Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.07.1919, Qupperneq 14

Sameiningin - 01.07.1919, Qupperneq 14
136 Eg vil víkja máli mínu frá þessum umhugsunum um frelsið, að þeim óumræðilega mikla vanda, sem nú stendur í sambandi við iðnaðar- og atvinnumálin, af því mér finst hér nokkur skyldleiki á milli. pað er vissulega stórt vanda- mál þetta, sem snýst um iðnaðinn og atvinnuna, og snertir verkveitendur, verkþiggjendur og reyndar allar stéttir eða flokka mannfélagsins. Eg finn, að eg þekki þetta mikla vandamál ekki nógu vel, til þess að ræða um það svo ítar- lega sem þyrfti. En mér finst að kirkjan þurfi að hugsa um það og fást við það, sem eitt af sínum stóru vandamái- um, og reyna að hjálpa fólki til að koma því á sem farsæl- astan grundvöll. pess vegna bendi eg á það hér, og set fram þær hugsanir um það, sem mér virðist eg hafi náð einhverjum tökum á. Breytingar eru fyrir hendi á því sviði; þær hljóta að koma og eru nú þegar að koma. En það skift- ir miklu máli, hvernig þær koma, og á hvaða grundvelli þær eru innleiddar. Um það verður að hugsa. Breytingar voru líka nauðsynlegar á Kússlandi, ekki bara í iðnaðarmálum, heldur og í öllum stjórnmálum og mannfélagsskipulagi, og reyndar á öllum sviðum. En urðu ekki breytingarnar, er þær komu, sorglegar slysfarir, af því öfga- og ofsa-stefnur, sem vildu ekki aðhyllast hinn sanna grundvöll, urðu ofaná. Og ef breytingarnar í iðnaðarmálum lands vors og heimsins í heild sinni, verða bygðar á röngum grundvelli, þá hljóta þær líka að verða slysfarir og öllum stéttum mannfélagsins til böls. “Annan grundvöll getur enginn lagt, en þann, sem lagð- ur er, sem er Jesús Kristur”. Og á þeim grundvelli þurfa þau mál að hvíla. En öfga- og ofsastefnurnar spilla milli kirkjunnar og fólksins; þess vegna meðal annars er oft svo mikill vandi fyrir kirkjuna að hjálpa áfram málefnum verkamanna, og gjörast leiðtogi fólksins í baráttu fyrir hollum, þörfum og hæfilegum breytingum og umbótum, þó hana vitanlega sárlangi til þess. pað er stundum bent á kirkjuna og sagt: “Horfið á kirkjuna með hennar kristin- dóm og með hennar Krists-anda. par er sundrung og flokkadráttur. Ekki er þaðan að vænta neins styrks í þá átt að leysa úr vanda iðnaðarmálanna. Kristindómurinn getur ekkert hjálpað.” En þetta er einmitt hörmuleg villa. Stundum hefir sundrungarandinn ríkt of mjög í kirkj- unni, fyrir sakir veikleika og syndsemi mannanna, sem í henni starfa. En þegar starfað er í anda Jesú Krists og á hans grundvelli er þó einmitt í kirkjunni, eða í þeim boð- skap, sem hún flytur, það afl, sem er nauðsynlegt til að

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.