Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1919, Page 6

Sameiningin - 01.07.1919, Page 6
128 Yfirskoðunarmenn voru kosnir þeir Tli. E. Thor- steinsson og Fr. Thordarson. Tveir prestar gengu í kirkjufélagið á þinginu: séra Adam Þorgrímsson og séra Jónas A. Sigurðsson. Næsta þing verður haldið í Wynyard og Kandakar í Saskatchewan. Helgun lærisveinanna. J7ingsetningarprédikun að Árborg, Man., 25. Júní 1919. Eftir séra Friðrik Hallgrímsson. “Og þeim til heilla helga eg sjálfan mig, til þess að þeir einnig skuli í sannleika vera helgaðir.” Jóh. 17, 19. Nemum staðar með lotningu frammi fyrir þessum orð- um frelsarans. pau voru partur af bæninni dýrlegu, sem hann bað á skírdagskvöld. pau eru bæn til föðursins um helgun lærisveinanna. Að helga þýðir: að taka eitthvað frá handa Guði, hon- um til þjónustu. “J?eim til heilla helga eg sjálfan mig”, segir Jesús. Hann helgaði sjálfan sig, þ. e. a. s. lagði sjálfan sig fram til ákveðins verks, samkvæmt vilja föðursins; og verkið var það, að koma syndugum mönnum í samfélag við hann, — kenna þeim að þekkja hann og elska. Öll helgun kostar einhverja fórn; því meira sem verkið er, sem að á að þjóna, því meiri verður fórnin. pað kostaði Jesú mikið, að vinna verkið sem hann vann. Hann afsal- aði sér um tíma guðdómsdýrðinni og lækkaði sig; hann gekk undir takmarkanir og byrðar mannlífsins; hann þoldi misskilning, mótmæli, hatur og ofsóknir; hann leið mis- þyrmingar, krossfesting og dauða. Alt þetta lagði hann á sig til þess að geta fullkomnað verkið mikla: að frelsa synduga menn, — að opinbera þeim eilífan föðurkærleika Guðs og sameina þá honum. “Til þess að þeir einnig í sannleika skuli vera helgað- ir.” pað er markið. Alt sem Jesús gjörði og gjörir, er gjört fyrir þig, bróðir og systir. pað miðar alt að því, að þú verðir eins og hann: algjörlega fráskilinn öllu illu og algjörlega eign föðursins á himnum. — Boðskapurinn, sem þér er fluttur í nafni hans, á að biðja þig um og hvetja þig til að gefa Guði sjálfan þig; sakramentin hans eiga að

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.