Fréttablaðið - 24.03.2011, Side 30
Fermingartilboð
Mjúk
a
fermi
ngarg
jöfin
Skipholti 29b • S. 551 0770
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
KOMDU Í ÖLL HELSTU
PARTÝIN MEÐ OKKUR
m.visir.is
Fáðu Vísi í símann!
Meiri Vísir.
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar,
meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval.
Þú færð meira af öllu á Vísi.
„Þetta opnar mér margar dyr,“
segir Elísabet Inga Kristófers-
dóttir, nemi í fatahönnun við The
Art Institute of Seattle. Hún tók
nýlega þátt í einni stærstu skóla-
sýningu í Washington-ríki, Fashion
Roulette – AIS
Fashion Show
2011, og hlaut
verðlaunin „the
most market able
collection“ fyrir
söluhæfustu
fatalínuna.
Elísabet valdi
sér þemað arki-
tektúr og míni-
malismi til að
vinna út frá á sýningunni. „Ég
sýndi átta alklæðnaði, mest buxur
og jakka en líka kjól,“ segir Elísa-
bet, sem vinnur helst með mynstr-
uð og margbrotin efni og leiðist
látlaus efni. Hún vann að sýning-
unni hörðum höndum frá jólum
en verðlaunin komu henni
þægilega á óvart. „Keppt
var í fimm flokkum,
frumlegasta f l íkin,
besta rauðadregilsflíkin
í karla- og kvennaflokki,
besta fatalínan og
svo verðlaunin sem
ég hlaut,“ segir
Elísabet ánægð.
Hún segir verð-
launin fyrst
og fremst
fe l a s t í
heiðrinum.
„Þetta er
frábært á
ferilskrána
en auk þess
hef ég fengið
fullt af tilboð-
um,“ upplýsir hún.
Henni hefur til dæmis
verið boðið að taka
þátt í tísku sýningu í
Bellevue Art Museum í Seattle
í vikunni og svo annarri sýn-
ingu í byrjun apríl.
Elísabet hefur fullan hug á
að markaðssetja flíkurnar úr
línunni. Fötin eru óvenju-
leg að mörgu leyti en samt
klæðileg. „Til dæmis
er ég með skálmar
yfir buxur með keðj-
um,“ segir Elísa-
bet, sem mun
útskrifast af
heiðurslista
skólans í
júní. Fram-
tíðin er enn
óráðin. Hug-
urinn stefnir þó
til Los Angeles
en Elísabet hefur
verið að hanna fyrir
íslensku stelpurnar í
The Charlies.
solveig@frettabladid.is
Elísabet Inga
Kristófersdóttir
Spennandi efni eru Elísabetu hugleikin. Elísabet sýndi átta alklæðnaði á sýningunni. MYNDIR/DAVID GALLO
Tískuvikurnar fjórar (The Big Four eins og þær eru nefndar) í New York,
London, Mílanó og París fara alltaf fram í fyrrgreindri röð, það er fyrst í New
York, svo í London, næst Mílanó og síðast í París. Yfir fjörutíu tískuvikur eru
haldnar ár hvert um allan heim en þessar eru stærstar.
Hlaut verðlaun fyrir
söluhæfustu flíkurnar
Elísabet Inga Kristófersdóttir útskrifast sem fatahönnuður frá The Art Institute of Seattle í júní. Námið
hefur gengið framar vonum. Hún útskrifast af heiðurslista og nýlega hlaut hún eftirsótt verðlaun.
Föt frá árunum 1920 til 1960 má flokka sem vintage en föt sem voru
framleidd eftir 1960 eru retro. Það var upp úr 1960 sem farið var að
líta á gömul föt sem tískufyrirbæri enda þá farið að fjöldaframleiða í
meiri mæli en áður og eftirsóknarvert að vera ekki eins og allir aðrir.
Heimlid: vintagevixen.com