Fréttablaðið - 29.03.2011, Qupperneq 16
16 29. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR
Gerum nú-
verandi kerfi
atvinnu-
leysisbóta og
Lánasjóðs
námsmanna
sveigjanlegri.
Í „góðærinu“ fóru ýmsar stofn-anir/fyrirtæki borgarinnar vel
fram úr sér hvað laun og fjárfest-
ingar varðar. Á sama tíma voru
leikskólar borgarinnar reknir
fyrir lítið fé, og starfsfólk þeirra
hélt starfinu gangandi á lúsar-
launum á meðan laun viðskipta-
og lögfræðimenntaðra með-
reiðarsveina útrásarvíkinganna
hækkuðu í Range Rover á mán-
uði – þrátt fyrir að þeir hefðu fáir
setið lengur á skólabekk en fag-
menntaður leik- eða grunnskóla-
kennari. Góðærið heimsótti aldrei
leikskólana, frekar en önnur
skólastig, og ekki skilaði ráðgjöf
meðreiðarsveinanna þeirri ávöxt-
un sem menn vonuðust til.
Nú hafa foreldrar og fjöl margir
sérfræðingar ályktað gegn tillög-
um starfshóps um sameiningu
leik- og grunnskóla. Fyrir utan
starfshópinn sjálfan telja fáir,
ef einhverjir, þessi þunnu sam-
einingarrök vera vel ígrunduð.
Ennþá er ósvarað spurningum er
snúa að því hvers vegna samein-
ing leggst með svo miklum þunga
á sum hverfi umfram önnur. Þá
þarf að útskýra hver séu megin
rök þess að sumar af uppruna-
legum tillögum hugnuðust starfs-
hópnum ekki og voru slegnar út
af borðinu. Getur það verið að
félagslegur styrkur foreldra í
nærsamfélagi geti haft þar áhrif?
Á hverfafundi nýverið var fulltrúi
starfshópsins til svara þegar rætt
var um hvernig standa ætti undir
kostnaði við fjölgun barna í Vest-
urbænum; en þar átti að reisa
skúra sem nú er búið að fjarlægja.
Spurt var, hvers vegna? Svarið
var að „foreldrar í Vesturbænum
eru svo kröfuharðir og þeir mót-
mæltu“. Það verður að hrósa for-
eldrum í Vesturbænum fyrir að
mótmæla illa ígrunduðum ákvörð-
unum, en hvað vinnubrögð meiri-
hlutans varðar þarf auðvitað að
spyrja; hverslags pólitík er þetta
eiginlega?
Ef við skoðum Breiðholtið betur
má sjá að sameiningartillögur
ná til 86% leikskóla en til 20% í
Vesturbænum. Rúm 34% leikskóla
sem á að sameina er í Breiðholt-
inu og þar á að ná fram tæpum
35% hagræðingarinnar í rekstri
leikskólanna. Ef starfshópurinn
hefði kynnt sér nærsamfélag leik-
skólanna betur hefðu þeir komist
að því að hvergi er eins hátt hlut-
fall tilvísana til félagsþjónustu er
varða börn á leikskólaaldri og þar.
Í hverfinu er mjög hátt hlutfall
einstæðra foreldra og nýbúa, en
sá hópur hefur ekki mjög sterka
rödd á hinum pólitíska vettvangi,
þar sem þessar ákvarðanir eru
teknar. En á hverfafundum síð-
ustu daga hefur meirihlutinn
fengið að heyra álit nærsam-
félagsins á þessum tillögum.
Undir skriftum gegn tillögunum
fjölgar einnig mjög hratt á netinu.
Starfshópurinn hefði einnig
auðveldlega geta komist að því
með vönduðum vinnubrögðum
að mjög erfitt hefur verið að upp-
fylla reglugerð leikskóla um að
2/3 hlutar starfsfólks sé fagfólk.
Og það er þannig með suma af
þeim leikskólum sem lagt er til
að séu sameinaðir, að litlu fleiri
en leikskólastjóri og aðstoðar-
leikskólastjóri eru fagmenntaðir.
Hvert verður þá hlutfall fagfólks
eftir þær sameiningar sem fyrir
liggja? Foreldrar og börn eiga
að geta gengið að því vísu að sú
þjónusta sem þau sækja uppfylli
reglugerð leikskóla – það er í raun
þjónustusamningur borgarinnar
við borgarana. Ætlar meirihlutinn
að gefa einhvern „afslátt“ af því
lögbundna verkefni en innheimta
samt fullt gjald fyrir þjónustuna?
Með vandaðri vinnu hefði
hópur inn einnig komist að því að
vegalengd á milli leikskólanna
Hraunborgar og Aspar, sem eru í
sitthvoru skólahverfi og á að sam-
eina, er ekki 300 metrar eins og
fram kemur í skýrslunni, heldur
460 metrar í beinni línu og 600
metrar eftir göngustíg. Það tekur
fimmtán mínútur að ganga hvora
leið. Ef við gefum okkur að leik-
skólastjóri þurfi að fara tvær
ferðir á dag milli leikskóla gerir
það klukkustund á dag í göngu,
fyrir utan þann tíma sem fer í
að loka og byrja verkefni á hvor-
um stað fyrir sig. Þetta gæti því
talið tíu klukkustundir á viku;
tíma sem auðvitað væri betur
varið með börnunum. Þá er ótal-
inn kostnaður við keyrslu á milli
skóla með mat þegar eldhús eru
sameinuð.
Ég mótmæli þeirri aðför sem
gerð er að leik- og grunnskólum
í Breiðholtinu. Þar eru fjórtán
leikskólar og tveir af þeim voru
sameinaðir síðastliðið sumar
og nú á að sameina tíu til við-
bótar. Til lögur að sameiningu
grunn skólanna Hólabrekku-
og Fellaskóla eru einnig gegn
hverfa skipan og skólamenningu
hverfanna. Undir það taka örugg-
lega allir íbúar þeirra hverfa er
sækja þjónustu í þessa skóla.
Leikskólastjórnendum hefur
tekist að veita borgarbúum fram-
úrskarandi þjónustu síðustu ára-
tugi við þröngan fjárhag. Stjórn-
endur og starfsfólk hafa náð
miklum árangri í starfi og hlotið
fyrir mikið lof og þakklæti, bæði
frá börnum og foreldrum sem
notið hafa þjónustunnar. En slíkt
hið sama gildir ekki um marga
stjórnendur innan borgar kerfisins
og ráðgjafa þeirra síðustu miss-
erin.
Ef meirihlutanum er alvara í
að ganga metnaðarfullt fram í
hagræðingu, og hafa alla upp-
byggingu og stjórnun til framtíð-
ar ábyrga, þá hlýtur næsta skref
að vera að sameina meirihlutann
við Trúðaskólann og fá svo reynda
og menntaða leik- og grunnskóla-
stjórnendur til þess að taka við
stjórn borgarinnar.
Trúðaskólar sameinaðir og skóla-
stjórnendur taka við borginni
Leikskólar
Sigurborg
Sveinbjörnsdóttir
leikskólastjóri á
Hraunborg
Ég mótmæli þeirri
aðför sem gerð er
að leik- og grunnskólum í
Breiðholtinu.
Á árunum fyrir hrun var atvinnuvinnuleysi lítið – sem
betur fer. Þótt orsakir atvinnu-
leysisins nú megi rekja til krepp-
unnar má líka færa rök fyrir því
að atvinnuleysi hafi verið hér dul-
búið um árabil. Sveiflum í atvinnu-
stigi höfum við mætt með gengis-
fellingum og launa lækkunum. Því
miður er atvinnulíf hér í reynd
tiltölulega fábreytt. Við höfum
reitt okkur um of á fáar en stórar
gjaldeyris skapandi atvinnu-
greinar. Sjávarútvegurinn skilar
um 40-50% af gjaldeyristekjum
þjóðarinnar en nýtir aðeins um
5% mannaflans. Aflabrögð og
verð á sjávarafurðum hefur því
gríðarleg áhrif á efnahagslífi.
Heróínhagkerfið
Stjórnvöld hafa mætt þessu á
markvissan en óheppilegan hátt
með uppbyggingu orkufreks iðn-
aðar sem hefur kallað á mannafls-
frekar framkvæmdir í stuttan
tíma með tilheyrandi efnahags-
sveiflum, örum en óstöðugum
hagvexti. Lokum slíkra stór-
framkvæmda fylgir efnahags-
samdráttur. Einatt hefur honum
verið mætt með frekari stór-
framkvæmdum, oft á kostnað
náttúrunnar. Þetta kalla ég
„Heróínhagkerfi“ því þegar frá-
hvarfseinkennin koma fram
í hægari hagvexti þarf nýjan
skammt framkvæmda. Hag-
rænum „vellíðunar skammti“ er
sprautað í æðar hagkerfisins. Hér
er skammtímahugsunin ráðandi,
ekki hugsað um efnahagslega
heilsu til langs tíma.
Þessu þarf að breyta. Líklega
er aldrei betra tækifæri en nú –
og vissulega aldrei meiri þörf.
Nú þarf að skilgreina og ákveða
atvinnustefnu til fram-
tíðar með fjölbreytt-
um störfum í fjölþjóð-
legu umhverfi. Ísland
er eyland í eiginlegum
skilningi en í efnahags-
legum skilning er landið
hluti af alþjóðlegu efna-
hagskerfi. Í því felast í
senn ógnanir og tæki-
færi. Því fjölbreyttari
sem störfin verða því
minni verður áhætta
þjóðarinnar. Þannig er
hægt að draga úr vægi
einstakra atvinnugreina
og þar með þeim land-
lægu efnahagssveiflum
sem við höfum búið við.
Menntun er fjárfesting ekki
kostnaður
En atvinnustefna til framtíðar
ein og sér er ekki nóg. Lærum af
vinum okkar Finnum. Í kjölfar
gríðarlegs efnahagshruns á níunda
áratug síðustu aldar skilgreindu
þeir og og bjuggu sér til skarpa
framtíðarsýn í atvinnumálum
byggða á „upplýsingatækni“.
Atvinnulíf Finna varð betra og
stöðugra. Hins vegar ráku menn
sig á að ekki var til „rétt menntaða“
fólkið í nýju störfin. Ekki hafði
verið hugsað til þess að mennta-
stefnan fylgdi framtíðarsýninni í
atvinnumálum. Þetta þurfum við
að hafa í huga. Stefna í atvinnu-
málum og stefna í menntamálum
verða að fylgjast að. Við þurfum
að horfa á menntun sem langtíma-
fjárfestingu í atvinnulífinu en ekki
rekstrarkostnað hins
opinbera.
Fjárfestum í mennt-
un fyrir atvinnu-
líf framtíðar. Gerum
núve r a nd i ke r f i
atvinnuleysisbóta og
Lánasjóðs námsmanna
sveigjanlegri, sam-
hæfðari, búum okkur
til vænlega framtíð. En
núna strax í dag þurf-
um við að bæta í frekar
en að skera niður í full-
orðinsfræðslu, kvöld-
skólum og atvinnu-
tengdu námi og
námskeiðum. Við þurf-
um að virkja þá óvirku, hvetja og
skapa þeim og okkur öllum fram-
tíðarsýn. Framtíðarsýn byggða
á menntun við hæfi einstaklinga
fyrir atvinnulífið – fyrir heildina.
Stéttarfélög eins og VR geta þarna
lagt hönd á plóg. Allt þarf að skoða
með opnum hug.
Atvinnustefna framtíðarinnar er
byggð á menntastefnu samtímans.
Vinnum saman – þá vinna allir.
Atvinnustefnu til framtíðar
VR
Kristinn Örn
Jóhannesson
formaður VR
Íbúðarhúsnæði er ein af grunn-þörfum fólks. Hvar á að búa? Er
rétt að kaupa eða leigja húsnæði
fyrir fjölskylduna. Hér á landi hafa
valskostirnir verið fáir. Til að skapa
fjölskyldunni öruggt skjól hefur
helsti valkosturinn verið að kaupa
íbúð enda húsaleigumarkaðurinn á
Íslandi frumstæður ef við berum
okkur saman við mörg Evrópulönd
eins og Þýskaland, Frakkland og
Norðurlöndin.
Nú hillir undir að breyting verði
á þessu .VR hefur verið leiðandi
stéttar félag í 120 ár og ég tel að svo
eigi að vera áfram. Með hugmynda-
auðgi og áræðni þeirra sem veljast
í forustusveit VR getum við hald-
ið áfram á þeirri braut. Með sögu
félagsins að leiðarljósi lagði ég fram
tillögu um stofnun húsnæðisfélags
VR á stjórnarfundi í janúar. Tillag-
an var samþykkt einróma í stjórn
VR og þykir það nokkrum tíðindum
sæta þar á bæ þessi síðustu misseri.
Markmið húsnæðisfélagsins á að
vera að kaupa eða byggja íbúðar-
húsnæði til leigu eða með búsetu-
rétti fyrir félagsmenn VR án til-
lits til aldurs eða tekna. Ekki er um
félagslegt húsnæði að ræða í hefð-
bundnum skilningi þess orðs, heldur
áhugaverðan kost til hliðar við sér-
eignarkerfið fyrir þá VR-félaga sem
ekki geta eða vilja binda fjármagn í
eigin húsnæði.
VR á umtalsvert fé í sjóðum sem
nú eru ávaxtaðir í verðbréfum ýmiss
konar. Er ekki tilvalið að nýta fjár-
muni VR til jákvæðrar uppbygg-
ingar í félagsstarfinu og til hags-
bóta fyrir félagsmenn VR? Í ljósi
aðstæðna í þjóðfélaginu og á fast-
eignamarkaði tel ég að þetta sé ein-
stakt tækifæri fyrir öflugt félag eins
og VR. Með fjárfestingu á þessum
tímapunkti í fasteignum, sem einn-
ig nýtast félagsmönnum, eru slegnar
tvær flugur í einu höggi.
Þetta er eitt það jákvæðasta sem
frá VR hefur komið undanfarin
misseri. Þakka ber öllum stjórnar-
mönnum VR sem samþykktu þessa
tillögu. Það sýnir að þrátt fyrir
þrálátar deilur innan stjórnar geta
menn lyft sér yfir ágreining og þras
og sameinast um jákvæða stefnu og
markmið til framtíðar.
Mikil kjaraskerðing í formi kaup-
máttarrýrnunar hefur átt sér stað
allt frá hruni bankanna. Það á að
vera hlutverk forustu VR að endur-
heimta þennan kaupmátt með öllum
tiltækum ráðum. Það er ljóst að VR
félagar leggja mikla áherslu á kaup-
máttaraukningu samkvæmt kjara-
þingi sem haldið var síðast liðið
haust og var fylgt eftir með skoð-
anakönnun meðal félagsmanna.
Þessa kaupmáttaraukningu þurf-
um við að sækja í kjarasamningum
með réttmætum kröfum á samtök
atvinnurekanda. Öll viljum við ná
hinum glataða kaupmætti til baka
sem allra fyrst en verðum að huga
að því að kollvarpa ekki almenn-
um stöðugleika með hættu á auknu
atvinnuleysi og verðbólgu. En það
þýðir ekki að við eigum að beygja
okkur í duftið heldur sækja okkar
rétt af festu.
Ég hef setið sem varamaður í
stjórn VR frá síðustu kosningum og
er formaður þeirrar nefndar sem á
að annast undirbúning að stofnun
íbúðarhúsnæðisfélags VR. Ég óska
eftir stuðningi ykkar til að leiða það
verkefni til lykta. Jákvæðar og upp-
byggilegar fréttir af VR er það sem
við þurfum.
VR og húsnæðismál
VR
Bjarni
Sigurðsson
verkefnastjóri hjá visir.is
*Verð á mann miðað við flug fram og til baka til Reykjavíkur, Egilsstaða, Akureyrar eða Ísafjarðar.
SKEMMTUM OKKUR
INNANLANDS
FLUG OG GISTING
Í EINA NÓTT
FRÁ AÐEINS 21.030 KR.*
FLUGFELAG.IS
ÍS
LE
N
SK
A/
SI
A.
IS
/F
LU
5
38
64
0
3/
11
Hringdu í 570 3030 og skelltu þér á skíði.