Sameiningin - 01.07.1919, Blaðsíða 4
126
Afstaða Tárkjunnar gagnvart vandamálum mannfé-
lagsins var rædd, með ástand það fyrir augum, sem staf-
ar af umróti því, sem nú er á flestum svæðum. Var loks
samþykt í einu hljóði þessi yfirlýsing:
“Þar sem tvö vandamál eru nú efst í hugum manna um heim
allan, oig velferö mannkynsins er aö mjög miklu leyti undir því kom-
in, hvernig meö þau mál er fariS í nálægri framtíS, og þar sem
kirkjan á aS láta eftir fremsta megni gott af sér leiöa á öllum sviö-
um mannlífsins, (þá er þaö álit þessa þings:
1. AS kirkjan eigi aö berjast- fyrir því, að kristnar hugsjónir
fái s/kipaö öndvegi í öllum málum og allstaöar, og ekki síður í stjórn-
málum en siöferðismálum einstaklinga;
2. Aö kirkjan eigi aö veita öflugt lið allri viöleitni, sem miðar
i þá átt, aö eflla sátt og eindrægni meöal þjóöa og mannfélagsstétta;
3. Aö í öllum ágreiningsmálum mannfélagsins beri kirkjunni,
samkvæmt dæmi meistara síns, að veita hinum fátæku og undirokuöu
samhygð og stuðning, iþegar þeir eru að leitast við aS bæta kjör ,sín
á friösaman og kristilegan hátt.
4. Aö kirkjunni beri öllum stundum að brýna þann sannleika
fyrir ríkum og fátækum, að allir menn eigi að skoöa eigur sínar sem
verkfæri, er Guö ihafi trúaö þeim fyrir, til þess aS láta gott af sér
leiöa, og minna menn sífelt á þá miklu ábyrgö, sem á þeim hvílir
í þessu efni.”
The National Lutheran Council lieitir fulltrúanefnd
manna úr flestum lúterskum kirkjufélögum í Ameríku,
og var til hennar stofnað til þess að fá, ef unt væri, sam-
ræmi í játningargrundvöll gjörvallrar lúterskrar kirkju
hér í álfu, og jafnframt til að vera sem málsvari kirkju-
félaganna lútersku í einu lagi gagnvart öðrum kirkju-
deildum og gagnvart þjóð og landstjórn. Er nú í sumar
lagður fyrir þing kirkjufélaganna trúargrundvöllur sá,
er Lutheran Council kom sér saman um. Var hann og
ræddur all-ítarlega á þingi voru. Var því síðan vísað til
prestafélagsins, að afgreiða málið og svara fyrir kirkju-
félagsins hönd.
Einna mestar umræður urðu um 12. málið á dagskrá:
Tilraunir til samkomulags út af trúmálaágreiningi. Hafði
forseti lagt það til í ársskýrslu sinni, að söfnuðum þeim,
sem úr kirkjufélaginu höfðu gengið út af ágreiningi 1909,
væri boðið að koma aftur inn í kirkjufélagið og sameinast
oss á trúargrundvelli þeim, sem tekinn er fram í grund-
vallarlögum kirkjufélagsins og sameiginlegur er með allri
lúterskri kirkju. Fékk það mál óskift fylgi þingsins.