Fréttablaðið - 21.03.2011, Side 36
21. mars 2011 MÁNUDAGUR20
folk@frettabladid.is
Orlando Bloom finnst
skemmtilegast að leika
persónur sem ögra honum
sem leikara. „Ef handrit-
ið er mjög gott, persónan
vel skrifuð og fólkið sem
kemur nálægt myndinni
áhugavert þá tek ég að
mér hlutverkið,“ sagði
Bloom. „Ég er hrifinn af
öllu sem ég er hræddur
við. Ég er nýbúinn að ljúka
við að leika í The Three
Musketeers. Það var mjög
skemmtilegt. Ég fékk að
leika hertogann af Buck-
ingham og það var virki-
lega gaman.“
Bloom og eiginkona
hans Miranda Kerr eign-
uðust sitt fyrsta barn í
janúar. Hinn 34 ára leik-
ari nýtur þess mjög að
vera orðinn pabbi. „Ég
hef baðað hann mikið
undanfarið. Það eru virki-
lega góðar stundir,“ sagði
Bloom um soninn. „Það er
æðislegt að vera pabbi, ég
elska það.“
Ögrandi hlutverk
VILL ÁSKORUN
Orlando Bloom
vandar valið áður
en hann tekur
að sér hlutverk í
bíómynd.
Breska hljómsveitin Coldplay
tekur þátt í fjármögnun kvik-
myndarinnar Ashes með Ray
Winstone í aðalhlutverki. Um
spennumynd er að ræða sem Mat
Whitecross, sem hefur leikstýrt
mörgum myndböndum fyrir
Coldplay, mun leikstýra. Söngv-
arinn Chris Martin og félagar
verða einnig titlaðir sem með-
framleiðendur myndarinnar.
Ekki hefur verið ákveðið hve-
nær ræman kemur út. Coldplay
er þessa dagana að taka upp sína
nýjustu plötu. Tvö ár eru liðin
síðan sú síðasta, Viva la Vida or
Death and All His Friends, kom
út.
Framleiða
kvikmynd
COLDPLAY Hljómsveitin tekur þátt í
framleiðslu kvikmyndarinnar Ashes.
Shia LaBeouf hefur tekið að sér
hlutverk Ig Perrish í kvikmynd-
inni Horns, sem er byggð á sam-
nefndri skáldsögu eftir Joe Hill.
Myndin fjallar um mann sem
vaknar og uppgötvar að horn eru
byrjuð að vaxa úr höfði hans.
„Shia er afar hæfileikaríkur
leikari og hann var frá upp-
hafi mjög spenntur fyrir þess-
ari sögu,“ sagði Cathy Schulman
hjá framleiðandanum Mandalay
Pictures. Shia, sem nýlega hætti
með bresku leikkonunni Carey
Mulligan, er með fleiri verk-
efni í bígerð. Þriðja Transform-
ers-myndin er væntanleg ásamt
mynd sem nefnist The Wettest
County in the World.
Stíf dagskrá
hjá Shia
LEIKUR IG PERRISH Shia LaBeouf leikur
mann sem uppgötvar að horn eru
byrjuð að vaxa úr höfði hans.
40 ára afmæli
Bústaðakirkju
Boðunardagur Maríu
„ Ave María“ í Bústaðakirkju,
fimmtudaginn 24. mars kl.20
Fluttar verða Ave Maríur og tónlist tengd boðunardegi Maríu
Orgelleikari og kórstjóri : Jónas Þórir
Kirkjukórinn syngur ásamt einsöngvurum úr kórnum:
Anna Sigríður Helgadóttir
Edda Austmann
Gréta Hergils Valdimarsdóttir
Jóhann Friðgeir Valdimarsson
Svanur Valgeirsson
Svava Kristín Ingólfsdóttir
Sæberg Sigurðsson
Jón Þ. Reynisson, harmonikka • Örnólfur Kristjánsson, selló
Sýning á mósaíkmyndum Maríu guðsmóður
eftir Fanný Jónmundsdóttur verður opnuð í anddyri kirkjunnar
J.S.Bach BWV 245
Sunnudaginn 3. apríl 2011 kl. 17
Minningartónleikar um Áskel Jónsson
söngstjóra f. 5. apríl 1911.
Hallgrímskirkja
Reykjavík
Menningarhúsið Hof
Akureyri
Laugardaginn 2. apríl 2011 kl. 17
Föstudaginn 1. apríl 2011 kl. 20
Jóhannesarpassía
26
Menningarhátíðinni Air
d‘Islande lauk í París í
gær. Lay Low, Hjaltalín og
Feldberg héldu tónleika á
einum þekktasta tónleika-
stað Parísar, Flèche d‘Or,
og voru gestir um 500 tals-
ins. Að sögn skipuleggjenda
fengu íslensku sveitirnar
frábærar viðtökur og kom-
ust ekki allir að sem vildu.
Íslensk menning í París
milljónir netverja höfðu í gær horft á myndband
söngkonunnar Rebeccu Black við lagið Friday á Youtube.
Fyrir helgi höfðu um 13 milljónir skoðað myndbandið.
SKÁL Í BOÐINU Leikstjórinn Árni Sveinsson og Lay Low fóru yfir stöðu mála.
Kvikmynd Árna, Backyard, var sýnd á hátíðinni í París. MYNDIR/CHRISTIAN DEMARE
Björn Bjarnason, fyrrum menntamála-
ráðherra, ræðir við Charlotte Dronier.
Rósa söngkona í Feldberg var í góðu
stuði.
Högni í Hjaltalín söng af innlifun fyrir
fimm hundruð tónleikagesti.