Fréttablaðið - 21.03.2011, Page 33

Fréttablaðið - 21.03.2011, Page 33
MÁNUDAGUR 21. mars 2011 17 Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0030 · www.burstagerdin.is - Í öll anddyri - Hvaða stærð sem er - Afgreidd á 2 dögum • •B U R S TA G E R Ð I N ÍS L E N S K U R I Ð N A Ð U R „Komdu léttari heim“ er yfir- skrift heilsuferðar til Spánar í maí næstkomandi, þar sem gist verður á litlu lúxushóteli við strönd Alicante, heilsukokkur sér um matseld og Anna Borg, einka- þjálfari og sjúkraþjálfari, sér um leikfimi og heilsurækt. Inntak ferðarinnar er að heilsusamlegt líf til framtíðar sé án allra öfga, en eftir vikuferð í sól og sjó með náttúruskoðunarferðum, hollum mat og hreyfingu alla daga mun fólk verða léttara á fæti og létt- ara í lund; tilbúið í íslenska sum- arið. Opinn kynningarfundur um ferðina verður í Heilsuborg, Faxafeni 14 í dag klukkan 17.30, þar sem sýndar verða myndir af staðnum og fjölbreytt dagskrá kynnt. Fararstjórar verða fjöl- miðlakonan Sirrý og Anna Borg, eigandi Heilsuborgar. Allir vel- komnir. Léttari heim úr Spánarsól HEILSUSAMLEG SIRRÝ Fjölmiðlakonan Sirrý verður fararstjóri í þessari tíma- mótaferð þar sem fléttað verður saman hreyfingu, gleði, dekri og fræðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Listamaðurinn Curver Thoroddsen sýnir verk, hljóðinnsetninguna ROCK n‘ ROLL og myndbandsgjörninginn Fjölskyldukvint ettinn, í Listasafni Íslands. Í verkum sínum leitast Curver við að slá saman heimi framúrstefnulegrar tón- og hávaðalistar við dægurmenningu og leik- gleði. Rock n‘ Roll samanstendur af sjö rokk- gítarriffum sem eru endurtekin í sífellu, öll í einu og úr jafnmörgum hátölur- um í rýminu. Í Fjölskyldukvintettinum leika Curver og fjölskylda hans á klass- ísk strengjahljóðfæri sem þau hafa aldrei snert á áður. Sýningin stendur yfir til 27. mars næst- komandi. Hávaðalist og leikgleði Tilurð matar og sambandið milli fæðu og umhverfis er umfjöllun- arefni farandsýningar sem hefur verið sett upp í Norræna húsinu. Yfirskrift hennar er MANNA*- annars konar sýning um mat, en Orðið manna kemur úr Biblíunni og þýðir sá matur sem Guð gefur. Sýningin kemur frá Resilience Center við Háskólann í Stokk- hólmi og hefur hlotið lof þar sem hún hefur áður verið sett upp. Samhliða sýningunni verða hald- in málþing og fyrirlestrar í Nor- ræna húsinu um samband fæðu og umhverfis. Allar nánari uppýs- ingar á heimasíðu þess, www.nor- dice.is. Uppruni vors daglega brauðs MATUR Í Norræna húsinu stendur yfir annars konar sýning um mat. LIST Curver sýnir í Listsafni Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.