Sameiningin - 01.07.1919, Qupperneq 18
140
vara lífsins og dauðans, sem við mönnum blasti í sambandi
við stríðið, myndi orsaka hjá fólki yfirleitt, og jafnvel hvað
helzt hjá hermönnunum sjálfum, víðtæka og ákveðna trú-
vakning. En nú er það að koma í ljós, samkvæmt vitnis-
burði þeirra, sem verið hafa að rannsaka þetta nákvæmlega,
að svo hafi þó ekki verið yfirleitt. Haldið er fram, að þeir,
sem verið hafi kærulausir um eilífðarmálin, áður en þeir
fóru til vígvalla, hafi jafnvel dregist lengra út í það kæru-
leysi, og alls ekki leitt líf sitt að neinu leyti nær Klettinum,
sem er hærri en vér. Og jafnvel er því hreyft, að sumir,
sem áður hafi staðið í kirkju og eitthvað starfað, hafi og
líka dregist út í þetta kæruleysi gagnvart eilífðar málunum.
petta eru sár vonbrigði og óttaleg. Og óttast' getur
maður það, finst mér, að hörmungar og skelíing stríðsins,
sem menn gengu gegnum á vígvöllum, hafi einmitt hlotið að
eyðileggja viðkvæmari og betri tilfinningar, þar sem um-
hugsunin um það gat ekki vakið menn trúarlega og fært
þá nær Guði og frelsaranum. Nú hljóta þeir að koma heím
aftur, svo að segja í stórum hópum, sem þannig eru settir
trúarlega. Kirkjan hefir sína helgu skyldu gagnvart þeim,
eins og öllum mönnum. Og jafnvel helgari og hærri skyldu"
gagnvart þeim en öðrum, þar sem þeir hafa uppi staðið í
erviði stórkostlegu og dauðans hættu til að halda uppi vörn
fyrir málstað vorn, og líka vegna þess, að þeim er nú víst
meiri hætta búin en mörgum öðrum, að sleppa sér, og fljóta
með straumnum lengra burt frá Guði og frelsaranum. Um
þetta vandamál þarf kirkjan sannarlega að vita, svo að hún
gjöri sér grein fyrir því, hvað hér er mikil alvara á feroum.
Hún þarf sannarlega að vera vel vakandi í framkomu sinni
gagnvart þessum monnum. Hún þarf að gjöra sér grein
fyrir hinni brýnu þörf að framganga í krafti og anda Jesú
Krists, og láta hans kærleika ríkja hjá sér, svo hún veröi
þess umkomin að leysa sem bezt úr þessum vanda, og hjálpa
sem bezt og með sem nákvæmustum kærleika þeim, er hér
þurfa hjálpar með.
En þó svo sé, að þessi vonbrigði hafi orðið hvaö mík-
inn fjölda hermanna snertir og marga aðra, er það þó víst,
að margir hafa styrkst í trú og færst nær Guði sínum og
frelsara og tekið kristindóminn og trúna fastari tökum en
áður við það að standa andspænis þessari miklu alvöru lífs-
ins og þessari skelfingu kvalanna og dauðans. Sumir þeirra
(sjálfsagt margir) hafa farið til stríðsins út úr kirkjunni.
Lært hafa þeir margir á vígvellinum hvað það þýðir að
leggja lífið í sölurnar fyrir hugsjónir. Nú halda sumir því