Sameiningin - 01.12.1918, Qupperneq 17
305
PRESTURíNN FRÁ BELGÍU.
Framh. ----*—
Og nú þegar tækifærið var' komið, þá var hann að gugna;
var að óstyrkjiast og missa jafnvægið eins og kvennmaður og það
út af smámunum — því hvað voru nokkrar óhjákvæmilegar aftök-
ur annað en lítilræði í samaniburði við herfrægð og þýzkan sigur?
l'etta var óþolandi. Þ.essi heigulskapur varð að víkja. Keltner
stökk upp úr rúminu, gekk að spegli, og stóð fyrir framan hann keip-
réttur með hörkusvip, og ýfði strýið og kampana. En strý og kampar
dugðu ekki lengur. Það hafði hingað til skotið öðrum skelk í bringu,
en nú gat það efcki. sannfært sjálfan liann um það, að hann væri gall-
harður inn að hjartarótum.
Óróleikinn hvarf ekki; haun færðist i vöxt. Eins og eg sagði áðan
þá var varla hægt að nefna þetta samvizkubit. En það er haft eftir
Horazi skáldi, að þótt þú rekir manneðlið á dyr með mýkjukvísl, þá
komi það jafnharðan inn aftur. Þetta held eg að hafi sannast á
Keltner. Hann hafði alla æfi hlaðið þá skoðun utan um sig, eins og
hervirki, að mannúð ætti engan rétt á.sér, þegar i hernað væri kontið;
og nú, þegar loka átti það óþarfa-hjú úti, þá braust það inn. Slag-
brandarnir voru ekki nógu sterkir.
Að lokum fékk þessi orðlausi óhugur málið. Ákveðnar spuming-
ar ráku hver aðra og urðu ekki þaggaðar niður. Var það nú satt eft-
ir alt saman, að hann hefði ekkert gjört nema það, sem ósveigjanlegar
herreglur skipuðu fyrir ? var hann þá með öllu ábyrgðarlaus;—ekkert
nema verkfæri í hendi hervaldsins ? Hann réði ekki við þessar
spurningar, þær voru svo áfjáðar. Þær voru hálfu verri en öll
ókyrðin á undan.
Iörun? E'kki beinlínis. Það voru óeirðir í sálarlífi ofurstans;
en ekki stjórnarbylting. Samvizkan var of vel tamin til þess að
leysa sig úr læðingi svona alt í einu. Spurningarnar voru miklu frern-
ur sprotnar af þeirri tilhneiging, sem allir þefckja — að vilja smeygja
af sér óþægilegri ábyrgð. Passing the bwck heitir1 það á alþýðumáli
Bandaríkjamanna.' Sú tilhneiging hefir á öllum öldum verið ákaflega
rík í manneðlinu, — ailt frá þeirri tíð, þegar Adam skelti skuldinni á
Evu. Myrkravöldin eiga engan öflugri bakihjall. Það er attðveldara
að gjöra rangt upp á annlara ábyrgð, í andlausri hlýðni við illa stjórn
eða gamlan óvana, heldur en að ráðast í það sem rétt er á eigin býti,
berjast hinni góðu baráttu, bæði inni fyrir og út á við, og hitta svo
sjáfan sig fyrir. Þýzkur hernaður hefir haft stuðning eigi svo lítinn
af slíkum bakhjalli, í sálum Keltners og hans ilíka.
En hér var hængurinn: Herlögin voru eftir alt.saman ekki nógu
þröng fyrir ofurstann. Þau skipuðu fyrir um aðalatriðin: að 'halda
í skefjum tneð hörku svo mikilli sem þyrfti, og láta ekki mannúðina
standa í vegi fyrir árangrinum.. En hvenær væri þörf á harðneskj-
unni, og hve langt hún skyldi ganga í hvert skifti, það varð sá for-
inginn, sem í hlut átti, að segja sér sjálfur. Þetta kvaldi ofurstann.
Plann komst ekki hjá sínum hluta af ábyrgðinni; hafði orðið að dæma