Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1919, Page 20

Sameiningin - 01.07.1919, Page 20
142 En hvað sem afstöðu þeirra líður, þá er hér vandamál, sem kirkjan þarf að reyna að leysa úr. Túlkar kirkjan nögu djarflega erindi Guðs? Er rödd hennar nógu sterk og hrein? Skiljum vér kirkjunnar menn það nógu vel, að sú hugsjón, sem hún heldur á, lofti, sé þess verð, að leggja fyrir hana alla hluti, og jafnvel lífið sjálft í sölurnar. petta eru vissulega alvarlegar spurningar. Ef oss sýn- ist að þeim verði nú að svara neitandi, þarf kirkjan að rísa upp og biðja Drottin um styrk síns anda til þess, að fá þetta lagfært, svo að hún framvegis geti orðið í þessu til- liti, algjörlega trú köllun sinni, og vegsamað nafn hans með íullkomnunar starfi. Eins og áður hefir verið vikið að, er nú hið mikla um- byggingar og endurbyggingar tímabil fyrir hendi. öllum kemur víst saman um nauðsyn mikilla breytinga og umbóta í stjórnarfari, mannfélagsskipulagi og félagslífi yfirleitt. Ekki að eins breytinga frá því sem er, heldur og líka frá því, sem var á undan stríðinu. Menn þykjast sjá, að meðal annars sé umbygging nauðsynleg til þess, að ekki verði þjóðunum aftur hrundið út í ægilegt heimsstríð. Mörgum sýnist nú, að takmörk þau, er þjóðirnar stefndu að, hafi ekki verið hin hæstu og göfugustu, og að hugsjónir þeirra hafi ekki verið þær, sem þær áttu að vera. Eigingirni, sjálfsumhyggja, heimshyggja og áhyggjur út af hinu ver- aldlega hafi þar setið eins og drotningar á hástólum. þessu þarf nú umfram alt að breyta, svo leiða megi blessun þjón- ustuandans og kærleikans yfir líf einstakra þjóða og heims- ins í heild sinni. Sumir segja því: Alt það fyrra verður að fara, — alt! Byggingin frá allra neðstu steinum grundvallarins alt til hinnar efstu súlu verður að byggjast með öllu að nýju. Nokkrir segja: Nú skal grundvöllurinn ekki vera kristin- dómurinn, hann hefir verið veginn og léttvægur fundinn. Aðrir segja: Jú, að sönnu skal grundvöllur þeirrar nýju mannfélagsbyggingar vera kristindómur, en ekki sá krist- indómur, sem kirkjan hefir verið að boða. Sá boðskapur hefir veginn verið og léttvægur fundinn. Hann verður að víkja fyrir því, sem nýrra er, nytsamara, sannara og dýr- legra. þessi boðskapur er útskýrður eitthvað á þessa leið: pað þarf að þurka burt allar játningar og helzt allar kenn- ingar; játningalaus og að mestu leyti kenningasnauður kristindómur (það er víst kallaður “kreddulaus kristin-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.