Fréttablaðið - 29.03.2011, Page 26

Fréttablaðið - 29.03.2011, Page 26
29. mars 2011 ÞRIÐJUDAGUR18 timamot@frettabladid.is AFMÆLI HERA BJÖRK ÞÓRHALLS- DÓTTIR söngkona er 39 ára. HALLDÓRA BJÖRNS- DÓTTIR leikkona er 45 ára. LAUFEY STEINGRÍMS- DÓTTIR matvæla- fræðingur er 64 ára. ÞÓRIR BALDURSSON tónskáld er 67 ára. ELLE MACPHERSON ofurfyrirsæta er 48 ára. „Mér finnst óþægilegt að einblína á útlitið, en finnst ég fallegust þegar ég er sátt við sjálfa mig, hugulsöm við aðra og les bækur fyrir börnin mín.“ Merkisatburðir „Menn óttuðust menntun kvenna á 19. öld því hún vakti konur af værum blundi og gerði þær meðvitaðri um að þær mættu og gætu meira. Því hefur hún verið kölluð „kynjapólitískt sprengiefni“ sem braut upp formgerðir samfélaga og breytti hugmyndum fólks um hlutverk og eðli kvenna,“ segir Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur sem í dag flytur síðasta fyrirlesturinn í fyrirlestraröð Minjasafns Reykjavík- ur um konur í Reykjavík á 19. öld. „Vitaskuld þótti hættulegt að konur færu að hugsa meira um sjálfar sig og til dæmis þótti varhugavert að sveita- stúlkur menntuðu sig því þá urðu þær fínar með sig og fráhverfar sveitinni,“ upplýsir Erla og vísar til gríðar legrar umræðu víða um lönd um menntun kvenna á þessum tíma, en margir karlmenn urðu strax öflugir talsmenn kvenréttinda þótt fljótlega kæmi fram sterkur andróður um að ekki mætti mennta konur í hverju sem væri. „Menntun mundi gera þær að karl- konum, auk þess sem þær skorti ein- faldlega hæfileika og næga rökhugsun til að geta tekist á við pólitík, flók- inn reikning eða náttúruvísindi, eins dásamlegar og þær voru að öðru leyti, eins og hvað varðaði næmi og tilfinn- ingagreind til að takast á við uppeldi barna,“ segir Erla um spennandi inni- hald fyrirlestur síns. Hún kallar hann Frökenerne Johnsen og uppfræð- ing kvenna, eftir systrunum Þóru og Ágústu Johnsen, dætrum Gríms Jóns- sonar, amtmanns á Möðruvöllum. Þóra stofnaði meðal fleira fólks Kvennaskól- ann í Reykjavík 1874 og Ágústa lítinn stúlknaskóla í Dillonshúsi 1851, en þar kenndi hún barnungum dætrum emb- ættismanna frönsku, sögu og hann- yrðir, ásamt því að standa fyrir salon- kvöldum með nemendum sínum. „Franska var heimsmál á þessum tíma, en á árunum 1850-70 vildu marg- ir meina að Reykjavík væri hálfdönsk og hálffrönsk. Þá voru franskar skútur á veiðum meðfram allri suðurströnd- inni og þeim fylgdu herskip til verndar, sem lágu við Reykjavíkurhöfn sumar eftir sumar. Franskir yfirmenn og skipverjar áttu í miklum samskiptum við bæjarbúa og þá þótti gott að geta talað frönsku, auk þess sem herfor- ingjarnir buðu á dansleiki í herskip sín. Einnig var lenska í þá tíð að allar heldri manna stúlkur lærðu frönsku til að verða dyggðum prýddari og geta staðið í samræðum við fólk sem skipti máli,“ segir Erla sem einnig fjallar um tilraunir heldri kvenna til að skóla hinar lægra settu með handavinnu- og sunnudagaskólum. Fyrirlestur Erlu fer fram klukkan 17 á Landnámssýningunni, Aðalstræti 16. Allir eru velkomnir og ókeypis aðgang- ur. thordis@frettabladid.is ERLA H. HALLDÓRSDÓTTIR SAGNFRÆÐINGUR: UM MENNTUN KVENNA Á 19. ÖLD Dásamlegar en takmarkaðar FRÓÐ UM KONUR Erla Hulda Halldórsdóttir hefur um árabil fengist við rannsóknir á sögu kvenna og birt niðurstöður þeirra á íslenskum og erlendum vettvangi. Nýverið lagði hún fram doktorsritgerð sína, Nútímans konur, við Sagnfræði- og heimspekideild. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 48 Henný Hermannsdóttir, 18 ára Reykjavíkurmær, var kjörin Miss Young International Beauty í keppni sem fram fór í Tókýó í Japan fyrir 41 ári. Henný hlaut 3.000 dali og fjölmargar gjafir í sigurlaun, auk fjölda tilboða. Forsaga málsins var sú að Japaninn Charlie See hafði komið til Íslands í janúar sama ár og valið Henný úr stórum stúlknahópi til að koma fram fyrir Íslands hönd í fegurðar- og hæfni- keppninni, sem þá var hin fyrsta sem fór fram en alls kepptu stúlkur frá 42 löndum. Keppnin hafði staðið í tólf daga þegar perlum skrýdd kóróna var sett á höfuð Hennýar, en auk þess fékk hún tvo silfurbikara og til stóð að gera vaxmynd af Henný í eðlilegri stærð og íslenskum þjóðbúningi við hlið Brigitte Bardot á vaxmyndasafni Tókýó. Í samtali við Vísi 1970 segist Henný hafa tárast en ekki gert sér minnstu vonir þegar hún komst í 15 manna úrslit, en í keppninni var hæfni þátt- takenda reynd á ýmsum sviðum. ÞETTA GERÐIST 29. MARS 1970 Henný Hermanns fegurst í heimi Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Hreinn Óskarsson múrari, Mýrarvegi 113, Akureyri, lést fimmtudaginn 24. mars. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 4. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Heimahlynningu á Akureyri. Sigurjóna Kristinsdóttir Margrét Kristín Hreinsdóttir Sigurður Valur Ingólfsson Agnea Björg H. Sandvold Jon Christian Sandvold Guðrún Hreindís Hreinsdóttir Kristinn Hreinsson Kolbrún Jónsdóttir og afabörn Okkar ástkæri Eyþór Ágústsson fæddur í Flatey á Breiðafirði, búsettur í Stykkishólmi, varð bráðkvaddur í Flatey þann 24. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Dagbjört Höskuldsdóttir Óskar Eyþórsson Helga Sveinsdóttir Ingveldur Eyþórsdóttir Aðalsteinn Þorsteinsson Helga Finnbogadóttir Höskuldur Þorsteinsson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Þórey Einarsdóttir kennari, Mávahlíð 23, Reykjavík, lést á Krabbameinslækningadeild Landspítalans föstudaginn 25. mars. Útförin verður auglýst síðar. Smári Þórarinsson Örvar Þóreyjarson Smárason Birgitta Birgisdóttir Vala Smáradóttir Illugi Torfason Adda Smáradóttir Alda Örvarsdóttir og Þórey Illugadóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðbjartur Á. Kristinsson múrari, Dalseli 20, sem andaðist 22. mars í Skógarbæ, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 30. mars kl. 13.00. Helga Pétursdóttir Guðrún Guðbjartsdóttir Guðjón Þ. Sigfússon Kristinn H. Guðbjartsson Laufey Ó. Hilmarsdóttir Álfheiður J. Guðbjartsdóttir Olaf Sveinsson og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Áskell V. Bjarnason skipasmiður, Ránargötu 18, Akureyri, lést á heimili sínu mánudaginn 21. mars. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 1. apríl kl. 13.30. Þórhildur Margrét Ingólfsdóttir Jakobína Elín Áskelsdóttir Rúnar Davíðsson Bjarni Áskelsson Anna Rósa Magnúsdóttir Ingólfur Áskelsson Helga Signý Hannesdóttir Sæmundur Guðmundsson og afabörn 1787 Jón Eiríksson kon- ferensráð deyr með sviplegum hætti í Kaupmannahöfn, 59 ára. 1881 Bjarndýr skotið á Látrum við Eyjafjörð. 1947 Heklugos hefst eftir 102 ára hlé. Gos- mökkurinn náði 30 kílómetra hæð og aska barst til Evrópu. 1961 Lög um launajöfnuð kvenna og karla staðfest. 1985 Maður frá Akureyri fellur í jökulsprungu í Kverkfjöllum og er bjargað eftir 32 tíma. 2004 Írar banna fyrstir þjóða reykingar á almannafæri.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.