Sameiningin - 01.07.1919, Síða 22
144
Losa J?arf kenninguna við það sem er of flókið og tilheyrir
mannasetningum. Ekki má leggja áherzlu á auka-atriði,
sízt af öllu þegar þau kunna að valda ágreiningi og mis-
skilningi. En í grundvallar kenningar verður kirkjan að
halda af öllu afli, og játningar sem af þeim fljóta og á
þeim byggjast beinlínis. Eg fæ ekki séð hvernig hún mögu-
lega gæti hafnað þeim. En kenningagrundvöllurinn þarf
að vera hreinn og skýr og skiljanlegur, bygður á skýrum
orðum Krists og postula hans; því ef Guð byggir ekki
húsið erfiða smiðirnir til einskis, og “annan grundvöll get-
ur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús
Kristur.”
í þessu sambandi er vert að minnast þess, að á því
er þörf, að fólkinu sé veitt uppfræðsla í grundvallar sann-
indum kristinnar trúar, svo að menn viti vel hvar þeir
standa sjálfir, trúarlega, en fjúki ekki burt eins og fys af
trúargrundvelli kirkju sinnar við sérhvern andgust.
En sumir segja, að sérhver frjáls og stór andi sé nú
farinn að skilja, að ekki sé vert að halda dauðahaldi í nein-
ar kenningar. pess vegna finst mér, sérlega eftirtekta-
verð ítarleg og vel skrifuð grein, sem nýlega var birt í
The Christian Work eftir ritstjórann sjálfan, Dr. Frederick
Lynch. þar segir hann frá því, að mörg stórmenni í
kirkjunni á Englandi finni nú sárlega til þarfarinnar á
meiri uppfræðslu í kirkjunni, svo menn skilji og þekki
kenninga grundvöll hennar betur. og niðurlagsorð grein-
arinnar eftir þann frjálslynda mann, Dr. Frederick Lynch,
eru þannig, að mér finst viðeigandi að vitna til þeirra í
þessu sambandi:
“Svo hjartanlega trúum vér því, að einmitt nú, eins og
sakir standa, eigi kristindóms-fræðslan að vera mergurinn
málsins í boðskap prestsins, að vér vildum mæla með því,
eins og gjört er af þeim mætu mönnum á Englandi er
sömdu skýrsluna um: “Kenzluembætti kirkjunnar”, að
prestar vorir fyrst um sinn, í stað þess að beita sér fyrir
öðru starfi í söfnuðinum, snúi sér öllum að því, að afla sér
sjálfum þekkingar, og veita söfnuðunum frá prédikunar-
stólnum og börnunum í skólanum uppfræðslu í hinum
miklu grundvallarsannindum kristinnar trúar.” Hér sýn-
ist mér ekki vera gjört ráð fyrir kenningasnauðum og
játningalausum kristindómi heiminum til frelsis.
Annað atriði, sem nú er mikið talað um, og vel má til-
greina sem eitt af þeim vandamálum, sem uppi eru á dag-