Fréttablaðið - 21.03.2011, Page 46

Fréttablaðið - 21.03.2011, Page 46
21. mars 2011 MÁNUDAGUR30 MORGUNMATURINN „Það er blanda af ristuðu brauði með sultu, appelsínusafa og Herbalife-shake í restina.“ Hrafn Kristjánsson, þjálfari meistarflokks KR í körfubolta. Iðnaðarmenn - arkitektar - húseigendur Fræðslustofa um viðhald og viðgerðir eldri húsa Endurgjaldslaus ráðgjöf í Árbæjarsafni miðvikudaga kl. 16 – 18 og á sama tíma í síma 411 6333 Húsafriðunarnefnd – IÐAN fræðslusetur – Minjasafn Reykjavíkur HÚSVERNDARSTOFA „Ég fer óhræddur í þennan bar- daga,“ segir Björn Jónsson. Tveir starfsmenn í þrívíddar- teymi tölvuleikjafyrirtækisins CCP, þeir Björn og Daníel Þórð- arson, ætla að keppa í skákhnefa- leikum í Laugardalshöll næst- komandi föstudag, 25. mars, á Fanfest-aðdáendahátíð tölvuleiks- ins EVE online. Hið áhugaverða er að Björn er með 2039 Elo-stig en hefur aldrei keppt í hnefaleik- um en Daníel varð Íslandsmeist- ari í hnefaleikum árið 2009 en er aftur á móti með engin Elo-stig. „Ég lít á þetta þannig að ég held að hann sé verri í skák en ég í boxi. Það er ljóst að við eigum okkar sterku greinar. Það er bara spurn- ing hvor verður flinkari að verjast í því sem hann er slakur í,“ segir Björn og ætlar ekkert að gefa eftir. Keppt er í lotum og er byrjað á skáklotu í fjórar mínútur. Tekin er einnar mínútu hvíld á milli og síðan hefst hnefaleikalota í þrjár mínút- ur. Loturnar ganga svo á víxl þar til annað hvort mátað er í skák- inni eða slegið rothögg í hringn- um. Frítt verður inn í Laugardals- höll auk þess sem aðdáendur EVE online geta fylgst með skákboxinu í beinni útsendingu á netinu. CCP safnar 500 króna áheitum vegna keppninnar og rennur allur ágóðinn til samtakanna Sjónarhóls. Hægt er að heita á Björn í síma 99201 og á Daníel í síma 99202. Skoða má myndband um viðureign- ina á síðunni Youtube ef slegið er inn Eve Chessboxing. freyr@frettabladid.is BJÖRN JÓNSSON: ÉG FER ÓHRÆDDUR Í ÞENNAN BARDAGA TÖLVUNIRÐIR HEYJA EINVÍGI Í SKÁK OG BOXI KLÁRIR Í SLAGINN Björn Jónsson og Daníel Þórðarson ætla ekkert að gefa eftir í skákboxinu næstkomandi föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta er það stærsta sem hefur verið gert í pókernum hérlendis og jafnvel þótt víðar væri leitað,“ segir pókerkóngurinn Davíð Rúnars- son, Dabbi Rú, á Gullöldinni í Grafarvogi. Pókerklúbburinn í Gullöldinni hyggst senda sigurvegara Grant‘s-mótaraðarinn- ar, sem hófst síðasta föstudagskvöld, á mót í WSOP-mótaröðinni í póker, sem er stærsta og virtasta pókermótaröð heims. Þá munu sex spilarar eiga möguleika á að vinna sig inn á Evrópumótaröðina EMOP. Dabbi segir að pakkinn sem sigurvegari Grant‘s mótaraðarinnar fái í sinn hlut kosti um eina og hálfa milljón. „Þeir sem við erum að senda út eru ekki að borga krónu heldur greiðir pókerklúbburinn á Gullöldinni allan kostnað,“ segir hann. Ekki er langt síðan Davíð og félagar fóru að senda sigurvegara í mótaröðum sínum á mót erlendis. Tveir spilarar eru leiðinni til Portúgals að keppa í mars og þrír í viðbót fara þegar Burn-mótaröðinni lýkur. Dabbi segir mótshaldara í Danmörku, Möltu og Nor- egi hafa klórað sér í höfðinu yfir því hvernig hægt sé að halda svona stórar mótaraðir í jafn litlu landi. Hafa þeir sent honum fyrirspurn- ir um fyrirkomulag mótanna. „Þeir vilja apa þetta eftir mér og setja upp samskonar mót í sínu landi,“ segir hann stoltur. - afb Sendir spilara á stærsta pókermót heims PÓKERKÓNGURINN Dabbi Rú er dug- legur við að senda íslenska pókerspilara á mót erlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Anna Sigríður Pálsdóttir hár- hönnuður hefur komið á laggirnar fyrstu íslensku vefsíðunni þar sem hárgreiðslufólk getur á auðveldan og fljótlegan hátt fundið fyrirsæt- ur fyrir ýmis verkefni. „Hugmyndin að síðunni kom til þegar ég var að vinna að eigin hárlínu í fyrra og ein fyrirsætan forfallaðist á síðustu stundu. Það er ekkert hlaupið að því að finna nýja fyrirsætu með svipað hár með engum fyrirvara og ég fór að spá í því af hverju það væri ekki til síða sem þessi til að auðvelda manni lífið og spara tíma og fyrirhöfn,“ útskýrir Anna Sigríður, eða Anna Sigga eins og hún er oftast kölluð. Vefsíðan, Hármódel.is, er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi en svipuðum síðum er haldið úti bæði í Bandaríkjunum og víða í Evrópu. Að sögn Önnu Siggu verða fyrirsæturnar að hafa náð átján ára aldri en þess utan sé öllum frjálst að skrá sig. „Fólk skráir sig í gegnum síðuna og svo kemur það til mín og ég skrái niður ýmsar upplýsingar, til dæmis hárgerð og hversu opið fólk er fyrir breyting- um. Það eru ekki allir sem vilja láta lita á sér hárið eða klippa það mjög stutt.“ Síðan er tiltölulega nýkomin í loftið og því er lítil reynsla komin á starfsemi hennar en Anna Sigga telur að það breytist í lok mánaðar- ins þegar fagmenn fara að kynna nýjar vor- og sumarlínur. „Það er mikið um stórar hársýningar núna í lok mars og þá kemur betur í ljós hvernig vefurinn leggst í menn. Hingað til hefur þó verið tiltölu- lega auðvelt að fá fyrirsætur á skrá,“ segir hún að lokum. Áhugasamir geta skráð sig með því að senda póst á netfangið har- model@harmodel.is. - sm Opnar vefsíðu fyrir hármódel FRUMKVÖÐULL Anna Sigríður Pálsdóttir hárhönnuður hefur komið nýrri vefsíðu á laggirnar. Þar geta fagmenn leitað eftir hárfyrirsætum á auðveldan hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Poppstjarnan Ingólfur Þórarins- son, betur þekktur sem Ingó, hefur lagt fyrstu drög að sólóferli sínum. Ingó hefur undanfarið gefið út tón- list undir merkjum Ingós og Veður- guðanna en nú er fyrsta sólóplata hans í vinnslu og er áætlað að hún komi út fyrir jólin. Ingó vinnur þessa dagana að upptökum á plötunni og sendi á dögunum fyrsta lag plötunnar í útvarpsspilun. Lagið kallast Fanney og segja aðdáendur kappans að það komi þeim í rétta skapið fyrir sumarið. Kurteist fólk, ný kvikmynd Ólafs Jóhannessonar, verður frumsýnd 31. mars næstkomandi. Margir af vinsælli leikurum þjóðarinnar leika í myndinni, til að mynda Ingvar E. Sigurðsson, Hilmir Snær Guðnason, Halldóra Geirharðs- dóttir og Benedikt Erlingsson, svo óhætt er að bera nokkrar vænt- ingar til útkomunnar. Aðalleikarinn Stefan Karl Stefánsson er sem kunnugt er búsettur í Kaliforníu og hafði hann ráðgert að fljúga heim til að vera viðstaddur frumsýninguna. Plön stjörnunnar breyttust hins vegar og hann hefur afboðað komu sína. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.