Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.07.1919, Qupperneq 9

Sameiningin - 01.07.1919, Qupperneq 9
131 þangað til kristnir menn læra að helga Guði peningana sína betur en orðið er. — Ef við viljum vita hve langt við erum komin í því, að helga Guði peningana okkar, þá ber- um saman þær upphæðir, sem við verjum árlega til nautna, skemtana, fataskrauts, þæginda, — fram yfir sjálfsögð- ustu lífsnauðsynjar —, og hitt, sem við gefum af kærleika til Guðs; okkur er öllum gott að eyða dálitlum tíma og hugsun við það reikningsdæmi. Og minnumst þess þá jafnframt, að sú fórn, sem er samfara allri helgun, byrjar þá fyrst, þegar við af kærleika til Guðs og til þess að geta betur komið vilja hans í framkvæmd, tökum svo nærri okkur, að við neitum okkur um eitthvað, sem okkur lang- aði til að njóta. — Mannslíf, sem er helgað Guði, er það bezta, sem til er á þessari jörðu. Frá því streyma blessunarstraumar til samferðamannanna. Og maðurinn sjálfur verður ánægð- ari, sælli og betri með hverjum líðandi degi. Kæru vinir! Öll þráum við sælu. En sæla lífsins er ekki fólgin í hverfulum nautnum, heldur í því, að vera nálægt Guði, — að helga sig honum og vita sig altaf örugg- an undir vernd hans og umvafinn kærleika hans og bless- un. Sæla lífsins er ekki í því fólgin, að berast sem mest á og eignast sem mest af því, sem verður hér eftir þegar vér förum héðan , heldur í því, að á okkur rætist þessi bænarorð frelsarans: “Og þeim til heilla helga eg sjálfan mig, til þess að þeir einnig skuli í sannleika vera helgaðir”. í dag vígir Árdals-söfnuður þessa kirkju; og innilega samgleðjumst vér, sem aðkomnir erum, söfnuðinum með þetta vándaða og fallega guðshús. En til þess að sú athöfn geti verið Guði þóknanleg, þarf safnaðarfólkið jafnframt að helga sig sjálft á ný þjónustu Guðs, — ásetja sér það í nafni hans og biðja af öllu hjarta um hjálp hans til þess, að vinna að málefni ríkis hans í þessu mannfélagi af heil- um hug; að sækja kirkjuna vel og laða aðra að henni; að koma hingað altaf með réttum tilbeiðsluanda og leggja fram krafta sína til þess að guðsþjónustufundirnir geti orðið sem uppbyggilegastir; að vinna með heilögum áhuga að því mikla velferðarmáli, sem því miður er víða lögð alt of lítil rækt við, að æskulýðurinn verði fræddur sem bezt um sannindi trúarinnar og að honum verði innrætt sönn lotning fyrir Guði og helgidómi hans og kærleikur til ríkis hans. — par sem sá andi ríkir, verður safnaðarstarfið til

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.