Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.07.1919, Qupperneq 23

Sameiningin - 01.07.1919, Qupperneq 23
145 skrá í kirkjunni, er spursmálið um flokkaskiftinguna innan hinnar kristnu kirkju. Margir vilja það heimta nú (og hefir sú krafa fengið byr undir báða vængi á stríðstímun- um) að sú flokkaskifting hverfi með öllu, og mikil og al- menn sameining verði. pessi krafa hefir mikið til síns máls, og verður því að takast stillilega og skynsamlega til greina af öllum kirkjunnar mönnum. pað er vandi fyrir kirkjuna að fara vel með það mál, og í því sambandi er oss líka brýn þörf á leiðsögn andans. Geta mætti þess hér að prestur einn í Bandaríkjunum, sem um þetta ræðir, alls ekki frá andstæðu eða þröngu sjónarmiði, minnir á það, að ekki megum vér vera þungir í dómum um feðurna, sem deildu um trúar-atriði og kenninga-atriði og áttu því oft beina eða óbeina sök á því að kirkjan klofnaði í flokka. Hann sýnir fram á, að þar var mikið alvörumál á ferðum. Kenningarnar mismunandi, sem samvinnan stundum strandaði á, voru þeim höfuð-kenningar, er þeir í einlægni hjartans álitu vera rétta skýringu guðsorðs. En í all- mörgum tilfellum hefir sá skilnings-auki orðið, að menn sjá nú, að auka-atriði var þar um að ræða, sem þeir í ein- lægni töldu höfuðatriði. parf þess vegna það, sem þá olli klofningu, alls ekki að valda áframhaldandi sundrung. Sumstaðar væri því hægt að sameina, þar sem nú er skift í flokka. Og sannarlega ætti þar að sameina, sem nokkrir möguleikar eru á því, og ekki láta persónulegt sundurlyndi, spillandi tillögur einstakra manna eða syndsamlegan flokka- drátt standa í vegi. Hin evangeliska kristni ætti sannar- lega að stefna að því, að sameinast öll í eina göfuga ósigr- andi heild. En ef ekki fæst félagsleg sameining á sumum stöðum og sumum svæðum, út af því að enn standi í vegi þau atriði, sem talin eru höfuðatriði, ætti þó sannarlega að vera öflug samvinna með öllum kristnum mannflokkum, sem ná til að vinna saman að öllum göfgandi, blessunar- ríkum og uppbyggilegum málefnum, sem mögulegt er að starfa saman að og fyrir hendi eru. Já, meiri samvinna, — bróðurleg, þjónustufull, kristileg samvinna, — það er at- riði, sem aldrei verður lögð of mikil áherzla á. par er þörf á umbótum. pað atriði þarf að básúna í krafti heilags anda um heim allan. Vér þurfum allir kristnir menn að taka höndum saman, til þess sameiginlega að byggja Drotni veglegt og dýrlegt mannlífs-musteri á þessari jörð — til þess að leggja steina í hans heilaga ríki á þessari jörð. En muna þurfum vér það, að musterið verður að

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.