Fréttablaðið - 21.03.2011, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 21.03.2011, Blaðsíða 29
FASTEIGNIR.IS21. MARS 2011 11 F élög fasteignasala á Norðurlöndum hófu nýverið sameiginlega vinnu við að kanna ýmsa þætti er varða fasteignamarkaðinn á Norðurlöndum. Kannanir eru gerðar meðal fasteignasala í hverju landi og sömu spurningar settar fram. Eitt af því sem spurt var um var hvað það væri sem helst hefði áhrif á fasteignamarkaðinn í dag en hægt var að nefna þrettán atriði. Það voru þrír þættir sem yfirgnæfandi meirihluti íslenskra fasteignasala var sammála um að hefðu helst áhrif en 77% töldu að bankarnir væru strangari varðandi útlán, 77% nefndu stöðuna á vinnumarkaði og 73% nefndu óvissuna, þ.e. að það að bíða og sjá til hvað verður réði miklu. Það sem talið var hafa minnst áhrif á fasteignamarkaðinn var veðurfar en 11% nefndu það og næst minnst var bjartsýni gagnvart eigin fjárhag en 17% nefndu það. Hjá Norðmönnum var það bjartsýni gagnvart eigin fjárhag sem hafði mest áhrif á fasteignamarkaðinn en 72% fasteignasala töldu það og 68% nefndu að lítið framboð eigna hefði mikil áhrif á markaðinn. Hjá Svíum var það helst að bankarnir væru strangir varðandi útlán en 65% fasteignasala töldu það hafa mest áhrif. Hjá Dönum var það staðan á vinnumarkaði sem fasteignasalar nefndu helst eða 76%. Þessi niðurstaða þarf alls ekki að koma á óvart hvað Ísland varðar, enda enn talsverð óvissa um efnahags- mál í þjóðfélaginu þó svo að fasteignaviðskipti hafi nokkuð aukist á sl. vikum og almennt ríki talsvert meiri bjartsýni en áður um fasteignamarkaðinn. Grétar Jónasson hdl. framkvæmdastjóri Félags fasteignasala Hvað hefur áhrif á markaðinn? Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. - með þér alla leið - Kjarninn Selfossi til sölu: Verslunarhúsnæði með góðum leigusamningum. Traustir leigutakar og langir samningar. Mikill gestafjöldi í hverjum mánuði. Í sama húsi eru til leigu ca. 1000 fermetrar við hliðina á Krónunni og er tilvalið fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi svo sem, sportvörubúð, veiðiverslun, kaffihús, bókabúð, heimilistækjaverslun, húsgagnaverslun, veitingasölu osfrv. Nánari upplýsingar veitir Þröstur Þórhallsson Lögg.fasteignasali í síma 897 0634. Allar nánari upplýsingar veitir þröstur í síma 897 0634 Vorum að fá í sölu þetta sögufræga hús í miðbænum. Húsið er ca. 1000 fm. á þremur hæðum og er allt í útleigu. Fjárfestar ! Síðumúla 13 - 108 Reykjavík Sími: 569 7000 - Fax: 569 7001 www.miklaborg. is netfang:miklaborg@miklaborg.is Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson, löggiltir fasteignasalar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.