Sameiningin - 01.07.1919, Side 11
133
Vandamál á vegamótum.
Fyrirlestur eftir séra Harald Sigmar.
fluttur á kirkjuþingi í Árborg 26. Júní 1919.
Mannfélagið stendur nú á vegamótum. Stríðið, sem
grúfði yfir með svo mikilli skelfingu, jafnvel þá er vér síð-
ast mættum á þingi, er nú á enda og íriðurinn fenginn.
Eftir fyrstu gleði-óp og íagnaðarlæti, sem brutust út úr
sálum þúsundanna, þá er endir blóðugra bardaga varð, eru
menn nú farnir í allri alvöru að hugsa, og snúa sér að verk-
efnum þeim, sem friðurinn flytur í skauti sínu, — endur-
byggingar og umbyggingarstarfinu mikla, sem óhjákvæmi-
lega verður að vinna. Nú hugsa menn líka um það með
mikilli alvöru, hvort friðurinn og sigur málstaðar vors
muni, þegar til alls kemur, megna að flytja oss þau dýru
hnoss, sem vér höfum verið að vænta sem ávaxtar. Eru nú
stríð og styrjaldir á enda í heiminum? Blasir nú við þjóð-
um og einstaklingum, smáum sem stórum, það frelsi, sem
þörf er á? Verður nú hugsjón lýðveldis og réttlætis í öll-
um viðskiftum ofaná? Er nú víst, að þjóðirnar í heiminum
gangi í bandalag til þess að aðstoða hver aðra, og þjóna
hver annari og efla hver annarar hag, í stað þess að
berast á banaspjótum? Fæst nú mikill og varanlegur
sigur fyrir guðsríki á þessari jörð? pessar og þvílíkar
spurningar eru í hugum manna víðsvegar. Stórmenni í
ýmsum stéttum víðsvegar reyna að starfa kappsamlega að
því, að svo geti orðið. Og þjóðirnar sýnast (að minsta kosti
sumar) vera að vakna til meðvitundar um, að þetta þurfi
nú að vera ávöxturinn. Líka sýnast þær eitthvað vera að
átta sig á því (þó ef til vill sé það ekki vel Ijóst fyrir sum-
um enn), að kærleiks- og þjónustulögmál það, sem Jesús
Kristur lagði svo sterka áherzlu á, nái til þjóðfélaga alveg
eins og til einstaklinga. En ýmsir eru næsta seinir að
vakna, og seinir að læra, og eríitt virðist að uppræta ill-
gresi eigingirninnar úr hjarta þjóðlífsins, eins og það ávalt
er erfitt að uppræta það úr hjarta einstaklingsins. Fyrir
þær ástæður ekki sízt, að alt hjá oss mönnum er sífeldlega
í svo miklum veikleika gjört, og vér erum svo skamt komnir
á veg fullkomnunar, er tregt um, að ávextirnir dýru þrosk-
ist, og því eru mörg stór og mikil vandamál uppi á þessum
vegamótum sögunnar. Og upp koma þung og erfið spurs-