Fréttablaðið - 24.03.2011, Page 70
24. mars 2011 FIMMTUDAGUR54
LÖGIN VIÐ VINNUNA
„Þetta kom mér mjög á óvart,“
segir rithöfundurinn Viktor Arnar
Ingólfsson.
Útgáfufyrirtækið Amazon Cross-
ing, sem er í eigu bandaríska netr-
isans Amazon, hefur keypt útgáfu-
réttinn á þremur bókum Viktors
Arnars. Flateyjargáta kemur út í
Bandaríkjunum í haust, Engin spor
í apríl á næsta ári og Afturelding í
júlí sama ár. Amazon hefur einnig
tryggt sér útgáfuréttinn á Galdri,
skáldsögu Vilborgar Davíðsdóttur.
„Maður hefur litið þannig á að
Bandaríkjamarkaður væri óvinn-
andi vígi og það tæki því ekki að
streða við að komast þangað en
þarna er alveg nýr vinkill á útgáfu
sem er gaman að skuli vera kominn
til,“ segir Viktor Arnar.
Fréttablaðið greindi frá því á
dögunum að Amazon Crossing ætl-
aði að gefa út tíu bækur eftir tíu
íslenska höfunda bæði í prentuðu
og Kindle-rafbókarformi í tilefni
af heiðurssessi Íslands á bókamess-
unni í Frankfurt í haust. Nú er ljóst
að bækurnar verða fleiri en tíu og
eru það góð tíðindi fyrir íslenskar
bókmenntir.
Með því að gera þriggja bóka
samning við Viktor sýnir fyrir-
tækið að það ætlar ekki að tjalda
til einnar nætur í samstarfinu við
Ísland. Eitt lykilatriðið í vali Ama-
zon á bókum Viktors og Vilborgar
eru umsagnir lesenda á heimasíð-
um þess í mismunandi löndum.
Fyrrgreindar bækur þeirra eiga
það einmitt sammerkt að hafa
hlotið frábærar umsagnir á þýsku
Amazon-síðunni en þar í landi hafa
bækur Viktors selst í um 150 þús-
und eintökum.
Aðspurður segist hann ekki fá
fúlgur fjár fyrir samninginn við
Amazon Crossing, enda séu rithöf-
undar yfirleitt láglaunafólk. Heið-
urinn sé fyrst og fremst mikill.
Hann býst ekki við að ferðast til
Bandaríkjanna til að kynna bæk-
urnar en mun ræða þau mál betur
við starfsfólk Amazon á bókamess-
unni í Frankfurt í haust. - fb
Amazon gefur út bækur Viktors Arnars
Þýska tvíeykið Booka Shade vill
fá íslenskt sælgæti og nóg af því
í búningsherbergi sitt í Laugar-
dalshöll.
Booka Shade kemur fram á
aðdáendahátíð íslenska EVE
Online, í Laugardalshöll á laug-
ardaginn, en hátíðin hefst í dag.
Þeir Walter Merziger og Arno
Kammer meier, sem skipa tvíeyk-
ið, hafa áður komið til landsins og
kynntust þá greinilega lystisemd-
um íslenska sælgætisins. Þeir
biðja sérstaklega um súkkulaði-,
lakkrís og marsípan sæluna Tromp
en taka fram á kröfulistanum að
það verði að vera nóg af öðrum
tegundum.
Félagarnir eru augljóslega mikl-
ir matmenn því þeir vilja pitsur,
hamborgara og kjúklingavængi
eftir tónleikana ásamt nógu af
áfengi; viskíi, vodka, kampavíni og
orkudrykknum Red Bull. Þá vilja
þeir gott úrval af íslenskum snafsi
og því má búast við að skipuleggj-
endur bjóði þeim upp á Brennivín,
en fáir útlendingar sleppa úr land-
inu án þess að smakka það.
Booka Shade drengirnir báðu
sérstaklega um að fá aðgang til
að spila EVE Online, en óvíst er
hvort þeir hafi prófað leikinn.
Loks óskuðu þeir eftir að eftir-
partí yrði haldið þeim til heiðurs
í kjallara skemmtistaðarins Rex.
Hann er ekki til lengur og ekki
heldur Jacobsen, sem var opnaður
síðar í sama húsnæði. Kaffihúsið
Laundromat er núna í húsnæðinu
og var þeim því tjáð að kjallarinn
væri í dag sérstaklega ætlaður
börnum. Eftirpartíið verður því á
Kaffibarnum. - afb
Booka Shade vill íslenskt nammi
ÞÝSKIR NAMMIGRÍSIR Booka Shade vill
nóg af íslensku nammi í búningsher-
bergi sitt í Laugardalshöll.
KOM Á ÓVART Rithöfundurinn Viktor
Arnar Ingólfsson segir að áhugi Amazon
Crossing hafi komið sér mjög á óvart.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Það er kominn tími á að sýna og
sanna í eitt skipti fyrir öll hver er
bestur,“ segir Davíð Rúnarsson,
eða Dabbi Rú, eigandi Gullaldar-
innar í Grafarvogi.
Opna Íslandsmeistaramótið í
Ólsen ólsen verður haldið á Gull-
öldinni á laugardaginn. Sigurveg-
arinn fær glæsilegan bikar í sinn
hlut ásamt því að þátttökugjaldið
rennur óskipt í verðlaunafé.
Dabbi segir að titillinn sé stór
og að ýmislegt fylgi því að vera
Íslandsmeistari í þessu aldagamla
spili. „Það er ekki bara mikil kven-
hylli sem fylgir þessu heldur fylgir
mikil athygli fjölmiðla og virðing í
undirheimum,“ segir hann. „Þetta
er náttúrlega spil spilanna og
sýnir klókindi og kænsku.“
Útsláttarfyrirkomulag verður á
mótinu og Dabbi segist geta tekið
á móti allt að 200 keppendum. Í
fyrstu umferðunum er spilað einn
á einn og sá sem fyrr vinnur tvö
spil fer áfram. Þegar lengra verð-
ur komið í mótið þarf að vinna þrjú
spil til að komast áfram.
„Það er mjög mikill áhugi fyrir
mótinu,“ segir Dabbi, sem er viss
um að mætingin verði góð. „Fólk
er heitt fyrir þessu. Ég get lofað að
það verður alveg pakkað hérna.“
En nú eru ömmur sérstaklega
slyngir Ólsen ólsen-spilarar. Eru
þær sérstaklega hvattar til að
mæta?
„Já. Alveg sérstaklega eins og
allir. Það verður nýliðakennsla
ef svo ólíklega vill til að einhver
kunni ekki reglurnar.“ - afb
Íslandsmeistaramót
í Ólsen ólsen
ÓLSEN ÓLSEN! Dabbi Rú býst við
fjölmörgum keppendum á Íslandsmeist-
aramótið í Ólsen ólsen á laugardaginn.
„„Ég er eiginlega alltaf með í
eyrunum plötuna hans Helga
Hrafns Jónssonar, For the Rest
of My Childhood, hún hefur
verið í eyrunum á mér frá að-
draganda HönnunarMars.“
Greipur Gíslason, verkefnisstjóri
HönnunarMars.
„Staðurinn er svona góð blanda af
kósí kaffihúsi og menningarleg-
um vínbar,“ segir Dóra Dúna Sig-
hvatsdóttir en hún opnaði á dög-
unum kaffihúsið The Log Lady á
besta stað í miðbæ Kaupmanna-
hafnar, nánar tiltekið við á Studie-
stræde, hliðargötu af verslunar-
götunni frægu, Strikinu. Dóra á og
rekur kaffihúsið með vinkonu sinni
Henriette og hefur verið mikið að
gera síðan þær opnuðu „Við getum
alls ekki kvartað yfir viðtökunum
og þetta er ótrúlega gaman,“ segir
Dóra. Hún er alls ekki ókunn bar-
rekstri en hún opnaði á sínum tíma
barinn Jolene með nöfnu sinni
Takefusa. Það virðist vera eins
konar tískubóla hjá Íslendingum
að opna kaffihús eða bar um leið og
þeir flytja til Kaupmannahafnar,
kann Dóra Dúna einhverja útskýr-
ingu á því? „Nei, ætli það sé ekki
bara tilviljun. Það er allavega ekki
auðveldara ferli hér en heima. Allt
tekur miklu lengri tíma hérna enda
Danir ekki þekktir fyrir að flýta
sér og öll leyfi renna mjög hægt
í gegnum kerfið. Mér finnst samt
mjög gaman að standa í þessu.“
Í fyrra seldi hún sinn hlut í
Jolene-barnum, sem henni fannst
hafa misst sjarmann, og hóf þá að
leggja drög að kaffihúsinu. „Mig
langaði að opna stað sem var meira
fullorðins og menningarlegri. Við
ætlum til dæmis að bjóða upp á
ljóðaupplestur, fræðandi fyrir-
lestra og sérstök spákonukvöld,“
segir hún en nafn staðarins, The
Log Lady, er komið frá sjónvarps-
þáttunum vinsælu Twin Peaks sem
eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni.
„Ég elska þessa þætti og karakter-
inn sem gengur undir nafninu The
Log Lady er svona spákona sem er
sjúk í tré og við reyndum að taka
mið af því þegar við hönnuðum
staðinn, sem er kannski smá eins
og notalegur sumarbústaður.“
Dóra Dúna fékk einmitt hug-
mynd að hönnuninni frá plötu-
snúðnum og klipparanum Jóni Atla
Helgasyni en hann er nýfluttur til
Kaupmannahafnar og ætlar eitt-
hvað að þeyta skífum fyrir gesti
staðarins í framtíðinni. „Hann
er svo skemmtilegur og kom með
margar frábærar hugmyndir. Við
erum til dæmis með einn vegg
sem heitir fermingarveggurinn
og báðum alla vini okkar um koma
með fermingarmyndir af sér og
hengja upp á vegg. Það er mjög
fyndið þar sem flestir geta nú verið
sammála um að maður er ekki á
sínu fallegasta skeiði í kringum
fermingaraldurinn. Þessi veggur
fær mann allavega til að brosa.“
Dóra Dúna hefur nú búið í Dan-
mörku í fjögur ár og líkar vel. Hún
er búin að koma sér vel fyrir í borg-
inni þar sem hún býr ásamt kær-
ustu sinni Djunu Barnes, sem er
einn af frægustu plötusnúðum Dan-
merkur. „Ég er komin til að vera og
held að ég geti hiklaust sagt að ég
muni aldrei flytja aftur til Íslands.
Tækifærin leynast frekar hér en
heima,“ segir Dóra Dúna áður en
hún snýr sér aftur að kaffiþyrstum
gestunum. alfrun@frettabladid.is
DÓRA DÚNA SIGHVATSDÓTTIR: INNBLÁSIN AF TWIN PEAKS
Opnar kaffihús á besta
stað í Kaupmannahöfn
GÓÐ STEMMING FYRIR ÖLLU Dóra Dúna lýsir kaffihúsinu sínu, The Log Lady, sem
góðri blöndu af kósí kaffihúsi og menningarlegum vínbar með heimilislegu yfir-
bragði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANIKALORI
... af notuðum fötum ...
Fatabúð Hjálpræðishersins
Garðastræti 6, Reykjavík.
Opin alla virka daga
kl. 13.00 – 18.00.
Lau 26.3. Kl. 19:00 Fim 31.3. Kl. 19:00 Síð.sýn
Íslandsklukkan (Stóra sviðið)
Sun 27.3. Kl. 13:30
Sun 27.3. Kl. 15:00
Sun 3.4. Kl. 13:30
un 3.4. Kl. 15:00
Sun 10.4. Kl. 13:30
Sun 10.4. Kl. 15:00
Sun 17.4. Kl. 13:30
Sun 17.4. Kl. 15:00
Sindri silfurfiskur (Kúlan)
Allir synir mínir (Stóra sviðið)
Sun 27.3. Kl. 14:00
Sun 27.3. Kl. 17:00
Sun 3.4. Kl. 14:00
Sun 3.4. Kl. 17:00
Sun 10.4. Kl. 14:00
Sun 10.4. Kl. 17:00
Sun 17.4. Kl. 14:00
Sun 17.4. Kl. 17:00
Sun 1.5. Kl. 14:00
Sun 1.5. Kl. 17:00
Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið)
Fim 24.3. Kl. 20:00 6. sýn
Fös 25.3. Kl. 20:00 7. sýn
Fös 1.4. Kl. 20:00 8. sýn
Lau 2.4. Kl. 20:00
Mið 13.4. Kl. 20:00
Fim 14.4. Kl. 20:00
Mið 27.4. Kl. 20:00
Lau 30.4. Kl. 20:00
Fim 5.5. Kl. 20:00
Brák (Kúlan)
Ö
Ö
Ö
Ö
Fim 24.3. Kl. 20:00 Aukas.
Fös 25.3. Kl. 20:00
Sun 27.3. Kl. 20:00
Mið 30.3. Kl. 20:00
Lau 2.4. Kl. 20:00
Lau 9.4. Kl. 20:00
Sun 10.4. Kl. 20:00
Lau 16.4. Kl. 20:00
Sun 17.4. Kl. 20:00
Hedda Gabler (Kassinn)
Ö
U
U
Ö
Ö
Ö
Lau 26.3. Kl. 20:00 Aukas. Fös 8.4. Kl. 20:00 Fös 15.4. Kl. 20:00
U
U
Ö
Ö
Ö
Ö
U
U
U
Ö
Ö
U
Ö
U
U
Ö
Bjart með köflum (Stóra sviðið)
Fös 8.4. Kl. 20:00
Lau 9.4. Kl. 20:00
Fös 15.4. Kl. 20:00
Lau 16.4. Kl. 20:00
Fim 28.4. Kl. 20:00
Fös 29.4. Kl. 20:00
Fös 6.5. Kl. 20:00
Lau 7.5. Kl. 20:00
U
Ö
Ö U
Ö
Ö
Ö
Ö