Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1918, Blaðsíða 21

Sameiningin - 01.12.1918, Blaðsíða 21
309 Hún fór meö þessi ritningarorS fyrir Grace og gjörSi henni skiljanlegt, aS þetta, sem hún væri aS gjöra, væri sama sem að gefa Jesú jó'lagjöf. — Þetta sama kveld skrifaSi Mrs. Sherman Georg, bróSur sinum, sem var í herþjónustu í Nor’Surálfunni; og í bréfinu sagði hún honum frá því, aö Grace litla hefði afþakkað að fá brúðu í jólagjöf og hvernig á iþví stóö. Þrem dögum fyrir jól kom svar viö því bréfi. frá Georg, og í þvi voru heldur en ekki gleðifréttir: “E'g kem heim um jólin skrifaði hann. “Það getur farið sivo að eg komi ekki fyr en á jóladaginn, en ef ferðin gengur v'el, megið þið eiga von á mér ekki seinna en þann dag. Segðu elsku litlu frænku minni, henni Gráce, að eg ætli að færa henni brúðu frá Belgíu, sem eg vona að ihenni lítist jafnvel enn betur á en þá, sem bún var svo góð að neita sér um.” Það þarf varia að segja frá því, að Graee varð frá sér numin af fögnuði, þegar hún heyrði þetta. Henni iþótti það fullgóð jólagjöf. að fá hann möðurbróður sinn heim aftur, því hannn var henni altaf svo dæmalaust góður. Og svo bættist þar ofan á, að Eann ætlaöi að k-oma meö brúöu handa henni alla leið frá Belgíu! Hún réð sér ekki fyrir tilhlökkun, og gat ekki um annað talað, en Georg móðurbróður sinn og brúðuna frá Belgíu. “Eg hélt ekki að neinar brúður væru til i Belgiu núna,” sagði bróðir hennar; “þetta er líklega brúða, sem einhver hefir sent frá Canada handa einhverri stúlkunni í Belgíu, og mér finst það hálf-<smá- sálarlegt að vera að taka hana og koma með hana hingaö aftur, þar sem börn hafa foreldra sína og beimili, og alt, siem þau þurfa.” Þetta sagði hann auövitaö að gamni sínu, til þess að stríða Grace; þvi bræður hafa það stundum til, að vera diálítið stríðnir við systur sínar. Loksins kom jóladagurinn. Undireins og búið var að borða morg- unverS, lagði Grace af staö í bifreiðinni, ásamt foraldrum sínum og bróður, til þess að taka á móti móðurbróður sínum á járnbrautarstöð- inni. Um leið og þau koniu. iþangað, heyrðu þau til filautunnar á liest- inni, og hún nam staðar rétt þegar þau komu út á pallinn. Þ au hlupu öll að vagninum, sem þau hugðu að hann mundi vera í, og þau þurftu ekki lengi aö bíða. Fyrsti maöurinn, sem út úr vagninum kom, var Georg frændi. Á eftir ihonunr kom lítil stúlka, og svo hópur af öðru ferðafólki. Þau föSmuöu hann og kystu, og þau grétu af gleði, því þeim þótti ,svo vænt um aö hann var kotninn heim aftur. Þegar þau voru búin að heilsast, lagði hann handlegginn um háls systur sinnar, og sagði við hana: “Eg þarf aö segja þér nokkuð, en þori þó vai-la að segja það. Eg hefði átt að lei.ta leyfis ykkar 'hjónanna fyrst; en eftir að eg fann hana, var ekki tdmi til þess að skrifa ykkur og fá svar aftur. Svo að eg varð aö treysta ihjartagæzku ykkar.” Svo tók ihann í hendina á Grace litl.u, og sneri sér um leið við og sagði eitthvað við litlu stúlkuna, sem stóð að baki honum. En hvað hún var feimin og raunaleg, þessi litla stúlka, mieð stóru,dökku augun! Hann tók hendi hennar og lagöi 'hana í hönd Grace litlu, og sagði:

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.