Sameiningin - 01.12.1918, Side 3
291
“Og í sömu svipan var með englunum fjölcli liimneskra
hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu:
“Dýrð sé Guði í upphæðum,
friður a .jörðu
og velþóknan yfir mönnunum. ’ ’
Síðan þetta skeði hafa konungar hljómlistarinnar
knúð strengi harpna sinna til að framleiða löfgjörð. sem
mætti vera í samræmi við jólaguðspjallið, og söngflokkar
liafa, öld eftir öld, elft þá tóna, sem þeir áttu hreinasta
og fegursta, til 'þess að jóladýrðin gæti hljómað út um
heiminn; en það voru englar Guðs frá himni, sem s'ungu
fvrsta jólasönginn. Frá hæðum heyrðist “hljómþýð lof-
gjörð ’ ’ og tónar þeirrar hljómlistar óma enn til yztu encli-
marka heimsins. Það isem vér mennirnir syngjum bezt
á jólunum er tæpast rneira en hergmál af hinum fyrsta
jóMiljómleik engl'anna. Dýrleg og rétt er því sú hvöt
sálmaskáldsins til mannanna:
“Dýrð sé Guði í hæstum hæðum,
himinn syngur fögrum hljóm.
Mannkyn hrært í instu æðum,
undirtak með lofsöngs róm.”
Hversu fögur er sú hugsun: mennirnir taka undir
með englunum. Himinn og jih’ð, andar og menn svngja
samróma:
“Um dýrð Guðs föður, frið á jörð
og föðurást á barnahjörð.”
í Guðs orði eru englar kallaðir “ þjónustusamir and-
ar”, sem Guð sendir til að framkvæma dýrleg kærleiks*
verk, enda merkir orðið “engill” sendiboði. Eitt hið
fegursta vens, sem að þessu lýtur, er Matt. 18, 10: “Sjáið
til að þér eigi fyrirlítið neinn af þessum smælingjum, því
eg segi yður, að englar þeirra á himnum sjá ávalt auglit
föður míns, sem er á himnum.” Lætur þá Guð hverjum
manni í tó heilagan verndarengil, ekki sízt hinum smáu,
veiku og ungu ! Svo virðist það vera,
Englarnir eru himneskir sendiboðar, sem flytja oss
geisla frá hásæti guðdómsins sjálfs. Þetta er jafn satt
um jólaenglana eins og alla aðra engla, Þeir ern einn
þáttur í tilraunum Guðs til að kljúfa skýin, sem livlja
hann sjálfan fyrir oss mönnunum.