Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1918, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.12.1918, Blaðsíða 6
294 afl hafði um sig- búið sérstaldega í miðveldunum í Evrópu og svo bundist samsæri til sóknar og varnar við leifar liins forna kúgunarvalds, sem enn stóð í blóma á Tyrk- landi og sumstaðar á Balkanskaga, þar sem enn var nið- dimt miðalda myrkur. ldöfuð þessarar ófreskju einveld- isins var keisaradæmið þýzka. Það gat ekki hjá því farið, að öflum þessum slægi saman. Augljóst er það og orðið nú, að einvaldsliðið og ofunnenna sambandið hafði gert sér það ljóst, að líf sitt ætti það undir því komið, að verða fyrri til og bæla með valdi og kæfa lýðstjórnar lmgsjónirnar. Áætlanir voru því gerðar, ráð lögð og alt var til reiðu, svo brjóta mætti heiminn undir sig- og leggja liann að fótum hátignarinnar í Berlín, þar sem nýtt Bómaveldi skyldi stofna, er réði yfir öllum heimi. Þegar alt var í haginn búið og óska- stundin komin, var óhappa-atvik notað til þess að stökkva út úr hýðinu og slá hramminum á óviðbúnar þjóðirnar. Þannig hófst stríðið. Saga þess verður nú ekki sögð til hlítar. En því lengur, sem leið á stríðið, því meir söfn- uðuist saman til varnar gegn heimsofbeldinu flestar lýð- frjálsar þjóðir. Til Parísarborgar var för ofbeldisdýrs- ins heitið, því þar þurfti fyrst af öllu að kæfa elda frelsis- ins, sem logað höfðu frá því á tíð stjórnarbyltingarinnar, og’Iýst höfðu öðrum þjóðum fram á brautir frelsisins. En þangað varð aldrei komist Bretland hið mikla, þó óvið- búið væri, kom til sögunnar með frelsissinnum á megin- landinu. Engum vafa er það bundið, að England hefir séð sig knúð til þess að skerast í leikinn, af ótta fyrir því, að yrði. ofbeldið ofan á á megiidandinu, þá væri og' riti um frelsi og lýðstjórnarliugsjónir sínar. Og þó hefði England og' nýlendurnar í brezka samveldinu lfklega ekki komið svo fljótt og kröftulega til hjálpar, ef ekki liefði verið fyrir glæpinn mesta í mannkynssögunni síðan í fornöld, glæpinn gegn Bel'gíu. Frá þeirri stundu stóð ljónið brezka í vegi hins mannýga nauts er bölvandi fór um Belgíu og reif upp jörðina. Hver sögulok |)ó liefðu orðið er óvíst, ef ekki hefði komið drekinn úr vestri. Banda- ríkin í Ameríku, sem sjálf liöfðu á sinni tíð keypt frelsi sitt dýru verði, stóðu lijá og liorfðu á öflin tvö berjast upp á líf og dauða í Evrópu. Lengi stóðu þau aðgerðar-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.