Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.07.1919, Side 16

Sameiningin - 01.07.1919, Side 16
138 hefir umvafið þessi mál á allar hliðar? pess vegna þarf hér um fram alt að leita hans aðstoðar og leiðsagnar. pað er því enginn vafi um grundvöllinn, sem starfa ætti á í þessu efni. Kirkjan verður að leggja sig fram og hjálpa til að leysa úr þessum mikla vanda á þeim grund- velli. öfgastefnurnar spilla fyrir hollum og góðum fram- förum, og sannri kristilegri úrlausn. En kirkjan má þö ekki gefast upp í tilraunum sínum í þá átt að hjáipa þessurn málum inn á sem hollastar brautir, svo að allir mannflokk- ar, sem þessi mál snerta, fái í sannleika að njóta hins fylsta réttlætis. En í þessu sambandi kemur mér önnur spurning í hug, sem eg vil ekki ganga fram hjá: Getur nú kirkjan talað í anda og krafti Krists, með þrumandi raustu réttlætis og laðandi rödd kærleika, og afstýrt öfgum og uppreistum og kúgun, sem spilla góðum málstað? Heíir hún það orð til að tala, sem að haldi megi koma og hefir hún lag og líf og kraft til að tala það orð við hjörtu manna, eins og nú þarf að tala til hjartnanna? Getur hún talað það orð til mann- anna, svo að þeir megi til með að hlusta og láta skipast ? Er sá kraftur til í kirkjunni nú, að hún geti sagt við æðandi öldur mannlegra tilfinninga: “Stillist, — stillist og fram- gangið í anda og krafti Krists. Hann hjálpar til að ráða fram úr vandanum.” Um þetta þarf kirkja.n að hugsa ai- varlega, og ásetja sér að auka svo kraft sinn, fyrir náð heilags anda, að hún sé þess umkomin að gegna sinni helgu köllun. Ef kirkjan starfar í anda Krists og krafti; ef hún ber á skildi sínum merki sannarlegs lifandi kristindóms, hlýtur hún að geta ráðið yfir þessu nauðsynlega afli. pess vegna er þörf að kirkjan vaki, — vaki og þekki þá köllun, sem hún er kölluð með, — vaki og íklæðist alvæpni Guðs, — vaki og láti Krist vera leiðtoga sinn í sannleika. pví ef drottin kirkjunnar er í allri alvöru og einlægni meðtekinn af kirkj- unni og gjörður leiðtogi hennar, þá mun það andlegt and- rúmsloft skapast, sem holt er og gott, og 1 því andrúmslofti verður oss auðið að leysa úr hinum örðugu vantíamálum vorum. Að svo mæltu vil eg beina hugsunum vorum að vanda- málum, sem í vissu tilliti snerta kirkjuna jafnvel meir beinlínis en það, sem vér höfum verið að hugsa um. Hér á eg við þau mál, sem snúa sér að þörfinni til umbyggingar- starfs (reconstruction) í kirkjunni sjálfri. pað er af ýms-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.