Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.03.2011, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 24.03.2011, Qupperneq 58
24. mars 2011 FIMMTUDAGUR42 bio@frettabladid.is > LAW Í ÖNNU Jude Law hefur samþykkt að leika í kvikmyndinni Önnu Kareninu ásamt Kick-Ass- stjörnunni Aaron Johnson og Keiru Knightley. Myndin segir frá Önnu, sem er föst í ástlausa hjónabandi og verður hrifin af heillandi hermanni. Stóra spurn- ingin hlýtur að vera sú: hvort verður Jude? Þrátt fyrir að enn sé rúmt ár þangað til 23. myndin um leyniþjónustumanninn James Bond verður frum- sýnd eru spekingar og net- nirðir farnir að spá í hver fái það bitastæða hlutverk að gera Bond lífið leitt. 23. myndin um James Bond verð- ur gerð. Fyrir ekki svo margt löngu leit allt út fyrir að Bond væri endan lega úr sögunni, kvik- myndaverið MGM var á leið í gjaldþrot og Bond sömuleiðis. En með fjárhagslegri skipulagningu jakkafataklæddra karla tókst að bjarga skipinu og James sömu- leiðis og það verður að teljast jákvætt; Bond-mynd er endalaus uppspretta frétta og vangaveltna enda vilja allir vita hver sé næsta Bond-stelpan og hver skúrkurinn. Vitað er að Daniel Craig verð- ur á sínum stað enda þykir honum hafa tekist vel upp í bæði Casino Royal og Quantum of Solace. Sam Mendes mun leikstýra myndinni og myndin verður hugsuð sem sjálfstætt framhald af þeim svaðil- förum sem Bond hefur þurft að klóra sig út úr í síðustu tveimur myndum. Og þá má auðvitað bæta því við að Judi Dench verður M. Og þetta eru allt staðfestar fréttir. Hins vegar hefur ekkert verið staðfest hvaða leikkonur hreppa þann eftirsóknarverða titil að verða Bond-stúlka. Það má raunar búast við miklu húllumhæi þegar þær skrifa undir þann ráðningar- samning. Netmiðlar eru lítið farn- ir að velta möguleikum fyrir sér enda vita þeir kannski sem er að það er til lítils. Nýju Bond- stúlkurnar hafa allar verið frem- ur óþekktar. Hins vegar grasserar allt í sögu- sögnum um hvaða karlleikarar komi til greina í hlutverk þrjóts- ins. Ein lífseigasta sagan er reynd- ar um leikkonu en á einhverjum tímapunkti fór sú saga hátt að Rachel Weisz myndi leika aðal- skúrkinn. Þeirri hugmynd hefur Skúrkarnir raða sér upp David Fincher er sagður vera í bílstjórasætinu til að hreppa eitt eftir sóknarverðasta hnoss Holly- wood um þessar mundir; að fá að leikstýra nýrri útgáfu af Kleó- pötru. Það er framleiðsludeild Sony sem hefur verkefnið á sínum snærum en James Cameron (hver annar?) var fyrsti valkostur. Hann kaus hins vegar að einbeita sér enn frekar að Avatar-mynd númer tvö og þá kom Paul Greengrass til skjalanna. Hann þótti nokkuð líklegur en gaf verkefnið frá sér fyrir kvikmynd- ina Memphis, mynd um morðið á Martin Luther King. Og þá var komið að David Fincher. Hann er nú sagður vera í samningavið- ræðum við fram- leiðandann Scott Rudin en þeir tveir hafa unnið saman að kvik- myndunum The Social Network og Karlar sem hata konur eða The Girl with the Dra- gon Tattoo. Eins og gefur að skilja er um rándýra fram- leiðslu að ræða en talað hefur verið um að Angelina Jolie leiki hina duttlunga- fullu keisaraynju frá Egyptalandi og feti þar með í fótspor Elizabeth Taylor. Það hlýt- ur því að liggja í augum uppi að Brad Pitt leiki Markús Anton- íus sem Rich- ard Burton lék í kvikmynd- inni frá árinu 1963. Ný Kleópatra í bígerð í Hollywood Fjórar myndir verða frumsýndar í íslenskum kvik- myndahúsum um helgina. Sérstaklega verður að minnast á bresku gamanmyndina Four Lions sem fengið hefur afbragðsgóða dóma en hún er frum- sýnd í Bíó Paradís. Myndin segir frá hópi lánlausra hryðjuverkamanna sem undirbúa árás í ensku borginni Sheffield. Leikstjórinn Chris Morris vann til Bafta-verðlauna fyrir þessa frumraun sína og myndin var ein af tíu bestu myndum ársins að mati Time Magazine. Kvikmyndin Limitless með Bradley Cooper og Robert De Niro verður einnig tekin til sýningar um helgina. Hún segir frá hinum lata Eddie Morra sem varla nenn- ir að draga andann. Hann kemst hins vegar í kynni við dularfullan mann sem gefur honum pillu en hún gerir honum kleift að sjá heiminn upp á nýtt. Myndin hefur fengið ágætis dóma og situr á toppnum í Bandaríkjunum. Kvikmyndin The Adjustment Bureau skartar Matt Damon og Emily Blunt í aðalhlutverkum en hún segir frá manni sem vill breyta lífi sínu og örlögum. Myndin er byggð á smásögu eftir Philip Dick, þann sama og skrifaði Blade Runner. Fjórða myndin er síðan No Strings Attached en hún er kannski til marks um ókosti ófrumleika. Myndin segir nefnilega frá vinum sem ákveða að sænga saman án þess að það hafi neinar afleiðingar. Sama söguþráð er hægt að finna í kvikmyndinni Friends with Benefits sem verður frumsýnd á þessu ári. No Strings skartar Ashton Kutcher og Óskars- verðlaunaleikkonunni Natalie Port- man í aðalhlutverkum. Sængað hjá vinum og ofurpilla Grínleikstjórinn Judd Apatow kann þá list að kitla hláturtaugar hins vest- ræna heims með kvikmyndum á borð við The 40 Year Old Virgin og Knocked Up. Og nú er leikstjórinn byrjaður á nýrri mynd. Ekkert hefur verið gefið út hver söguþráðurinn er en vefmiðlar hafa gert að því skóna að gifta parið úr Knocked Up, þau Paul Rudd og Leslie Mann, verði í aðalhlutverk- um að þessu sinni. Apatow hefur haldið mikilli tryggð við sína leik- ara en samkvæmt Empire Online gæti hann leitað út fyrir þann hóp því sögusagnir eru á kreiki um að Megan Fox kunni að fá hlutverk í myndinni. Megan Fox sló eftirminnilega í gegn í kvikmyndinni Transformers 1 og 2 og virtist ætla að leggja heiminn að fótum sér. Hún lenti síðan upp á kant við leikstjórann Michael Bay og var hent út á götu. Fox taldi sig hafa ýmislegt annað til brunns að bera en að vera sæt í kringum vélmenni og ætlaði að nýta vinsældir sínar með kvikmyndinni Jonah Hex. Henni var slátrað af öllum og ekki berast betri fréttir af næstu kvikmynd henn- ar, Passion Play, því hún fer víst beint á DVD. Fox gæti því vel þegið smá hjálp við að endur- reisa annars stuttan feril. Apatow gæti bjargað Megan Fox FJÖRUGT Matt Damon og Bradley Cooper keppa um hylli íslenskra kvikmyndahúsagesta með kvikmynd- irnar Limitless og The Adjustment Bureau. VERÐUGIR ANDSTÆÐINGAR Óskarsverðlaunahafarnir Javier Bar- dem og Anthony Hopkins hafa báðir verið orðaðir við þrjóta- hlutverkið í næstu James Bond. Og það hefur Ralph Fiennes raunar líka verið. Hopkins er sá eini sem hefur neitað þessu af fullri alvöru en sögusagnirnar í kringum Fiennes og Bardem lifa góðu lífi. Daniel Craig gæti því fengið ansi verðugan andstæðing í 23. myndinni um leyniþjónustumanninn ráðagóða. örugglega verið slátrað fljótlega eftir að framleiðendurnir fréttu að Craig og hún væru nýjasta parið í Hollywood. Nýju nöfnin eru svo sem ekkert slor. Óskarsverð- launahafinn Javier Bardem hefur í marsmánuði verið stöðugt spyrtur við Bond-hlutverkið. Sem er ekk- ert skrítið. Þeir sem muna eftir frammistöðu hans í No Country for Old Men geta allir kvittað upp á að Bardem myndi sóma sér vel í hlutverki skúrksins. Annað nafn hefur einnig skot- ið upp kollinum og sá er vanur að leika þrjóta og illmenni. Nefnilega Ralph Fiennes, sá og hinn sami og leikur Voldemort, seiðkarlinn sem gerir Harry Potter lífið leitt. Einn vefmiðill gekk meira að segja svo langt að greina frá því Ralph væri byrjaður að undirbúa sig undir hlutverkið og að hann ætti að vera „dæmigerður enskur þrjót- ur“. Bæði Bardem og Fiennes eru nefndir til sögunnar á imdb.com- síðu Bond-myndarinnar. Þriðji leikarinn til að vera orð- aður við hlutverkið er síðan Ant- hony Hopkins en á blaðamanna- fundi fyrir skömmu vísaði hann þeirri hugmynd á bug, hann ætlaði ekki að fara að leika í Bond-mynd. Sem er sorglegt því vissulega hefði verið forvitnilegt að sjá Hannibal Lecter eltast við James Bond. ÞARF EITTHVAÐ GOTT Megan Fox hefur ekki gert góða hluti á hvíta tjaldinu eftir að hafa verið sparkað út úr Transformers. Hún treystir á Judd Apatow. STÓRMYND David Fincher er sagður vera í viðræðum við Sony um að leikstýra endurgerð Kleópötru. Angelina Jolie er sögð eiga að leika Kleópötru og þá hlýtur það að liggja í augum uppi að Brad Pitt leiki Markús Antoníus.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.