Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1919, Page 7

Sameiningin - 01.07.1919, Page 7
129 hjálpa J?ér til þess. J?að er erindi kristindómsins við þig. Boðskapur hans snýr sér til þín, einstaklingsins, bendir þér á synd þína, á heilaga köllun þína, á þörf þína fyrir Guð og náð hans; hann flytur þér skilaboð frá Guði um kærleika hans til þín, þrá hans eftir þér, og löngun hans til að fá að eiga þig og gjöra þig að góðri og sællri manneskju um tíma og eilífð. J?etta er þá boðskapurinn, sem eg flyt þér í dag í Drottins nafni: J?ú átt að helga honum sjálfan þig. )?ú att að ganga Guði á hönd, gefa honum sjálfan þig, svo að þú sért algjörlega eign hans og látir það vera aðalmarkmið lífs þíns, að þjóna honum og þóknast honum sem bezt. Hugsanir þínar eiga að vera helgaðar Guði. Ekki að- eins verkin, ytri framkoman. Helgunin á að byrja að inn- an, á hugsunarhættinum, innrætinu, sem allar hvatir koma frá til orða og verka. Hvað er stærst í huga þínum: Guð eða þú sjálfur? J?ér kann að virðast spurningin einkenni- leg; en ef þú hugsar vel um hana, athugar vel þá hugsana- strauma, sem ganga daglega gegn um sál þína, þá finnur þú að spurningin er ekki út í bláinn. Eða hefir þú aldrei hugsað eitthvað á þessa leið: “Guði sé lof fyrir það, að aðrir geta ekki séð hugsanir mínar”. Ef hugsanir þínar eru algjörlega helgaðar Guði, og því altaf hreinar, óeigin- gjarnar, göfugar, — þá stæði þér á sama þó að allir gætu lesið þær. Svo ættu þær að vera hjá okkur öllum; en Guð fyrirgefi okkur hve mikið vantar á það. Og munum eftir þessu: hann sér þær allar; ekkert er hulið fyrir honum. pess vegna segir hann: “Son minn, gef mér hjarta þitt, og lát vegu mína vera þér geðfelda” (Orðskv. 23, 26). Hann vill að hugarfarið sé hreint. Hann vill eiga helgidóm í sálu þinni, — að hugskot þitt sé eins og kirkja, þar sem alt sem fram fer, sé miðað við vilja hans og velþóknun. Meðvitundin um stöðuga nálægð hans á að vera sterkur undirstraumur í öllu sálarlífi þínu, sem ósjálfrátt mótar hverja hugsun þína. —- Eg veit vel og finn hvað þetta er mikil krafa. En sé henni ekki sint, eða ekki reynt að sinna henni, þá verður trúarlífið eintómt kák. pví trúin er ekki eingöngu fólgin í samsinningu einhverra kenninga eða starfi fyrir málefni guðsríkis, heldur fyrst af öllu í afstöðu hugsunarinnar og viljans gagnvart Guði. — Gef Guði hjarta þitt. Helga honum hugsanir þínar. Ber ódauðlega sál þína, með allri hennar synd og göllum fram fyrir hann sem

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.