar
og aðildarríkið Ísland
Hádegisfundur Evrópuvaktar Samfylkingarinnar
á Kaffi Sólon þriðjudaginn 22. mars kl. 12–13.
xs.isAllir velkomnir
Vill ríkisstjórnin vinna bug á atvinnuleysinu?
Hvað með
Helguvík?
Sjálfstæðismenn á móti
Viðskiptablaðið birti á fimmtudag
skoðanakönnun um stuðning við
Icesave-samkomulagið sem kosið
verður um 9. apríl. Athygli vakti að
59,1 prósent Sjálfstæðismanna voru
mótfallin samkomulaginu. Þann 25.
janúar birti Fréttablaðið
könnun um sama mál
en hún var gerð áður
en forysta Sjálfstæðis-
flokksins tilkynnti að
hún hygðist styðja sam-
komulagið. Þá sögðust
52,7 prósent Sjálfstæðis-
manna vilja hafna
samkomulaginu.
Fylgja ekki forystunni
Búist var við því að stuðningur við
samkomulagið myndi aukast meðal
Sjálfstæðismanna í kjölfar ákvörð-
unar forystunnar. Ef marka má þessu
nýju könnun hefur það hins vegar
ekki gerst, þvert á móti hefur
stuðningur minnkað. For-
ysta flokksins hefur að
vísu ekki beitt sér að ráði
gegn samkomulaginu en
engu að síður virðist ljóst
að meirihluti Sjálfstæðis-
manna treystir
ekki forystunni
í þessu máli.
Hægri kratar ókyrrast
Margrét Kristmannsdóttir, formaður
Samtaka verslunar og þjónustu og
varaþingmaður Samfylkingarinnar,
lýsti því yfir í Silfri Egils í gær að
hún teldi farsælast að Sjálfstæðis-
flokkur og Samfylking mynduðu
nýja ríkisstjórn. Er þessi yfirlýsing í
takt við þverrandi þolinmæði hægri
krata í Samfylkingunni á núverandi
ríkisstjórn ekki síst í kjölfar yfir-
lýsinga þingmanna um ofurskatta
á ofurlaun og áframhaldandi hiks
stjórnarinnar í atvinnumálum.
Finnst mörgum hægri krötum
erfitt að styðja ríkisstjórnina
því hún starfi of langt til
vinstri. magnusl@frettabladid.is